Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 28
Fangaráð í flutninga- lest Framhald af bls. 25. og venjulega og talningin gekk fljótt. Þegar því var lokið, gaf Ryan Fincham merki um að heyra sig út í horn. Saman gengu þeir fram og aftur um garð fangelsins. — Við verðum að byrja með að hreinsa mennina og skálana. Ég vil, að skálarnir séu hreinsaðir ( hólf og gólf, og gleymið ekki veggjun- um. Sömuleiðis vil ég, að mennirn- ir komi í skyrtum í matsalinn og til nafnakalls. — Það verður ekki auðvelt. Við höfum ekki fengið neinar skyrtur. - Hví? — Ég get ekkert að því gert. Ég ræð ekki yfir þessum fangabúðum. Italaskrattarnir eiga föt handa okk- ur. En þeir láta okkur ekki hafa þau. — Hvers vegna? — Skíthællinn hann Oriani seg- ir, að við litum þau bara svo þau líkist ítölskum einkennisbúningum og laumust svo leiðar okkar. Ryan leit á úrið sitt. Svo skipaði hann Fincham að raða mönnunum upp. Þeir stilltu sér í ferning í kring um hann, og í miðju mannrjóðrinu steig hann upp á lítinn trépall. Hann stóð þar og horfði í kringum sig, þar til allt varð hljótt og kyrrt. Varðmennirnir söfnuðust saman við hliðin til að sjá, hvað væri á seyði, og í opnum eftirlitsdyrunum stóð Oriani majór. — Herrar mínir, hrópaði Ryan. — Frá og með þessum degi verða breytingar á fangabúðunum hér. í fyrsta lagi: Þegar vatninu verður hleypt á, skulu skálarnir þvegnir í hólf og gólf. í öðru lagi: Hver og einn skal skera hár sitt. — Hvernig 6 ég að fara að þvf, 28 VIKAW ». tbl. sir? spurði maður nokkur f skála B, settore I, og gljáandi skalli hans speglaði sólskinið. Ryan beið þar til hláturinn dó út. — í þriðja lagi: Enginn má eyða dýrmætum tíma í fánýtt gamanhjal. í fjórða lagi: Allir raki sig annan hvern dag. Og ( fimmta lagi: Allir heilsi yfirboðurum sínum nema þeir séu önnum kafnir við verk sín. Skræk rödd rauf þögnina. Það var Bostick kapteinn. — von Ryan, þér hafið lent í röngum her! Ryan sýndi engin merki þess, að hann hefði heyrt athugasemd Bost- icks. — Hefur nokkur pappír og penna? spurði hann kalt. Petersen lautínant gróf ( vasann á stuttbuxunum sínum með hendi, sem allt í einu virtist orðin of stór og dró að lokum upp svitablettaða minnisbók og brotinn penna. Ryan benti á Bostick. — Lautínant, sagði hann. — Skrifið niður nafn þessa manns, stöðu og númer. Hann gekk hægt í áttina að skall- anum, sem hafði spurzt fyrir um klippinguna. Hann sagði ekkert, heldur aðeins benti, og Petersen skrifaði nafn mannsins, stöðu og númer. Síðan gekk Ryan aftur að pallinum. — Yfirmönnunum tveimur, sem nú hafa verið skrifaðir upp, er hér með bannað að yfirgefa skála sína nema á máltíðum og þegar hóp- urinn er kallaður saman. Fincham yfirlautínant! Látið mennina taka sér stöðu og hefjist handa. — Standið rétt! öskraði Fincham. — Viðbúnir — gakk! Einn, tveir, einn, tveir . . . Runa af reiðilegum glósum skall á Ryan, en hann lét sem ekkert væri. Hann gekk f áttina til föður Cost- anzo. — Fa6ir, vll|ið þér koma með mér á fund Battaglia ofursta? — Hefur hann sent yður orð, of- ursti? — Ég hef ákveðið að bíða ekki eftir þv(. Ég vil að þér fylgið mér að hliðunum og tilkynnið varð- mönnunum, að ég óski að hitta Battaglia ofursta. Þér talið þeirra mál, er ekki svo? Battaglia ofursti var magur, ú- hyggjufullur og bráðlyndur, og hag- aði sér eins og bardagahani, til- búinn til árásar. Andlit hans- var rautt og hárið silfurhvítt. Hann sat við vinnuborðið sitt. Á veggnum fyrir aftan hann var mynd af Victori kóngi Emmanúeli og þar við hliðina var Ijósari fer- hyrningur á veggnum, þar sem Ry- an reiknaði með að hangið hefði mynd af Mússolíni til skamms tíma. — Battaglia ofursti, sagði Ryan. — Ég hef komizt að raun