Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 7
Innbyggðir ofnar með Ijósi — gleri í hurð — tímastilli — grilli — með eða án grillteins. ar börnin hennar eru tekin að stálpast og þau hjónin komin úr mesta byggingarbaslinu. Hún segist vera 31 ára og spyr að lokum: — Finnst þér ég vera orðin of gömul til þess að byrja að læra? Því er til að svara, að samkvæmt okkar áliti er þrítug kona ennþá ung, og hefur ekki misst að ráði þann sveiganleik huga og þrek líkama, sem til þess þarf að stunda hjúkrunarstörf — svona að öðru jöfnu. En þeir sem samið hafa reglur fyrir ljós- mæðraskólann eru á öðru máli, því í reglum hans segir, að nem- andi megi ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, þeg- ar nám hefst. Svo það er álit skólans, að Ein Áhugasöm Hús- móðir sé orðin of gömul til að byrja að læra nú. Annars er rétt að upplýsa það, að námið tekur tvö ár og lágmarksundirbúnings- menntun er gagnfræðapróf eða hliðstæð menntun. En þar sem Ijósmóðursnámið er útilokað, öfl- uðum við okkur einnig upplýs- inga um Hjúkrunarskóla Islands, því öllum er kunnugt, að stöðugt vatnar hjúkrunarfólk. Helztu inntökuskilyrði eru þau, að um- sækjendur séu fullra 18 ára og ekki eldri en 30 ára (!), þegar námið hefst, EN SKÓLANEFND GEXUR VEITT UNDANÞÁGU. Undirbúningsmenntun þarf að vera sú sama og fyrir Ijósmæður. Lengd námstímans er nú þrjú ár og 12 vikur, og eru nemendur teknir inn tvisvar á ári. Að öðru leyti vísum við til viðkomandi skóla með nánari upplýsingar. Ljósmæðraskólinn er til húsa á Fæðingardeild Landsspítalans og Hjúkrunarskólinn er I túni Landsspítalans. Og geriði svo vel! TANNAGNÍSTUR Kæra Vika! Ég er orðin dáítið hrædd um son minn sem er sex ára. Hann gnístir tönnum svo hryllilega að það er alveg voðalegt. Þetta fer svo í tugarnar á manninum mín- um, að hann vaknar hvað eftir annað á nóttinni þegar strákurinn byrjar að gnísta tönn- um, en hann gerir það bara þeg- ar hann er sofandi, og rýkur þá til og vekur strákinn því hann vill ekkj trúa því að honum líði ekki illa þegar hann er að gnísta tönnunum. Er ekki hægt að gera eitthvað til að fá strákinn til að hætta þessu? Ég tek það fram að hann er hraustur og spræk- ur og ekkert kvillasamur. Með þökk fyrirfram. Ásta T. Jú, ég veit um eitt ráð, sem alls ekki má draga lengur og það er að leita læknis. Okkur er sagt, að ástæðan til þess að börn gnísti tönnum sé oftast sálræn, og heimiislæknirinn ykkar mun áreiðanlega vísa ykkur á þá með- ferð, sem drengnum er fyrir beztu. „LABB-RABB". Reykjavík 22/3 ‘65. Góði Póstur! Tilefnið til þess að ég sezt nið- ur við að skrifa er það að ég hef fengið þá flugu í höfuðið að kaupa mér „Labb-rabb“tæki. En gallinn er bara sá að ég hef ekki hugmynd um hvar ég get fengið tækið. Heldurðu að þú vildir vera svo góður að segja mér hvar ég get fengið tækið og hvað það myndi kosta, það á að draga u.þ.b. 10—15 km. Og svo þakka ég þér kæra Vika fyrir allt góða efnið sem þú flytur, sérstaklega framhaldssögurnar. Úrsus. Lögreglan í Reykjavík notar mikið þessi tæki, og lætur vel af þeim. Þau hafa samt takmarkan- ir eins og aðrir hlutir. Til dæmis má ekki reikna með því að þau dragi lengra en um 5 km., ef ekkert ber á milli. Ef mjög vel stendur á, er hægt að hugsa sér að nota þau takmarkað á allt að 10 km. færi, en með því má alls ekki reikna. Tækin, sem lögreglan er með, eru flest japönsk. Þau eru í tveim stærðum og kosta 3,500 og 4,500 krónur. Umboðsmaður tækjanna er Stefán Bjarnason verkfræðingur, og hann mun geta veitt allar upp- lýsingar. Sennilegt er að fleiri hafi umboð fyrir svipuð tæki, og þá helzt útvarpsvirkjar og inn- flytjendur. En athugaðu það samt, Úrsus minn, að samkvæmt lögum hefur Landssíminn einn rétt til að veita leyfi fyrir slík- um tækjum, og að vissara er fyr- ir þig að ræða við þá herra áður en lengra er farið. JR- a.-'fc—fri—a~ Borðhellur 3ja og 4ra hólfa. ____ZR-XX-Íí-K- n Þvottapottar 50 og 100 lítra. Verð kr. 3.200,00 og JR ei h tn ÁBYRGÐ OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA. KYNNIÐ YÐUR HINA HAGKVÆMU GREIÐSLUSKILMÁLA —JR XX 4i-h-t=L------------ Eldavélar 3ja og 4ra hólfa. Hellur eou gormar, með eða ón klukku og hitahólfi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.