Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 44
ur að hliðinu, til þess að taka á móti Charley. Hann hoppaði út úr bílnum — stigbrettin voru löngu dottin af Minní Mús — hristi hönd Ann í kveðjuskyni, kallaði glettnis- lega til Madeh, kleip striðnislega í eyrað á barnfóstrunni og klapp- aði á vatnskassann á Minni Mús, eins og hún væri veðhlaupahest- ur, dró fram velktu ferðatöskuna sína og staðnæmdist loks til þess að líta á Ann. —• Almáttugur, Ann, ertu ekki tilbúinn, hrópaði hann hneyksl- aður. — Og ég, sem gerði næst- um útaf við Minní Mús til þess Hann kveikti í nýrri sígarettu með stubbnum af þeirri gömlu, stakk henni upp í vinstra munn- vikið, snéri sér að bílnum og tók úr honum stóran og fallegan vönd af hvítum orkídeum. — Gerið þér svo vel, yðar há- göfgi, sagði hann og hneigði sig djúpt. Ann hafði aldrei séð hann án sígarettu, jafnvel ekki þegar hann svamlaði í sundlauginni við klúbbinn. Hún hafði heldur aldr- ei séð hann alvarlegan. Á fjög- urra eða sex vikna fresti, kom hann ofan úr fjöllunum, ruddist inn í borgina eins og fellibylur, át, drakk og baðaði sig, gleypti ætlaði að koma hvort sem var, því að Andy Anderson er kom- inn og ég ætla að hitta hann, áð- ur en hann verður of fullur til að geta talað. En við skulum ekki eyða tíma í svona kjaftæði, farðu að hafa fataskipti. Farðu í græna brokade kjólinn og vertu svolít- ið sæt. Þau voru enn niðri við garðs- hliðið, og þjónaliðið var allt í kringum þau. - Ég ætla ekki í veizluna, Charley, sagði Ann. — Fuss, ég hlusta ekki á svona kjaftæði. Klindu á þig stríðs- málningunni meðan ég fer í þess- ar andskotans síðbuxur, og svo ■i CUDQ tvöfaltClldOeinanqmnarqler vörumerkid sem húsbyqqjandinn treystir skúlaqata 26 simi 12056 að komast hingað í tæka tíð. Áttatíu og fimm mínútur og tuttugu og fjórar sekúndur, þar með talin að minnsta kosti fjög- urra mínútna töf við Kuri ána og þrjár mínútur í viðbót til þess að klifra upp í tré og sækja þér gjöf, og ég er búinn að raka mig og bóna til þess að reyna að vera sem fallegastur. Svo kom ég með einustu síðu buxurnar mínar, sem verða að duga fyrir kvöld- klæðnað. Heyrðu, þú ert eitthvað utan við þig. Er eitthvað að? — Komstu alla leið ofan úr fjöllunum? spurði Ann og virti fyrir sér moldlitað andlit hans, of langa fæturna, sem stóðu nið- ur úr of stuttum buxunum, sól- brennda handleggi hans, sem voru þaktir ljósri ló. — Það er alltaf gaman að sjá þig, Charley, sagði hún. Kærar þakkir, frú, kærar þakk- ir. Þetta eitt er þess virði að hætta lífi sínu fyrir það. Já, ég er kominn alla leið, yður til þén- ustu reiðubúinn. Til þess að fara með þig á ballið, til þess að dansa tangó við þig, til þess að stjana við þig og gera ekkert það, sem sjentilmaður myndi ekki gera. í sig síðustu fréttir frá Evrópu, fletti hverju blaði og tímariti, sem hann gat fundið, reyndi að ná einhverri músík frá Batavíu eða Surabaya úr útvarpinu i klúbbnum, tjáði öllum konum ást sína, þannig að það virtist bezti brandari, hirti póstinn sinn, heimsótti kunningjana, varð til- finninganæmur um klukkan tvö á næturnar, söng velska þjóð- söngva um þrjú og tvíræða majaliska slagara klukkan fjögur og sneri ánægður heim um fimm. Hann lifði eftir eigin reglum, hann var sinn eigin kokkur, bíl- stjóri og þjónn, vílaði hvorki fyr- ir sér hita eða sól, svaf án þess að hafa yfir sér moskítónet, drakk ósoðið vatn, át allt sem að kjafti kom og varð aldrei misdægurt. — Hvernig í ósköpunum viss- ir þú um veizluna um borð í Tjaldane? spurði Ann. Henni fannst kvöldgolan svalari og færri moskítóflugur í garðinum síðan