Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 18
Vancfllnri að ffóstra ffóstrur Q Námsmeyjar Fóstruskóla Sumargjafar fyrir utan skólann að Fríkirkjuveg 11. I>að þarf sérstaka lagni til að gefa börn- unum að borða. O Sum hús hafa sál. Önnur lifa sínu lífi sem sálar- lausir kumbaldar án þess að nokkur taki eftir að þau séu til. Þau hafa dapra sál og maður finnur það ósjálfrátt um leið og maður stígur inn í þau. Þá verður maður sjálfur dapur og illa haldinn. Ég veit um eitt Iiús, sem lifði æsku sína í birtu og yl, þar sem ung og fjörug börn hlupu um og léku sér. Þá var allt það gert fyrir húsið og íbúa þess, sem verða mátti til aukinnar fegurðar og yndisauka. Svo flutti fólkið úr húsinu og þá komu daprir dagar og húsið bar þess vitni. Þá gengu sakamenn þungum skrefum um ganga og drungi hvíldi yfir öllu, bæði úti og inni. Svo birti skyndilega til aftur í lífi hússins, þegar aldur- inn fór að færast yfir það, og í dag hljómar það af glaðværum hlátri unglinga. Sólin keppist við að skína inn um alla gluggana, veggir bergmála fjöri, gólfin glymja undan háum hælum og andrúmsloftið er þrungið ilmi æskunnar. Fyrir utan húsið hamast blóm og tré og annar gróður við að stækka og fegra umhverfið og á sumrum sameinast allir um að gera staðinn vinalegan og fagr- an — gróðurinn, húsið og menn- irnir. Ég á auðvitað við Fríkirkju- veg 11, — það hljóta allir að skilja. Þar bjó Thor Jensen fyrst með sinni fjölskyldu, síðan var raunsóknarlögreglan þar til húsa i fjölmörg ár, en nú er það æskulýðsheimili og Fóstruskóli Sumargjafar. Nú er húsið hamingjusamt í ellinni og sál þess hefur fengið frið. Ég heimsótti fóstruskóla Sum- argjafar og skólastjórann, frú Valborgu Sigurðardóttur, fyrir nokkru síðan, ásamt ljósmynd- ara VIKUNNAR Kristjáni Magn- ússyni, og þaðan fórum við stórum fróðari um starfsemi Sumargjafar, Fóstruskólann, barnasálfræði, uppeldismál o. fl. — og úr þeirri ferð eru einnig myndirnar, sem fylgja þessari grein. í stuttu máli er saga Fóstru- skólans sú, að Barnavinafélagið Sumargjöf réðst í það að stofna hann árið 1946 í þvi skyni að tryggja hæft starfslið á barna- heimilum sínum. Frá Valborg hafði verið fjögur ár í Bandaríkjunum við nám i uppeldis- og sálarfræði barna. eftir eins árs nám í forspjalls- vísindum á Háskólanum hér heima. Fyrst var hún eitt ár á Háskólanum í Minnesota, en næstu þrjú árin á Smith College i Northampton i Massacliusetts, en þaðan tók hún „Bachelor of Arts“-próf í fyrrnefndum grein- um og „Master of Arts.“ Meðan hún var á skólanum fékk hún bréf héðan að lreiman, þar sem hún var beðin aðstoðar við stofnun Fóstruskólans og jafnframt boðin skólastjórastað- an. Valborg var lengi á báðum áttum um hvort hún gæti tekið þetta að sér, en fyrir áeggjan prófessorsins í barnasálfræði þar, ákvað hún loks að taka þetta að sér. Til þess að undir- búa sig enn betur undir starfið fór hún svo til New York þ$r sem hún vann um skeið á b-arna. heimili, -O- Þau minnstu á vöggustofunni þurfa mikla umönnun og aðhlynningu, enda eru þar .lafnan fleirl sta.rfsstúlkur, < 1 Q VIKAN 19. tþl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.