Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 48
EinkaumboS á íslandi fyrir Simms Motor Units (International) Ltd., London BIÖRN&HALLDQR HF SfÐUMÚLA'9 SÍMAR 36030.36930 önnumst allar viðgerSir og stillingar á SIMMS olíuvcrkum og eldsneytislokum fyrir dieselválar. Höfum fyrirliggjandi varahluti í oliuverk og eldsneytisloka. Leggjum óherzlu á oS veita eigcndum SIMMS oliuverka fljóta og góSa þjónustu. © TVÖFALTl EINANGRUNAR 20ár£s revnsla héríendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF LAUGAVEGI 59. slmi 23349 Vandinn að fóstra fóstrur Framhald af bls. 21. ætlaðar eru börnum á aldrinum 2—7 ára og stúlkurnar eru þjálf- aðar í að velja góðar bækur, sem hæfa hverju þroskastigi fyrir sig. Þá höfum við einnig heilmikið úrval af barnabókum frá Norðurlöndum og öðrum þjóðum, en þær þurfa að sjálf- sögðu að þýða þær og æfa sig í því að snúa þeim yfir á ein- falda, fallega íslenzku. Við get- um t. d. ekki alltat lesið sömu bækur fyrir 2 ára börn og 5 ára börn. Sögur fyrir tveggja ára börn þurfa að vera mjög stuttar og einfaldar, og ekki sízt þegar lesið er upp fyrir hóp barna, t. d. eins og sagan „Stubbur", sem margir þekkja, eða „Græni hatturinn", en það er aftur á móti heldur ómerkileg lesning fyrir 4—5 ára börn og þaðan af eldri. Þá koma bækur eins og t. d. „Palli var einn i lieimin- um“, „Lata stelpan" o. s. frv. Sumar bækur virðast henta þeim öllum á þesum aldri, eins og t. d. „Kötturinn, sem livarf,“ sem er kvæði eftir NínuTryggva- dóttur með myndum eftir hana. Börnin virðast aldrei fá leiða á þessu. Myndirnar eru líka einstaklega skemmtilegar. Börn- in læra firnin öll af kvæðum, og við höfum safnað samau ýmsum skemmtilegum kvæðum í skólanum og auk þess höfum við sem undirstöðu gömul og góð kvæði úr Vísnabókinni og Ljóðabók barnanna. Fóstrurnar fá einnig þjálfun í að semja sögur fyrir börnin og að myndskreyta þær. Börnin hafa mikla unun af að sjá ein- hverjar myndir með sögum, því að það örvar hugmyndaflugið og gerir söguna raunverulegri. Slíkar myndir þurfa að vera eins einfaldar og liægt er, og það er oft furðulegt hvað börn- unum þykir vænt einmitt um þær myndir, sem við fullorðna fólkið álítum ómerkilegastar. Svipað er að segja um leik- föng. Dýr og vönduð leikföng eru alls ekki alltaf æskilegust. Ómerkileg og ljót tuskubrúða getur hæglega orðið uppáhald barnsins, sérstaklega ef hún er mjúk viðkomu og vel fallin til að þrýsta að sér og faðma. Það er mjög þroskandi fyrir börnin að hlusta á góða sögu. Þau venjast þá á að beita at- hyglinni, hlusta og sitja kyrr um stund. Það eykur lika málskiln- ing þeirra og orðaforða, auk þess sem þau læra ýmislegt um hversdagslífið og framandi þjóðir.“ „Getið þér sagt mér eitthvað um barnasálfræði i stuttu máli . .. .hvernig því námi er liáttað í skólanum?“ „Barnasálfræðin fjallar um almennan likamlegan og andleg- an þroska barna. Höfuðáhersla hjá okkur er lögð á fyrstu 7 árin, en við förum þó einnig yf- ir barnaskólaaldurinn og gelgju- skeiðið. Mikil óhersla er lögð á tilfinningalíf barna, t.d. hræðslu, reiði, þrjózku, nauðsyn á móður- legri umhyggju og skilning á háttalagi barna. Bækur, sem við lesum er „Barn á virkum degi“, eftir Áse Grud Skard, sem er lögð til grundvallar. Síðan eru lesnir kaflar úr ýmsum bókum, t. d. „Hagnýt sálarfræði“ eftir Símon Jóh. Ágústsson, „Erfið börn“ eftir Dr. Matthías