Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 12
I N i ÞRJUKVÖID ÍSEPIBABER Smásaga effflir Oliver Rell Telknlng: Baltasar STÚLKAN SKOTRAÐI TIL HANS AUGUNUM ÖÐRU HVORU, EN KOMST EKKI í SAMBAND VIÐ AUGUN í HONUM OG GAT EKKI RÁÐIÐ NEITT NEMA ÁFALLIÐ AF SVIP HANS, OG HÚN HÉLT ÁFRAM AÐ HORFA VANDRÆÐA- LEGA NIÐUR Á HENDURNAR Á SÉR, OG FITLA VIÐ SLÆÐ- UNA SÍNA. ÞaS var dimmviðri, rok og rigning sem afklæddu trén er höfðu látið af lifsfjörva sínum, og það voru allskyns dauSalitir á blómum og öSrum gróSri i görSum borgarinnar. LaufiS af trjánum bafSi safn- azt saman i rennur gatnanna, og strætavindarnir feyktu því í Iiringi upp í toftiS og strók- arnir bringsóluSu þar. Bíll ók bjá og tvístraSi strókunum meS loftþrýstingi af liraSa sínum, og þá þyrluSust laufin bingaS og þangað, og réSu ekkert viS það hvar þau lentu, jafnvel þótt þau befðu einhverja ósk um það af sjálfum sér. Þegar síðasti strætisvagninn sem ekur Sólvallaleiðina, ók vestur Hringbraut, þá kom lauf- blað, — ættað úr garði í austur- bænum, — þjótandi niður með elliheimilinu, og þaS varS fast aftan við vagninn, í loftsoginu, og barst með honum vestur göt- una. í síðustu ferð strætisvagns, á miðvikudagskvöldi í september, er oftast farþegalaust og bil- stjórinn ók á fleygiferð alla leið- ina og var með hugann heima hjá konunni sinni, sem hann ætlaSi að hitta, áður en hún sofnaði. En hann varð að hægja ferð- ina, þegar hann beygði af Hring- braut inn á Framnesveg, og þá losnaði laufblaðið úr kjalsoginu og rokið greip það aftur, og feykti því meS offorsi suSur götuna og vestur næstu, og linnti ekki látum fyrr en sunnanundir kumþalda sem stóS niSri við sjó, en þar gat rokið ekki tekið nógu krappa beygju við horn, svo að laufblaðið var allt í einu í logni ,og sveif mjúklega og milt, og settist að lokum á gluggapóst á efri bæð kumbald- ans. Neðri hæðin var trésmiðja, en uppi á lofti bjó myndhöggv- ari í vinnustofu sinni, sem hann hafði fengiS leigSa, þegar smiS- irnir hættu aS þurrka timbriS sitt sjálfir, og höfSu sett glugga á vegg og hann vissi aS ösku- haugunum, og fnykurinn þaSan fyllti húsið þegar vindinn bar af þeim. Innan við glerið í glugganum sem laufblaðið sat á, var manns- andlit, og á þvi var áhyggju- fullur svipur og hrukka i enn- inu, og svipurinn sagði, að höf- uðið réði ekki við liugsunina, sem það glímdi við. Við gluggann var dívan og lágt borð og við það tveir stól- ar, og þeir voru keyptir á upp- boði og báru þess merki, og munaðarleysislegur skápur, op- inn vegna bilaðrar læsingar og á hurð hans hékk bindi. Á gólfinu, miSsvæðis, voru tvö vinnuborð. Á öðru þeirra var leirslatti með nef og munn, en á hinu konumynd, fullgerð niður að nafla og annað lærið og hún hallaði sér aftur á bak i losta. Á dívaninum sat stúlka, lifandi stúlka utarlega á brún og horfði vandræðalega á hendurnar á sér sem hún hafði í kjöltu sinni. Hún var fínleg, brúneyg og dökkhærð og með blíðlegan munnsvip. Ofurlítið örlaði fyrir kvíðasvip við munnvikin, og þaS var eins og hún væri upp- vís að hroðalega saknæmu at- hæfi og hefði játað það. Myndhöggvarinn horfði út um gluggann og sá laufhlað koma svifandi og setjast á gluggapóstinn, en þótt hann horfði á það, þá skynjaði hann það ekki í huganum, vegna þjak- andi hugsana. Ilann var óklipptur og órakað- ur og úfinn, í klístruðum slopp óhnepptum og fór að ganga um gólf og sloppurinn sveipaðist um hann og út í loftið þegar hann sneri sér á göngunni.. Stúlkan skotraði til hans aug- unum öðru hvoru, en komst ekki i samband við augun i honum og gat ekki ráðið neitt nema áfallið af svip lians, og hún hélt áfram að liorfa vand- ræðalega niður á hendurnar á sér, og fitla við slæðuna sína. —- Ertu viss? spurði listamað- urinn allt í einu og hvasst. — Það eru komnir þrir dag- ar, sagði hún vesældarlega. — Já, en er ekki svona lagað breytingum undirorpið? spurði hann. — Það er náttúrlega ekki al- veg víst. — Hvað ertu þá að væla manneskja, það tekur nú ekki að vera að væla i þessum heimi að óþörfu, hreytti listamaður- inn út úr sér á göngunni. — Ég er svo hrædd, kjökraði stúlkan, og það komu viprur við munnvikin, eins og hún ætlaði að fara að gráta. — IIuli, það er nú óþarfi og beinlínis asnalegt að vera að kvelja sig fyrirfram út af þessu. VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.