Charley kom. — Nej heyrðu mig nú, Ann, hvernig hefði ég getað misst af slíkum atburði? Ég hef síma og góða vini í borginni; þar að auki var mér formlega boðið og ég förum við. Komdu og hjálpaðu mér, Madeh, vertu ekki hræddur, það er bundið. Hann reif upp hrörlegu verkfærakistuna, sem stóð aftur af Minní Mús, og tók ásamt Madeh oð bogra yfir ein- hverju þar. — Hvað ertu með? spurði Ann. Gjafir Charleys voru yfirleitt mjög óvenjulegar. — Smá gjöf til Batara Guru, sagði Charley um leið og hann lagði stórt, grænt, lifandi skrið- dýr við fætur hennar. Þetta var leguan, bundinn á kjafti og klóm með kaðli úr alang-alang stráum. — Beint úr skóginum. Fjórir metrar af bezta mat, sem þú hef- ur nokkru sinni bragðað. Ég kann að haga mér sem gestur, sagði Charley sigri hrósandi. — „Gleymið aldrei að gleðja gest- gjafa yðar með litlum, óvæntum gjöfum. Ódýr gjöf, táknræn fyr- ir gefandann, vekur meiri fögn- uð en dýrar ópersónulegar gjaf- ir“, Katharine Myrtle, blaðsíða 126. Bók Katharine Myrtle um góða mannasiði var ein af aðal- bókmenntum Charleys, og hann vitnaði í hana í tíma og ótíma. — Almáttugur guð á himnum, AA VIKAN 19. tbl. var það eina sem Ann gat sagt. Gallinn við skepnuna var sá, að hún var eins á bragðið og hún leit út fyrir að vera, og það tók fleiri daga að éta hana en ráð- legt var í loftslagi Sebang. — Farðu með þessa skepnu, sagði Charley við Madeh. Síðan þreif hann í höndina á Ann og dró hana með sér upp á svalirn- ar. — Og þetta er handa höfðingj- anum, sagði hann og tók klunna- lega lest upp úr brúnum böggli. — Charley gerði þetta sjálfur. Gamli, góði, Charley frændi. Ann gat ekki varizt hlátri. — En góði Charley, Jan er ekki árs- gamall ennþá, sagði hún. — Hann er alltof ungur fyrir þetta. Hann hefur aldrei séð lest, og það verð- ur langt þangað til hann kemur til lands, þar sem hann getur séð lest. — Hvað með það? spurði Charley. — Þeim mun meiri á- stæða að gefa honum lest. „Auðg- ið ímyndunarafl litlu barnanna“, segir Katharine Myrtle. Mér þyk- ir leitt, ef gjöfum mínum er ekki fagnað í þessari fjölskyldu. Ég er djúpt særður. Nú fer ég út í horn að gráta. — Orkídeurnar eru dásamleg- ar Charley, sagði Ann. - - Ég hef aldrei séð svona fallegar orkíde- ur. Hvar ætlarðu að hafa þær? í hárinu? Á öxlinni? Þær fara dásamlega við hörundið þitt. Ann roðnaði. Hún var ekki vön svona eðlilegum gullhömrum, en svo náði sjálfmeðaumkunin tök- um á henni á ný og hún sagði örvæntingarfull: — Þú gleymir því að ég ætla ekki í veizluna. — Þú ert búin að segja það áður, en láttu þér ekki detta í hug, að ég hlusti á svoleiðis hjal. Segðu mér hvar ég get þvegið mér bak við eyrun meðan þú ferð í kjólinn. Við megum engan tíma missa. Hjálpi þér guð, Ann, það skeður aðeins einu sinni á ævi manns, að skip standi við heila nótt á þessum stað. Framhald í næsta blaði. Njótið utanlandsferS- arinnar Framhald af bls. 46. á lika við blárauöa og blettótta faetur, því aO slærn blóörás á oft sök á Ijóturn litarhcetti. Víxlböö þjálfa húöina lika til aö þola metiri kulda á vetrum, án þess aö blána og aö fitulag safnist undir þá staöi, sem kuldinn mæöir mest á. A sumum konum veröa fæturnir áldrei brúnir, þótt þœr liggi í sólbaöi. ÞaÖ er einkennilega Ijótt á baöströnd og ættu þær konur aö nota sér af nýju gerviefnun- um, sem gera húöina brúna. Oft- ast þarf ekki aö bera á þau nema tvisvar í viku eöa svo. Hárin þarf aö fjarlægja, séu þau til lýta, en aöferöum viö þaö var svo ýtar- lega lýst i 7. tbl. Vikunnar, aö ekki veröur fariö nánar út í þaö hér.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.