Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 23
DRAUMURINN ER LÍFSNflUDSYN PERSÓNULEIKI fólks, sem svipt er draumum í tvær vikur breytist all- verulega. Tilraunir hafa sannað að kettir drepast, ef þeir eru hindraðir i þvi að dreyma i 20 daga. Nýlega voru saman komnir nokkr- ir kunningjar og segir ein kona frá síðasta draumi: „Mér fannst ég leiða tvö börn og ég lagði leið mína til járnbrautarstöðvar þar sem biðu mín tvær lestir. Ég vissi ekki hvaða járnbrautarstöð þetta var. Börn þessi hafði ég ekki séð fyrr, en eftir örlitla stund fannst mér sem börnin væru horfin. Ég hlaut að liafa týnt þeim á leiðinni. Þegar ég kom á járnbrautarstöðina tilkynnti einn starfs- maðurinn mér að lestirnar væru nýfarnar. Og þær eru farnar, bætti hann við; vegna þess að börnin eru ekki lengur með þér! Á þessu augnabliki vaknaði ég....“ Oft þarf ekki meira til að koma af stað heitum, óendanlegum umræðum. Enginn fer varliluta af töfrum draumanna: þessu öðru lífi, dularfulla en liræðilega raunhæfa lifi. Hvaða boðskap eða aðvaranir flytja þær okkur, þessar skyndimyndir, sem ásækja okkur í svefni? Mennirnir hafa ávallt viljað trúa þvi að draumar væru lykillinn að sálarlifinu, skap- gerðinni og framtið mannsins. Samt sem áður eru draumavísindi ný af nálinni, þvi það er ekki fyrr en árið 1965 að hafnar voru kerfisbundnar vísindalegar rannsóknir á draumum manna og dýra. Margar rannsóknarstofur gera i dag til- raunir til að leysa ráðgátuna. Nú þegar eru fræðimenn langt komnir með að koll- varpa mörgum viðurkenndum hugmyndum i þessum efnum. Þeir hafa ennfremur sann- að, að ekki er l'ramar hægt að segja: „Mig dreymir aldrei.“ Fólk dreymir í raun og veru á hverri nóttu og jafnvel oft á nóttu. Þessi vísinda- lega uppgötvun er stórmerkileg. Okkur dreymir um það bil 20 til 25% af svefn- tímanum. Meira að segja nýfædd börn, sem sofa stöðugt, dreymir einnig. Það er enn- fremur talið sannað að hin óæðri dýr dreymir. Fyrir tilstilli rannsókna sem bandaríski taugasérfræðingurinn William Demet hefur gert, eru hinar hefðbundnu skoðanir manna á draumum að engu orðnar. William Demet og dr. Kleitman hafa sannreynt og fullyrða að hinar hröðu hreyfingar augasteinsins á vissum timum svefnsins séu öruggt merki um að draumar eigi sér stað. Hreyfingar þessar er unnt að skrá með línuritara, 80% af fólki sem vakið er af svefni á þessu augna- bliki man með vissu að það hefur verið að dreyma. Að áliti þessara tveggja sérfræð- inga er frásagnartími draumsins jafnlang- ur draumtímanum. Þetta mælir á móti hinni hefðbundnu trú sem staðhæfir að draum- tíminn sé sérlega stuttur, nokkrar sekúndur, og sjaldan lengri en hálf minúta i einu. Svo virðist sem hinar hröðu hreyfingar augnanna séu í beinu samhengi við efni draumsins. Mann sem dreymir að hann sé viðstaddur tenniskeppni horfir stöðugt til hægri og vinstri! Er hann oð einhverju leiti áhorfandi að sinum eigin draumi? Þetta er eitt að mörgu sem nútíma draumvisindi eru að reyna að leiða í ljós. í Frakklandi hafa rannsóknir dr. Jouvet, frá læknaskólanum í Lyon sannað, að draumar eru mönnum nauðsynlegir. Sumir fræðimenn hafa jafnvel varpað fram þeirri spurningu livort maðurinn sofi ekki ein- vörðungu í þvi augnamiði að dreyma. í lífeðlisfræði-rannsóknarstofu sinni hefur Dr. Jouvet telcizt á hendur liinar undarleg- ustu rannsóknir. Hann hefur unnið að rann- sóknum á draumum katta á eftirfarandi hátt: Kötturinn sefur djúpum svefni, en í linakka- gróf hans eru settir rafmagnsþræðir, sem tengdir eru við furðulegan linuritara, sem Dr. Jouvet nefnir „onirographe“, þ.e.a.s. „tæki til að mæla drauma.“ í hvert skipti sem köttinn byrjar að dreyma koma í Ijós lóðrétt strik á línuritaranum. Á sama augna- bliki er kötturinn ónáðaður á sérstaka hátt og draumurinn þar með rofinn í bili. „Með þessu móti, segir Dr. Jouvet, komum við i veg fyrir að dýrið dreymi án þess þó að varna því svefns.“ ÓFYRIRSJÁANLEGAR AFLEIÐINGAR Dr. Jouvet hefur fullyrt að við endur- teknar draumaliindranir verður skráning linuritarans smátt og smátt örari unz hinar lóðréttu línur renna saman i eitt. Niður- staðan er augljós: Þvi meir sem kötturinn er ónáðaður við drauma sína, því meiri þörf virðist hann hafa fyrir þá. Við venju- legar aðstæður virðist kötturinn hafa þörf fyrir að dreyma á 10 til 30 mínútna fresti. Köttur, sem stöðugt er ónáðaður við drauma sina í 24 klst. leitast hverja mínútu við að dreyma. Að dreyma er eins nauðsynleg at- höfn og að eta og draga andann! Uppgötvun þessi er stórmerkileg. Hún kollvarpar öllum fyrri kenningum um drauma og einkanlega -þeim, er hinn mikli sálfræðingur S. Freud lagði fram á sínum tíma. Hann áleit að draumar væru tilviljun- arkenndi atburðir, en í dag er vitað, að maðurinn hefur andlega og likamlega þörf fyrir drauma. Menn álita jafnvel að þeir svari til líffræðilegrar nauðsynjar, sem í stuttu máli leiðir i ljós að manninum er nauðsynlegt að dreyma til að lifa. Beztu sannarnirnar eru tilraunir gerðar af Dr. Dement. Margt sofandi fólk, sem hefur verið vakið í byrjun draums hefur daginn eftir verið niðurdregið og óhæft til að einbeita sér. Það sem meira er, þegar þessar trufl- anir voru endurteknar í um það bil 15 daga, Framhald á bls. 40. Margt bendir til þess, aö svefn- inn sé til að skapa skilyrði fyrir drauma - án þeirra mundum við missa vitið. SURREALISMINN FÉKK SÍNA FYRSTU NÆRINGU ÚR DRAUMUM. FRANSKA MÁLAR- ANUM FELIX LABISSE TÖKST BETUR EN NOKKRUM ÚÐRUM AÐ KAFA NIÐUR í HIÐ STÖR- FURÐULEGA LANDSLAG HUG- ARÖRANNA. MYNDIR HANS GLEYMAST ALDREI OG ÁSÆKJA STÖÐUGT fMYNDUN- ARAFLIÐ. Á SLÉTTUM FLETI SKAPAR HANN FORM SEM SKYLD ERU HRÆÐSLU. VIKAN 19. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.