Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 11
Nancy Kwan, ó- þekkt leikkona af austurlenzk- um og frönskum uppruna, lék Suzie Wong í kvikmyndinni og hlaut heims- frægð fyrir. Hér er atriði úr kvik- myndinni Suzie Wong dansar á knæpu í Hong Kong. 0 <5 Kvikmyndin var sýnd við metaðsókn um víða veröld. Hér í Reykjavik var hún sýnd í Háskólabíói. í stórborgum heimsins stóð nafn- ið SUZIE WONG á risastórum skiltum kvik- mynáahúsanna. Það er barstúlka sem heitir í raun og veru Chop U Tong, en hún er stúlkan sem elskaði ritliöfundinn Ricliard Mason, og það er þeirra ástalif sem hanu iýsir þegar hann skrifar söguna af Suzie Wong. Nú stóð hún þarna við borðið okkar, — miðaldra kona og sagði: — Halló, livernig hafið þið það. Ég er Suzie Wong.... Hvernig gátuð þið fundið mig? Og það skeði á þann hátt sem nú skal greina: Við vorum að rápa um í þvögunni í Wanchai-hverfinu, þar sem verzlanirnar og götusala er opin langt fram á nótt. Einhverra hluta vegna flæktumst við inn á „Næturklúbb Suzie Wong“. Við náðum i borð og fljótlega kom til okkar barstúlka sem hét Ying Ying Ling. Hún var tuttugu og tveggja ára og liafði komið frá Shanghai barn að aldri. Við vorum að tala um þessa gerviveröld sem kallaðist heimur Suzie Wong, þegar Ying Ying sagði: — Hún er til, ég meina að Suzie Wong er til. ... — Þú meinar að það sé til lifandi kvenmaður, sem er fyrir- mynd að bókinni um Suzie Wong? — Já, sagði Ying Ying, hálfmóðguð yfir því að við vorum van- trúaðir á svipinn. — Ég talaði einu sinni við hana. Það var á sjúkra- húsinu, þar sem við mætum alltaf vikulega til skoðunar. —- Geturðu hjálpað okkur til að ná tali af lienni? —• Ef til vill, sagði Ying Ying, —- en langar þig til þess i raun og veru? Hún er ekkert falleg núna. . . . —- Góða Ying Ying, það er ekki þessvegna, sem mig langar til að hitta hana. .. . — Allt í lagi, ég skal reyna, sagði hún. — Annars heitir þessi kona ekki Suzie Wong, hún heitir Chop U Tong réttu nafni. Þriðja kvöldið sagði Ying Ying: — Ég hefi ekki getað náð i hana, en ég veit að hún vinnur á stað sem heitir Lokwo. Það var auðvelt að finna staðinn. Nokkur liundruð metrum til hægri frá Wanc.hai-bryggjunni, meðfram sjálfum hafnarbakkanum. Ég bjóst við þrengslum og hávaða, en þess i stað komum við i ömurlegt hálftómt veitingahús. Borðin voru ber og blettótt og glugga- tjöldin óhrein. í einu horninu var skermur með ósmekklegum mynd- um frá höfninni og litill bar. Tveir iðjulausir yfirþjónar horfðu á okkur með tortryggnislegu augnaráði, þegar við komum inn. Við gengum að barnum og báð- um um drylck og reyndum að tala við bardrenginn, en það gekk ósköp stirðlega. Svo spurðum við hann hvort ekki væri hér stúlka, sem héti Chop U Tong. •Bardrengurinn horfði á mig um stund en kallað svo i þjón. Þeir töluðu eitthvað saman á kinversku. Þjónninn sagði við mig: — Þekkið þér hana? —■ Nei, sagði ég, — ekki persónulega. ■—- Hún er ekki hér i kvöld. Ég sagði lionum hversvegna ég vildi tala við hana. — Getið þér eklci hringt til hennar og beðið hana um að koma? spurði ég. — Það þýðir ekkert að hringja. Við pexuðum um þetta fram og aftur. Það er ekkert eins erfitt eins og að losa um málbelnið á Kínverja, sem ekki vill tala. -— Viljið þér nú ekki reyna að hringja til hennar, — sagði ég í áttunda sinn og stakk tíu Hong Kong-dölum i lófa hans. Drengurinn hvarf út um hverfihurðina og eftir andartak stakk hann hausnum inn og sagði: — Getið þér beðið svolítið, hún getur kannske komið klukkan ellefu. ... Chop U Tong, sem er hin raunverulega Suize Wong settist og bað um einn „Tom Collins". Hún var feimin og sagði: — Ég er ekki falleg lengur. Bráðum lít ég út eins og „mamasan“. (Mama-san er barstúlka sem með aldrinum verður einskonar eftir- litskona með stúlkunum). — Eiginlega átti ég ekki að koma liingað í kvöld. Ég á frí og við vorum að spila majong þegar þér hringduð.... — Það sem Mason skrifar um í bók sinni, er það rétt. Eruð það i raun og veru þér? — Já, það er ég. Sumt af þvi er sannleikanum samkvæmt, sumt ekki. Og endirinn var alls ekki þannig.... — Elskuðust þið, — eins og i bókinni? — Já, sagði hún, — það gerðum við. Mason (hún kallaði hann ,,Milson“) sagðist ætla að giftast mér. „Nú fer ég burt um tíma og reyni að græða peninga, svo kem ég aftur og þá giftum við okkur.“ Þetta sagði hann.... — Hafið þér ekki séð hann siðan? — Nei, ég hefi aldrei séð hann siðan. — Hvar er hann núna? — Hann er i Indlandi núna. Hann er næsturn fimmtugur og er veikur af krabbameini. Ég hef heyrt að hann sé að skrifa æviminn- ingar sínar, en hann er víst mjög mikið veikur. — Eruð þér mjög vonsvikin? — Nei, ekki lengur. Til hvers er að syrgja? — Ég lifi lífi mínu hér eins og ég er vön.... — Hvernig hittuzt þið Riqhard Mason? — Það var ekki á ferjunni 'eins og hann segir í bókinni, — það var þarna, sagði hún og benti út í salinn. — Hann sat alltaf við þetta borð.... — Þarna, við þetta borð? Nú fyrst skildi ég að það var ekki eingöngu aðalpersónan úr sögunni sem ég var að tala við, heldur vorum við líka stödd á svið- inu þar sem sagan gerðist. Barinn i bók Masons „Nam Kok“ var i raun og veru „Lokwo“. Hann hafði engu skrökvað. Við vorum nákvæmlega á réttum stað. („Báturinn lagðist að Wanchai-bryggjunni og landgangurinn var settur út. Spottakorn ofar var „Nam Iíok“. Ég sá blátt neonskilt- ið fyrir ofan dyrnar og hornsvalirnar við herbergið mitt á efstu hæð“). Einkennileg tilfinning greip mig. Hér hafði hún setið á sama Framhald á bls. 40. VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.