um, að ástandið ( PG 202 er mjög alvar- legt. — Hverju stingið þér upp á til úrbóta? — Ég hef hér lista yfir nokkur atriði, svaraði Ryan. Battaglia kinkaði kolli og beið. — Til þess að verða sjálfir mann- sæmandi útlits og gera híbýli sfn þokkaleg, þurfa mennirnir bursta, vatnsföt, rakvélar og rakblöð, heit steypiböð og ný einkennisföt. Ég hef frétt, að ný einkennisföt séu í birgðageymslunum hér fyrir utan. — Enga einkennisbúninga, sagði Battaglia ákveðinn. — Það hefur verið reynt að gera ftalska ein- kennisbúninga úr amerískum tll að auðvelda flótta. — Ég legg við drengskap minn, að fangarnir hér muni ekki nota ameríska einkennisbúninga til slfks. — ftalska þjóðin gengur óhrein og nakin ykkar vegna, sagði Batta- glia ákafur. — Og þið eyðileggið kirkjurnar okkar. Hann velfaðl flngrinum ógnandi að Costanzo. - i stta er áróður, svaraðl Ry- an. — K^-.'ið þér ekki gert yður Ijóst, cð á Sik.ley er okkur fagnað sem frelsururr,? Battaglia roðnaði en svaraði ekki. — A11! í lagi, sagði Ryan. — Við vorun, að tala um einkennisbúning- ana. Hann gaut augunum á minnis- blaðið. — Ég hef heyrt, að þið sé- uð liðfáir. Battaglia andvarpaði og heyktist saman í stólnum. — Ef við sjáum ykkur fyrir vinnu- krafti, verða engin vandræði með að sjá fyrir nægilega miklu af f ökkum til að uppfylia skilyrði Haagsáttmálans varðandi fanga- búðir fyrir yfirmenn, sagði Ryan. — Einn pakki á mann á hverri viku. Séra Costanzo leit af Ryan á Battaglia og greip andann á lofti. Battaglia hristi höfuðið. — Ég legg við drengskap minn, að lífsnauðsynjarnar í bögglunum verða ekki notaðar á neinn þann hátt, að röð og reglu í búðunum stafi hætta af, sagði Ryan. — Ja — jæja, svaraði Battaglia. Fyrst svo er. . . hélt hann hugsi áfram. — Gott, greip Ryan fram í fyrir honum. — Battaglia ofursti, ég og menn mínir erum yður mjög þakk- látir fyrir skilning yðar á vanda- málum okkar. Á tveim vikum heppnaðist Ryan að endurskipuleggja PG 202. Slétt- rakaðir og stuttklipptir stóðu fang- arnir í skipulagðri röð á mótum og við nafnakall, og heilsuðu Oriani með réttstöðu og hönd við höfuð að hermannasið, þegar hann gerði nafnakallið, og þvinguðu hann þannig til að sýna agaða fram- komu. Þeir skúruðu skálana einu sinni á viku og sópuðu útipallana og tröppurnar á hverjum degi. Ryan mælti svo fyrir, að leggja skyldi alla peninga í einn sjóð til að standa undir þrifnaði þeirra allra. Á þann hátt gat jafnvel und- irlautínant keypt sér rakvélarblöð, og þeir sem tæpast áttu grænan eyri, gátu nú fengið rakvélar, tann- bursta og aðra munaðarvöru. Hann skifti mönnunum f tvo hópa til að forðast þrengsli í matsaln- um. Með Kfsnauðsynjunum úr Rauðakrosspökkunum, og fleiri að- stoðarmönnum, reyndist kokkurinn Beresford vera hreinasti galdramað- ur í sínu fagi. Þegar mennirnir höfðu fengið kjarngóðan mat ( eina viku, ákvað Ryan að þeir væru orðnir nógu sterkir til að þola leikfimi. Þegar hann komst að þv(, að Eunace Smith hafði verið leikfimikennari áður en hann fór í herinn, losaði hann Smith undan öðrum skyldum og gerði hann að leikfimikennara. Næsta dag tóku (talamir að gera líkamsæfingar f ytri garðinum sam- kvæmt skipun Orianis, undir stjórn Alessandros kapteins. Þegar allt kom til alls, var Ryan ánægður með *fna menn. Þeir voru HANDBÓK HUSBYGGJENDA Yfir 200 síðna bók í stóru broti. Sniðin fyrir húsbyggj- endur og þá sem vinna að húsbyggingum. Skrifuð af sérfróðum mönnum um húsagerð. Kynning á byggingarefnum og skrá yfir seljendur vöru og þjón- ustu fyrir byggingariðnaðinn. Seld í bókabúðum og gegn póstkröfu. — Verð kr. 198,50 (söluskattur innifalinn). HANDBÆKUR H.F. Póstbox 268 — Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.