Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 24
NÝ FRAMHALDSSAGA EFIIR DH¥BD WESTHEIMER FANGARÁÐÍ Litli ítalski varðmaðurinn dormaði friðsamlega í plómulitum skuggan- um af múrnum, sem lá utan um stríðsfangabúðirnar, þegar nýi fanginn var færður inn. Byssan hans, sem var einna líkust leik- fangavopni, haliaðist upp að múrn- um við fætur hans. Varðmaðurinn hafði séð marga bandaríska og brezka liðsforingja komu til Campo Concentramento Prigionieri di Gu- erra 202, og var steinhættur að hafa áhuga fyrir þeim. Nú orðið tók hann aldrei eftir andlitum þeirra, heldur aðeins fótabúnaði. Hinn nýkomni var bandarískur flug- ofursti, svo mikið sá varðmaðurinn milli hálfluktra augnanna. Ofurstinn var hávaxinn og mjög beinn í baki. Ljósskolað hár hans var burstaklippt og stóð beint upp, með fáein grá hár við gagnaugun. Andlit hans var sólbrúnt nema þar sem sólgleraugun höfðu hlíft því umhverfis augun, sem hann virtist aldrei depla. I augnakrókunum voru nokkrar fíngerðar hrukkur, og hann pírði augun lítið eitt, ávani, sem hann hafði lagt sér til í eitinga- leik við flugvélar óvinanna. Þetta var hörkulegt andlit, næstum grimmilegt, og vottaði ekki fyrir mildi í því. Tilsýndar var það ung- legt, en þegar það var skoðað nær, sýndist það aldurslegra en ætla mátti af aldri hans, sem var þrjá- tíu og sex ár. Þegar ofurstinn kom inn um hlið búðanna, hætti einn fanganna um stund þeirri gamaniðju sinni að gretta sig framan í hálfsofandi vaktmanninn, sneri sér móti ofurst- anum og hrópaði: — Þarna kem- ur grænjaxl! Þegar hann kom nær, ruddust fangarnir upp að gfrðingunni og pressuðu þá fremstu upp að gadda- vírnum, meðan loftin ómuðu af kveðjuhrópum. — Halló, ofursti! Velkominn til PG tvöhundruð og tvö! — Höfum við náð Messínu? — Yður þykir sjálfsagt ekkert gaman að vera hér, ofursti. Sá nýkomni svaraði ekki. Hann brosti ekki heldur. Hann renndi augunum yfir hópinn með andúð í svip, og augu hans voru köld eins og ís. — Hver er elzti liðsforingi hér? spurði ofurstinn. Hávaxinn maður ýtti frá sér þeim Goldffinger Af óviðráðanlegum ástæðum hefur Vikan ekki lengur birtingar- rétt á framhaldssögunni Goldfinger, sem verið hefur í þessu og þrem síðustu blöðum. Handhafar birtingarréttarins í London hafa ákveðið, að sagan skuli koma út í bókarformi á íslandi og mun bókin vera væntanleg á markaðinn innan skamms. Lesendur Vikunnar eru beðnir velvirðingar á þessari breytingu. í stað Gold- fingers hefur Vikan tekið til birtingar aðra sögu, sem er æsi- spennandi og að mörgu lejrti ekki síðri. Hún heitir: Fangaráð í flntning’alest, og hefst í þessu blaði. 24 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.