Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 22
góðfúslega að birta svarbréfið og fer það hér á eftir. Hann sagði í viðtali við blaðið: — Eins og þetta bréf ber með sér, er það skrifað í tilefni þess að danskur maður skrifaði mér. Hann hafði lesið bók mina, íslendu, sem út kom 1963. Þar er kollvarp- að þeim ævintýrafræðum um sögu lands- ins, sem skráð voru hér á 12. öld af kirkju- höfðingjum, sem einskis svifust .að draga fram páfaleg sjónarmið og sinnar kirkju dvrð. ísland var byggt þannig, að þangað fóru ýmist norskir víkingar, snauður ó- aldarlýður, eða norskir bændur, sem ráku sitt fólk og búfé á skip, tóku stundum með dálítið af timbri og slatta af fósturmold- inni, tóku með hlöðuna og bæjarlækinn eða brunninn og fóru svo áttavitalausir út í veðrið og vindana á smáskipum. Löbb- uðu svo i land á íslandi með allt saman og reyndar í röð kringum landið. Það hlýtur að verða stutt stund, sem íslendingar hafa slik fræði, en þó er það svo, að þeim sem kalla sig fræðimenn, doktora og allskyns gráðufólk, þykir hart að skipta um fræði og þegja þvi sem fastast. Nýlega var í útvarpinu Dalakvöldvaka og þar voru þulin upp fræðin um Auði djúp- úðgu. Það er gott dæmi um sagnaritun kat- ólikka. Auður var ránskonungskona og ránskonungsmóðir. Þetta var fólk, sem lifði á ránum. Svo nernur þessi kristna kona Dali, nú reyndar með 20 hermenn, auðvitað slypp og snauð af öllum búföngum. Nei, Auður og hermenn hennar ræna Dölunum, annað gat hún ekki og sagan getur engan veginn skýrt líf hennar öðruvísi. Þessum 20 hermönnum dreifir hún um Dalabyggð- Reykjavík, 11. marz, 1965 Hr. John Langelythl Ég hef móttekið bréf yðar í tilefni af bók minni „íslendu“ og starfi yðar við kristni- sögu ár 1000 á íslandi. Því, sem þér spyrjið um í bréfi yðar, mun ég leitast við að svara, og er þó ekki þess að dyljast, að ég er til þess eigi nógu fær, þvi hér þyrfti að koma til nokkur rannsókn. En ég get sagt yður það, að allar frekari rannsóknir í sögu íslands á hinum forna grunni koma að litlu haldi, því fyrst þarf að gera sér þess grein, að sú saga sem þessi fræði byggjast á er röng, katólikka lýgi frá 12. öld. Það er ekki til neins að halda þvi fram, að hér komi nokkur víkingaför og þessir víkingar dreifi sér um landið, séu auðugir menn samstundis, stofni síðan þingbundna stjórn, konungslausa, setji á stofn 18 þing í landinu, 1 alþingi, 4 fjórð- ungsþing og 13 héraðsþing, og séu fjölmenn þjóð eftir 60—70 ár. Þvi síður að þessir víkingar komi við bókmenntastarfsemi, þar á meðal latínu letur, frá þjóð, sem ekkert kann í slíku, og ekkert gat látið eftir sig af slíku, meðan íslendingar skrifuðu bækur, fleiri og betri, en allir aðrir jafnstórir hóp- ar manna um víða veröld. Það er hverjum manni ljóst, sem vill hugsa, en vera ekki þrælbundinn i lygaviðjum, að hér liggur málið öðruvisi fyrir. Hér er menntuð þjóð í landinu, þegar þessir vikingar koma, og menntirnar tekst þeim ekki að drepa, heldur ganga þeim á hönd er tímar líða, og þykj- ast svo hafa gjört allt einir. Þetta er þekkt af katólskri kristni á miðöldum og ætti frá &gÉ|Íkka'*»Í STUTT VIÐTAL VIÐ BENEDIKT FRÁ HOFTEIGI OG SENDIBRÉF TIL JOHN LANGELYTHS. SÚ SKODTJN virðist eiga vaxandi fylgi að fagna, að Landnámsbók sé engan veginn örugg heimild um það, hvern- ig þetta land byggðist. Eindregnasti fylgismaður þeirrar kenningar, að þar sé óvarlega farið með staðreynd- ir, er Benedikt fræðimaður Gíslason frá Hofteigi. Hefur hann varið miklum tima og erfiði til rannsókna á þessu efni og raun- ar skrifað bók til að færa sönnur á sjónar- mið sin. Birti Vikan á sínum tíma kafla úr þessari bók. Hefur margt þótt skarp- lega athugað hjá Benedikt og bókin hefur vakið athygli meðal útlendra fræðimanna, sem vinna að svipuðum rannsóknum. Einn þeirra er danskur maður John Langelyth. Hann skrifaði Benedikt og spurði hann ýmissa spurninga. Benedikt leyfði Vikunni ina, en rithöfundarnir gleyma að geta um, hvar þeir fengu konur. Samt bilaði ekki ætt frá þeim. Nei, landnámsfræðin á íslandi eru með skemmtilegustu lygakronikum veraldar og von að vísindin, sem á þeim eru reist, séu kynleg. Margt fleira hef ég i deiglunni eða full- búið, til dæmis grein um Vínlandsfund Grænlendinga. Kunningi minn við eitt dag- blaðið fór að láta sig þetta mál skipta í tilefni af Ingstad í Nýfundnalandi, sem er á skökku skeiði um Leifsbúðir þar i landi. Ég samdi þá þátt, til þess að sýna hvað satt væri i þessu, sem íslendingar höfðu ritað um þetta. Vinland Leifs er við botninn á Ungave-flóanum, norðan i Labrador. Sunn- ar hefur hann ekki komizt. Þar finnur Þor- finnur karlsefni kuml suður með Labrador í hópi við Hamiltonána og síðan suður við Hudsonflóa, þar sem fellur úr austri til vesturs. Þessa grein vildu þeir ekki birta hjá Tímanum, vegna þess að þeir halda þar, að Leifur hafi komizt suður fyrir Halifax. Hvað eiga börnin að halda, þegar þau hafa lesið 1001 nótt? En svarbréfið til John Langelyth hljóðar svo: engan að þurfa að glepja. Þetta sannar bók mín „íslenda“ hverjum sem vill hugsa og eitthvað kann i sögu fyrir utan þessa kringlu heimsins, sem Norðmenn á íslandi gjörðu, sem alfa og omega, hérna í vesturhorni veraldar. 1 öllu söguljósi liggur það skýrt fyrir, að ísland er byggt mörgum öldum áður en liér komu vikingar með vopnum til að ráða á Islandi, og drepa og eyðileggja land og þjóð. Þessum mönnum tókst að drepa ís- land á 13. öld og Noreg síðan á 14. öld, og eftir þá og þeirra tíma eru i rauninni engin spor nema islenzku bækurnar, með menntaanda, sem þeir höfðu ýmist ekki get- að drepið eða lögðu liönd að að varðveita. Iiin íslenzka þjóð fyrir vikingatímana er sýnilega gotnesk-keltnesk og íslenzkan, sem aldrei hefur verið norska, er þeirra mál og fyrirfinnst auk þess á eyjunum norðan Bret- lands, en þar drápu Norðmenn allt nema islenzk nöfn, sem þar lifa enn, vansköpuð. Vitnisburður Prokopíusar, um byggð á Thule á 6. öld verður ekki hrakinn, en sýnir, nú á dögum, hvilík formyrkvun er i þessu máli i fræðum, að þetta er ekki látizt sjá til þess Framhald á bls. 37. 22 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.