Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 19
-O Eftir matinn cr nauðsynlegt að þvo litlu skinnunum í framan. Fóstrurnar taka virkan þátt á leikjum barn- anna. 'O' Kennarar Fóstruskóla Sumargjafar hafa tekið saman nokkur atriði í sambandi við hræðslu og þrjózku hjá börnum. Foreldrar hafa vafalaust áhuga á þessum ráðleggingum. HRÆÐSLA 1. Notiö aldrei liræösluna t þágu hlýöninnar. Hræöiö ekki börnin til hlýöni viö ykkur: „Lögreglan tekur þig“, „Ég sæki þá lækninn, ef þú gerir þetta“, ,fig læt hann pabba þinn flengja þig“. Slíkt vekur ótta hjá börnum gagnvart mönnum, sem þaö þarf aö bera fyllsta traust til, auk þess sem þaö raskar öryggiskennd þess almennt. 2. Segiö litlu börnunum aldrei óhugnanlegar sögur eöa ævin- týr, hversu góöar bókmenntir, sem þær kunna aö vera. Lát- iö þau enn síöur sjá óttavekj- andi kvikmyndir. Þau eru of ung til aö gera greinarmun á ímyndun og veruleika, kvik- mynd og lífinu sjálfu. 3. Reyniö aö dylja liræöslu ykkar fyrir börnunum. Hræösla er smitandi. Rósemi getur ver- iö þaö líka. Þess vegna eru rólegir og óttalausir foreldrar og fóstrur bezta fordæmiö. 4. Foröizt allt rifrildi í ná- vist barna (og reyndar \hvort sem erj Lítil böfn' eru viö- kvæm og geta oröiö ofboös- lega hrædd, þegar foreldrar eða annaö heimilisfólk rífst. Slíkar geöshrærin gar geta haft mjög djúpstœö áhrif á börnin. 5. Foröiö börnunum, ef unnt er, frá því aö sjá drukkna menn, ekki sízt, ef þeir eru þeim nákomnir (t.d. feöur, foreldrar, frændur). 6. Leggið ekki í vana ykkar aö skrökva aö börnunum eöa svíkja þau, t.d. aö segja aö þiö œtliö aö fara eitthvaö skemmtilegt, þeg- ar fara á til læknis. Segiö ekki, aö lœknisaögerö, sem veldur sárs- auka, veröi ekki sár. Segiö heldur: ÞaÖ veröur fyrst dálítið sárt, en þaö veröur fljótt búiö. (Ef þaö er sannleikanum samkvæmt.) EÖa, aö þá getur þér bráöum batnaö. 7. Stríöiö aldrei barni, meö því aö hrœöa þaö, og látiö aldrei viö- gangast aö aörir geri þaö, t. d. meö því aö gera sig Ijótan í fram- an, setja á sig grímur, láta sem maöur ætli aö meiöa þaö o. s. frv. 8. ReyniÖ aldrei aö venja barn á varkárni meö því aö hræöa þaö, t. d. á bílum til þess aö gæta sín í bílaumferö. Sterkar geöshræring- ar eins og hræösla gera manni oft ókleift aö taka skynsamlegar ákvaröanir. Reyniö heldur aö kenna barninu aö meta hættuna og beita dómgreind sinni og ró- legri vfirvegun. Varöandi bílaum- ferö er nærtækast aö kenna barn- inu einföldustu umferöarreglur og skýra barninu frá hættunni, sem stafar af því aö brjóta þær. 9. SýniÖ barninu samúö og skilning, þegar þaö er hrætt, en geriö ekki mikiö veöur af því. SýniÖ þeim rólaga fram á, hvers vegna sé ástœöulaust aö vera hrœddur, og geriö þaö meö þeim oröum og rökum, sem þau skilja. 10. Hegnið barni aldrei fyrir hrœöslu, geriö aldrei gys aö þeim. Þröngviö þeim heldur aldrei til þess aö gera það, sem þau eru hrædd viö, eöa snerta þaö, sem vekur ótta þeirra. Laöiö þau held- ur smám saman og gefiö þeim góöan tíma til aö átta sig. 11. Ef barniö veröur ofsahrætt vegna einliverra atburöa, leyfiö því ekkti aöeins aö rifja upp at- buröinn, heldur hvetjiö þaö til þess strax. Frásögnin kemur í veg fyrir aö barniö ali meö sér óttann og auki hann og margfaldi í huga sinum, eöa bæli hann niöur í dulvitundina. 