Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 39
Eldavélar: Fjölmargar gsrÖir. Helluborð: Tvær gerSir: Inngreypt eða niðurfelld. K'.ukku- rofi, borð úr Krómnikkel- stóli, sjólvirk hraðsuðu- hella m. 12 hitastilling- um. Bakarofn: Klukkurofi, tvöföld hurð, innri f.urð með gleri, Ijós í ofni, infra-grill með mótordrifnum grillteini. Lofthreinsari: Afkastamikii: blósari, loftsía, lykteyðir. SÖLUUMBOÐ UM ALLT LAND BRÆÐURNIR ORMSSON H.F. VESTURGÖTU 3. - SÍMl 11467. er búið að reka öll norræn fræði í strand, því jafnvel í allri þess- ari formyrkrun er farið að grilla í það, að ekki er til neins að rekja uppruna íslenzkra forn- mennta né íslenzkrar tungu til villimanna í Noregi, sem Heimskringla og aðrar konunga- sögur sýna okkur í skýru ljósi. Kristnisaga íslands er af þess- um sökum sérstæð saga, sem raun gefur vitni. Það vantar ekki að rithöfundar katólikka reyndu að gera þetta sögulegt. Samt er þetta smágerð saga. Að venju katólikkanna er reynt að koma mystikkinni að. Þorgeir átti að liggja undir húð til þess að fá æðri vitrun um eðli þessa máls. Lögsögumaðurinn sem var á undan honum, lét samt bera sig út i sólina á banadægri og vildi þeim guði fela sig er hann hafði skapað. Hér fór auðvitað allt fram sögulaust. Þjóðin er orðin kristin að miklum hluta, það er að segja, innflytjendurnir. Þjóð- veldislögin eru kristin í nálega öllu fari utan goðadýrkuninni, sem var pólitiskt, valdslegt mál, og í því efni þurfti engu að breyta við kristnitökuna, og þvi gekk hún hljóðalaust fyrir sér. Berum þetta saman við Noreg. Eftir dauða Ólafs Tryggvasonar er allt jafn heiðið, unz Ólafur helgi kom til og þó ekki fyrr en mystikin við dauða hans náði valdi yfir hugum mannana. En á íslandi gengur allt fyrir sér i ró og spekt. íslendinga þurfti Ólafur lielgi ekki að endur- kristna. Hér koma evrópskir biskupar og allt fellur í ljúfa löð. Og eftir 56 ár lízt höfðingj- um bezt að nota þetta kristni- ,mál i pólitík sinni, og þá verða nú höfðingjarnir í landinu brátt einir um allt og segja ekki nema frá sjálfum sér, og er svo um alla sögu á íslandi. En það var í landinu dýrleg mennt, sagn- menntin, eign þjóðarinnar, og það var liún sem bjargaði menn- ingarsögunni með dýrlegum hókmenntadæmum. Þetta er allt sæmilega fram tekið í bók minni. Og það er af henni að segja, að þetta sjónarmið virðist þjóðin skilja og viðurkenna, en lærðu mennirnir, þeir þegja, og blöð- in þora ekki að opna umræður af ótta við stanzlaust „isrek“ á siglingaleiðinni! Útlendir menn nokkrir hafa komizt i mál- ið og talað um „stórfróðlegt“ mál. Svo mun fram lialda, en lengi er sú liöll að hrynja, þegar margir þykjast styðja við liana. Mín söguskoðun á ekkert skylt við „sögu“ Barða Guðmundsson- ar, sem hélt að víkingarnir hefðu verið Herúlar. Mér er sama hvað þeir voru, en það cr satt, að gott væri að geta vitað livaða fólk ])að er, sem getur eyðilagt hvert landið eftir annað, og virtist á góðum vegi með að eyðileggja ísland í annað sinn. Um kirkjubólin er ritað í bók Ólafs prófessors Lárussonar „Byggð og saga“, Reykjavik 1944, ísafoldarprentsmiðja, bls. 291. Ef þér getið ekki nálgazt þá bók í Kaupmannahöfn skal ég i ein- hverju umbæta. Krossaörnefnin koma hér fyrir i landnámssögu og síðan i íslendingasögum, fá- einum, og er orðmyndin frek- ast Krossavík og Krossanes og því auðvitað við sjóinn, og svo sýnir landafræðin það nú, sem jafnan áður, að þessi örnefni eru hringinn i kringum landið, og vitað mál að örnefni hér á landi eru orðin full og föst, og náttúrlega mörg aldagömul, um það leyti sem hér kemur kristni, og eins og ég benti á, að Hof lieita bæir sem áður, þótt kristni komi á þessa bæi. Krossörnefnin fyrirfinnast ekki í Noregi í því máli, sem fslend- ingar rita þaðan, nema þar heit- ir siðan Krossdalur, sem ólafur hclgi lét brjóta urðina og kross- ar voru reistir til minja. Þessi örnefni sjást vel á íslandskort- inu, sem lierforingjaráðið danska gerði um árabil af íslandi og lauk eftir striðið. Fyrir utan Landnám er írland hið mikla nefnt í þætti af Illuga Talgdar- bana, skrökþætti miklum, ís- lendingasagnaútgáfa Guðna Jóns- sonar III. bls. 443, 449 og 463, Norðri, en marklitið er það, og virðist sagan fara fram hjá Hlymreki i írlandi. Katólikkar vildu lítið kannast við Ameríku, sem á daginn kom, að þá þótti þeim Biblíunni skjátlast, sem Guðs alvitra orði, er til var heil heimsálfa og ekki minnzt á liana i þeirri bók. Hefur það kannske átt meiri þátt í siða- bótinni en vitað sé. Um ritgerðir íslendinga um kristnitökuna er ég lítið fróður, og man nú ekki hvort ég hef les- ið ritgerð Jóns Helgasonar, en lionurn er trúandi til að gera vel, fyrir utan það, að það sem gjört hefur verið í íslenzkum fræðum, er margt á hinum megna mis- skilningi byggt, að þetta sé sprottið upp á íslandi úr lieiðn- um, siðlausum vikingahausum. Og i kristnisögu íslands er ekki hægt að komast fram hjá þeirri staðreynd 874, að hér voru „bækur irskar, bjöllur og bagl- ar“, og alls ekki mannlaust og mennirnir ekki kvikfjárlausir. Og mér kemur ekki á óvart þótt heimildir fyndust i páfasögunni, minnsta kosti eftir Constanín veldi, sem snertir kristindóm á VIKAN 19. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.