Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 4
 v Augnabliki síðar: Rorimer er spennt- ur. Skyldi nokkur bjóða betur. Hann var kominn eins hátt og hann framast mátti. „Aristoteles athugar brjóstmynd af Hómer“. Málverkið eftir Rembrant, sem slegið var á nærri 99 milljónir íslenzkra króna. Það er heimsmet. 99 miljónir i ffyrsta, annað og þpiðja sinn Þótt ef til vill sé hægt að kaupa Kjarval eða Ásgrím á 30 — 40 þúsund á uppboðum hjá Sigurði Benediktssyni, þá þýðir ekki neitt að nefna svoleiðis smáupp- hæðir á uppboðum erlendis þar sem málverk eftir slíka meistara sem Rembrant, Van Gogh, Céz- anne eða Picasso eru falboðin og svellríkir safnarar eða forstjórar heimskunnra safna sitja um verkin. Þó er Rembrant alltaf í sérflokki, hvar sem verk eftir hann lendir á uppboði. Hann á heimsmetið og það var raunar sett árið 1961, þegar Rorimer, forstjóra fyrir Metropolitan safn- inu í New York, var slegin mynd eftir Rembrant á uppboði í Lon- don á 2.300.000 dollara. Það var ein af frægari myndum Rem- brants, „Aristoteles að skoða brjóstmynd af Hómer“. Dýrar hefur engin mynd selzt, hvorki fyrr né síðar, enda samsvarar þetta 98,9 milljónum íslenzkra króna. En það kemur ekki fyrir á hverjum degi, að Rembrant sé boðin til kaups, enda eru flestöll hans verk í eigu safna. Þó gerðist það á út- B&tefL____ ctefeii ■«■< „Titus“ lítil mynd eftir Rembrant, sem nýlega var slegin á rúmlega 96 milljónir króna. mánuðunum að Christies, upp- boðshaldari í London, fékk á upp- boð eitt af verkum hollenzka meistarans: „Titus“, Það er lítil mynd, ca. 40 x 50 cm. og er af syni Rembrants. Að vanda hans hefur hann andlit drengsins líkt og í kastljósi, en myndin er að öðru leyti í dökkbrúnum litum, sem hann notaði mikið. Það voru margir hrafnar krunkandi í kringum Titus dagana fyrir upp- boðið og til dæmis voru menn komnir úr fjarlægum heimsálf- um til þess að freista þess að verða hæstbjóðendur. Meðal þeirra voru þekktir olíumilljón- erar svo og forstöðumenn safna. Eftir því sem sagan segir, hefur myndin líkt og höfundurinn átt misjafna daga og ekki alltaf ver- ið í jafn háu gengi. Eftir daga meistarans, lenti hún af einhverj- um ástæðum á hollenzkum bóndabæ og hékk þar yfir rúmi bóndans. Af einhverri tilviljun gisti enskur málverkasali á þess- um bæ rétt eftir aldamótin 1800. Hann borgaði 1 shilling fyrir morgunmat og gistingu og fékk myndina með. Síðan hefur hún verið í einkaeign í Englandi. Samtals mættu 600 listaverka- salar og safnarar á uppboðinu, en uppboðshaldarinn taldi, að 50 hefðu verulegan áhuga. Fyrsta boð var uppá 12,6 millj. ísl. kr., en boðin hækkuðu fljótt og að lokum varð uppboðið einvígi milli brezks fyrirtækis, Marlbor- ogh Fine Arts Ltd. og stóriðju- hölds og safnara frá Californiu, Norton Simon. Endaði þófið með því, að Bandaríkjamanninum var slegin myndin á 96.620.000 ísl. kr. <> „Ég býð tvær milljónir og þrjú hundr- uð þúsund dollara", Rorimer forstjóri býður I „Aristoteles" eftir Rembrant. Norton Simon, stóriðjuhöldur frá Californíu getur látið Titus hanga yf- ir rúminu sínu. „I fyrsta, annað og þriðja sinn“. Mynd- in hefur verið slegin Romier og hon- um léttir sýnilega. Síðan síðast V_______/

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.