Jónasson o. fl. Sigurjón Björnsson sálfræðing- ur hefur kennt um taugaveikluð börn og lesa nemendur kafla úr bók hans „Úr hugarheimi". Fjölritaða bók um starfshætti á barnaheimilum eftir mig lesa nemendur og danska bók „Börne- havebörn“. Annars hef ég gjarnan þann hátt á að fá sálfræðinga og aðra sérfræðinga til að halda fyrir- lestra um tiltekið efni, t. d. hefur dr. Matthias Jónasson talað um vandamál unglinga, Örn Helga- son sálfr. um störf Barnavernd- arnefndar, Jónas Pálsson sálfr. um störf sálfræðideildaskóla, Kristinn Björnsson sálfr. um likamslýti og álirif þeirra á sálarþroska, Brandur Jónsson skólastjóri um mállaus börn og heyrnarlaus, Ragnliildur Ingi- bergsdóttir læknir og Björn Gestsson kennari um vangefin börn o. s. frv. Þá heimsækja nemendur ævin- lega ýmsar stofnanir auk venju- legra barnaheimila, eins og t. d. Kópavogshælið, Lyngás, Málleys- ingjaskólann, Höfðaskóla og hef- ur það verið í tengslum við of- angreinda fyrirlestra. Álít ég að slíkar heimsóknir á uppeldis stofnanir séu mjög lærdómsrík- ar, enda er þetta einn liðurinn í þeirri stefnuskrá minni að gera námið sem mest lifandi. Bók- námið er auðvitað mjög mikil- vægt og treystir • grundvöll kennslunnar, en lifandi reynsla skapar áhuga og skýrir og skerp- ir þekkinguna.“ „Hér sé ég að þið hafið teikn- ingu og föndur á námsskránni. Er það til þess að fóstrur geti teiknað myndir fyrir börnin til skýringar á sögunum. .. . ?“ „Ekki myndi ég segja, að það væri markmið kennslunnar, þótt það gæti verið skemmtilegt. Aðalatriðið er að gefa nemend- um tækifæri til að kynnast marg- víslegum tækjuin og efnum, fara með það og örva þá til að full- nægja með þvi eðlilegri sköp- unarþrá. Með þvi móti ættu þær að eiga betra með að skilja þörf barnanna til sköpunar og við- leitni þeirra til þess i teikningu, leirmótun og livers konar föndri. Þær eiga að leyfa börnum að teikna, inála, móta leir og föndra, eins og hugur þeirra girnist. Þær eiga ekki að kenna þeim beinlínis, heldur örva þau og hvetja til starfa með þvi að gleðjast með þeim yfir liverjum áfanga og sýna áhuga á verkum þeirra. Þannig byggja þær upp sjálfstraust þeirra og vekja sköp- unargleði þeirra. Á þessum unga aldri sér vaxandi þroski og þjálfunin um liitt. Raunveruleg kennsla á alls ekki við, fyrr en síðar: Teikning og leirmótun eru mjög róandi fyrir börn og það vcitir þeim ótrúlega mikla gleði að móta og skapa. Ef ég mætti gcfa ungum mæðrum ráð myndi ég vilja segja: Gefið börnum mikinn pappir, liti og leir og leyfið þeim að njóta þess að teikna, mála og hnoða i rikum mæli og þið munið eiga rólegri og hamingjusamari börn en ella. Það hefur komið i Ijós, að börn, sem eitthvað hafa teikn- að eru mjög vel undir það búin að læra að skrifa þegar þau hefja skyldunám í barnaskóla. Kenn- arar cru yfirleitt sammála um að börn, sem verið liafa á góðum leikskólum séu að öðru jöfnu betur undir það búin en hin eldri, sem ekki liafa verið á slíkum skóla. Hugur þeirra og hönd eru betur þroskað, þau hlusta betur, eiga betra með að vera kyrr og hafa náð meiri félagslegum þroska. Þessi al- menni þroski er meira virði en að barnið þekki stafina eða kunni að lesa og skrifa þegar það er orðið skólaskylt. Slík börn eru meira sjálfbjarga og eru duglegri að klæða sig úr og i, reima skó sína, renna upp VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.