12. Reyniö yfirleitt aö búa barn- iö undir álla þá reynslu, sem bú- ast má viö aö vekji ótta þess og öryggisleysi, aö svo miklu leyti, sem þaö er á váldi ykkar. RHYTMIK MeÖ „rhytmik“ stuölar fóstran aö hreyfiþroska barnanna, reynir aö örva sjálfstjáningu þeirra og tilfinningu fyrir tákti, rhytma og -O í skólanum læra tilvonandi fóstrur ýmsa handavinnu og föndur. Hér eru þær að búa til stór páskaegg og skreyta þau. O Það er oft vandi að ná óskiptri athygli barnanna. Hér heima voru þessi mál þá á algeru frumstigi, og á vegum Sumargjafar voru þá rekin tvö barnaheimili ■— Suðurborg og Tjarnarborg. Nú eru þau samtals 14, og heita Austurborg, Baróns- borg, Brákarborg, Drafnarborg, Grænaborg, Hagaborg, Hliða- borg, Hamraborg, Laufásborg, Tjarnarborg, Vesturborg, Holta- borg, Steinahlíð og Vöggustof- an að Hliðarenda. Það gefur að skilja að margar fóstrur þarf til að sjá um allan þann fjölda barna, sem er á þessum heimilum — og á öllum þ'eim öðrum barnaheimilum og leikskólum, sem eru víðsvegar um landið. Fóstrur gegna stóru hlutverki i uppeldismálum landsins, því þeirra starf er ekki aðeins að gæta barnanna, heldur jafnframt — og kannske aðallega — að taka virkan þátt í uppeldi þeirra. Þetta er ábyrgðarmikið starf og krefst sérstakrar þjálf- unar á mörgum sviðum, eins og t. d. uppeldis- og sálarfræði barna, líkams- og heilsufræði, meðferð ungbarna, og næringar- efnafræði, enda eru þessi fög öll kennd í skólanum, ásamt öðrum ,,hjálparfögum“, svo sem átthagafræði, félagsfræði, liljóm- list, rytmik, raddbeitingu, fram- sögn, föndri, teikningu, smíðum, leikfangagerð, barnabókmennt- um, íslenzku, dönsku og bók- færzlu. Fóstrurnar þurfa að sinna og leiðbeina ótal börnum í starfinu, sem öll hafa ólika skapgerð, koma frá mismunandi heimilum, eru misþroskuð og á mismun- andi aldri. Til þess þurfa þær að hafa mjög víðtæka þekkingu i meðferð þeirra og vita þarfir þeirra, bæði líkamlegar og sál- arlegar. Leikskólar eru nefnilega ekki til þess eins að koma þar fyrir börnum til gæzlu liluta úr degi, til að forða þeim frá umferðinni eins og margir virðast álíta. Hlutverk leikskólans er að styðja og styrkja borgarheimilin í uppeldisstarfi sinu, gefa börnun- uin kost á góðum leikskilyrðum, þraskandi leikjum og viðfangs- efnum, sjá þeim fyrir leikfélög- um og kenna þeim að umgangast þá sanngjarnlega og efla þannig félagsþroska þeirra og víkka sjóndeildarhring með ýmsum hætti. Börnin eru á leikskólunum ýmist frá 9—12 f. h. eða 1—6 e. h. Telja uppeldisfræðingar (a. m. k. hins vestræna heims) börnum hollast og eðlilegast að njóta handleiðslu góðrar móður og dvalar á heilsteyptu heimili meiri liluta dagsins, þar sem þess er kostur, en leikskólinn sé hinsvegar þarfur og næstum nauðsynlegur þroska borgar- barnanna hluta úr deginum. Börnin verða ótrúlega þreytt á lióplifinu, ef þau eru allan dag- inn. Hinsvegar er það stundum nauðsynlegt að koma barni fyrir á stofnun allan daginn. Dagheimili Sumargjafar eru einkum ætluð fyrir þau börn, sem þurfa á gæzlu að halda allan daginn, aðallega vegna þess að mæðurnar vinna úti, eða að foreldrar geta ekki sinnt uppeldi barnsins sem skyldi af einhverj- um ástæðum. Þá koma börnin til lieimilisins klukkan níu að morgni og eru samfleytt til sex að kvöldi. Þar fá þau mat og alla aðhlynningu, og sams konar leikskilyrði og á leikskólunum. VIKAN 19. tbl. JQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.