Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 6
Eins manns svefnsófi með bakpúðum, stækkanlegur í 185 cm. með ein- um púða — 205 cm. með tveim púðum. Snyrtikommóður fyrir dömur með spegli og innbyggðu skrifborði. — Kommóður þriggja til sex skúffu, sófaborð, sjónvarpsborð, útvarps- borð og mikið úrval af stökum stólum. Athugið að flestar þær vörur sem við höfum fósl ekki annarsstaðar. Húsgagnaverzlunin Sedrus Hverfisgötu 50. — Sími 18830. HúsninimiliiiH SEBRUS auglýslr SKÁRRI ER ÞAÐ NÚ FEGURÐIN Hr. ritstjóri. Mig langar til að biðja yður að birta eftirfarandi. Fyrir skömmu fór fram á vegum Al- þjóðasambands líkamsræktar- manna, IFBB, árleg keppni um bezt vaxna mann heimsins og bezt vaxna mann Ameríku. Fór keppnin fram í New York og í henni tóku þátt um það bil 80 karlmenn frá öllum álfum heims. Bezt vaxni maður heimsins var að þessu sinni kjörinn Larry Scott, rúmlega tvítugur Banda- ríkjamaður. En bezt vaxni mað- ur Amreíku var kjörinn hálf- þrítugur New Yorkbúi, Harold Poole. Jæja, góðir íslendingar, hvern- ig lízt ykkur á piltana? Hreiðar Þ. Sæmundsson, Stóragerði 7, Rvk. m •• • V>< ^ Ekki ætlum vtð að fara að svara fyrir alþjóð hér, en póst- urinn segir fyrir sig, að skárri er það nú fegurðin. Þetta er eins og hvert annað afskræmi, kjöt- framleiðsla í heldur óhugnanlegri mynd og trúum við varla öðru en að einhverskonar annarlegar hvatir hljóti að stjórna svona hugsjónum. Annars væri fróðlegt að heyra raddir frá lesendum um þetta. Hvað segir kvenþjóðin? ÞESSI KLASSISKI MISSKILNINGUR. Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt góða lesefnið á liðnum árum, og vona að það verði jafn gott í framtíð- inni. Svo ég víki beint að efninu, þá er það þetta fullorðna fólk, sem lætur mann aldrei í friði. Maður fær ekki einu sinni að hlusta á sínar eigin „Bítla“plötur í friði, þá ætlar allt um koll að keyra, það kallar „Bítlana" ösk- urapa og hvaðeina. En tilfellið er að það sem það kallar „Bítla“ og „Bítlaöskur" eru yfirelitt aðrar miklu hávær- ari hljómsveitir. Sem dæmi get ég nefnt móður mína, sem hing- að til hefur hatað „Bítlamúsik" án þess að þekkja hana. Eitt sinn var verið að leika lög eftir há- degið þá kom lag með „Rolling Stones“ og ég lagði mig eitthvað eftir að hlusta og hækkaði, þá sagði hún við vinkonu sína, sem stödd var hjá hennl: „Ég held að strákurinn, sé að verða vitlaus, hlustar ekki á annað en þessa „Bítla“. Ég ætlaði að fara að út- skíra fyrir þeim að þetta væru alls ekki Bítlarnir", en það var ekki til nokkurs. En svo nokkr- um dögum seinna fór hún að tala um hvað „P.s. I love you“ væri fallegt lag. — Þetta er áreiðan- lega eins með fleiri. — Svo er það staðreynd, að „Bítlarnir“ eru snjallir og hugmynaríkir tón- listarmenn. Hver getur t.d. sagt að: P.s. I love you, This boy, Till there was you, All my loving og If I fell, séu öskur? Með kærri kveðju. Daddi. LJÓSMÆÐRANÁM. Ein áhugasöm húsmóðir sendir okkur bréf, sem hún óskar eftir að verði birt, þótt við getum ekki komið auga á ástæðuna fyrir því, En hún biður um upplýsingar um Ijósmóðurnámið, því hugur henn- ar hefur alltaf staðið til að læra einhvers konar líknarstörf, og eygir nú möguleika til þess, þeg- 6 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.