Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 30
Eignist nýja vini! Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfaskriftum viS yður. Upplýsingar á- samt 500 myndum verða send til yðar án endurgjalds. CORRESPONDENCE CLUB HERMES Beriin 11, Box 17, Germany þokkalegir og agaðir, og siðferði þeirra, þótt .þeir viðurkenndu það kannski ekki sjálfir, var m|ög við- unanlegt. En sú hugsun, að nýir einkennisbúningar lægiu og söfn- uðu ryki hinum megin við múrinn lút hann aldrei í friði. Dag nokk- urn ákvað hann að gera eitthvað róttækt í málinu. Eins og venjulega kom hann ekki út, fyrr en allir höfðu stillt sér upp. Þá kom hann og steig upp á pallinn, sem Petersen hafði kom- ið fyrir í miðjum ferhyrningnum, og horfði yfir hópinn sinn. Menn- irnir stóðu grafkyrrir og þöglir. — Herrar mínir, sagði Ryan. — Nú fáið þið að taka þátt í strip- tísi. Fangarnir horfðu undrandi hver á annan. Fincham leit með opnum munni á Ryan og muldraði svo: — Hvað í helvíti stendur nú til? — Eg vil minna ykkur á, að þið eruð í réttstöðu, sagði Ryan. — Þeg- ar ég skipa, farið þið úr fötunum. Öllum. Mennirnir voru óvissir um stund. Svo tók Ryan í rennilásinn á flug- mannasamfestingi sínum og hróp- aði: — Allir úr fötunum! Fangarnir stóðu eins og stein- gerðir. Ryan hikaði, þegar hann hafði dregið rennilásinn niður til hálfs. — Eg hef skipað, kallaði hann. Hann dró rennilásinn alla leið niður og fangarnir tóku að draga af sér stuttbuxurnar. — Afhendið mönnunum í fremstu röð öll fötin, sagði Ryan. — Flýtið ykkur. Bostick kapteinn, takið með yður þrjá menn og náið í eld fram í eldhúsið. Fljótir! Varðmennirnir þustu að, hróp- andi hver á annan og á yfirmenn sína. Einn þeirra hljóp að bygging- unni, þar sem stjórn fangabúðanna hafði aðsetur sitt. Fangarnir söfnuðu saman fötun- um sínum og brátt stóðu þeir í fremstu röð með fangið fullt af föt- um. — Látið fötin öll í haug í miðjan ferhyrninginn, sagði Ryan. — Fljót- ir nú. Mennirnir gerðu sem þeim var sagt. Bostick og menn hans komu þjótandi með logandi branda í höndunum. — Kastið þeim í fatahauginn og takið ykkur síðan stöðu á ný. Oriani kom gegnum hliðin um leið og Bostick og menn hans kveiktu í fatabyngjunni. — Hvað á þetta að þýða, æpti hann og froðan vall um munnvik hans. — Þetta er siðlaust — eruð þið brjálaðir? Fötin voru nú alelda, og reyk- urinn var þykkur og svartur og það var vond lykt af honum. — Slökkvið eldinn, skipaði Ori- ani. — Undir eins. Verðirnir komu þjótandi og tóku að sparka í bálköstinn. En þeim heppnaðist aðeins að dreifa log- unum og sóta einkennisbúninga sína. Battaglia kom nú þjótandi gegn um hliðin, og að þessu sinni bar hann engin skjöl í hendi sér. — Standið rétt! æpti Ryan. Mennirnir stilltu sér upp. Nærri þúsund menn stóðu þarna, naktir og þöglir, rassar og læri voru eins og hvít strik um sólbrúnan hópinn. Battaglia sneri sér undan. Hann var fölur eins og nekt fanganna og leit út fyrir að hafa of þröngt um hálsinn. Ryan gekk til hans og lagði hönd á öxl hans. Battaglia sneri sér við, sá allsberan mann- inn og snarsneri sér undan aftur. — Jæja, Battaglia ofursti, sagði Ryan. — Hvernig er þetta með ein- kennisbúningana í birgðageymsl- unni? Ryan var færður í einangrunar- klefa, en hann gekk þangað léttur í skapi í nýjum einkennisbúningi. Fjórða daginn í einangruninni fékk Ryan heimsókn. Það var Ori- ani. Ryan lá á bálknum sínum með hendur undir höfði. — Hví bankið þér ekki, majór? spurði Ryan, án þess að breyta um stellinau. — Ég bið yður að afsaka, kæri ofursti. — Minnist ekki á það, majór. — Yður þætti kannski gaman að heyra, hvað gerzt hefur í búðunum í dag? sagði Oriani. Ryan vissi, að Oriani myndi segja honum tíðindin hvort sem var, svo hann sýndi aðeins kæruleysi. — Fyrir utan settore I hangir brúða úr hálmi, sagði Oriani blíð- iega. — Ansi sniðug fígúra. Hún er með spjald á brjóstinu. Ryan hélt áfram að horfa þegj- andi á hann. — Það er svolítið skemmtilegt, sem stendur á spjaldinu. „von Ry- an". Finnst yður það ekki spaugi- legt, kæri ofursti? — Ég get ekki dæmt um það héðan, majór. Ég verð að sjá það. Ryan var sleppt úr einangruninni eftir viku dvöl. Hann hafði vænzt harðari refsingar. — von Ryan er kominn aftur, æpti einn mannanna. Hinir púuðu. Þeim til vonbrigða lét Ryan þetta ekki á sig fá, heldur fór og tók sér stöðu. — Velkominn aftur, ofursti, sagði Oriani hátt. — Ég vona, að þér hafið notið leyfisins. ■— Já, þökk fyrir, svaraði Ryan. — Hafið þér tekið eftir því, hvað hinir tryggu undirmenn yðar hafa gert yður til heiðurs? spurði Ori- ani og kinkaði kolli að pallinum framan við settore I, þar sem hrika- leg fígúra hékk niður úr loftinu. Hún var gerð úr hálmdýnu, sem hafði verið reyrð á hverju horni til að mynda einskonar útlimi. Höf- uðið var búið til með því að draga rennilykkju um annan enda dýn- unnar. A axlirnar voru fest eyru úr dósarpjátri og á brjóstinu hékk stór járnkross. A pappaspjaldinu, sem fest var á brjóst fígúrunnar, hafði einhver letrað með umhyggju: „von Ryan". — Betra að hanga sem brúða en sem lík, er það ekki, majór? spurði Ryan. Þegar frá leið, kom Fincham fliss- andi til hans. — Kærar þakkir fyrir að koma hingað, yfirlautínant, sagði Ryan rólega. — Það sparar mér ómakið að leita yður uppi. Viljið þér koma með mér inn í herbergið mitt? Inni í herberginu gaf Ryan Finch- am fyrirmæli um að setjast á flet- ið og tók sér stöðu fyrir framan hann. Augnaráð Finchams hvikaði hvergi. — Fincham, þér eruð ótryggasti og duglaustasti liðforingi, sem ég hef haft. Því miður hef ég ekki að- stöðu til að stilla yður fyrir herrétt. En þér megið álíta yður handtek- inn. Fincham stökk upp, rjóður í and- liti. — Þér getið þakkað yðar vesælu hamingju, að ég skuli ekki vera ennþá verri, jankíinn yðar, æpti hann. — Þá myndi ég mölva á yð- ur djöfuls hálsinn. — Þetta er mest freistandi tilboð, sem ég hef lengi fengið, herra yfir- lautínant. — Kannski þér þorið ekki að láta mig reyna? Ryan gekk fram á pallinn og litaðist um. Enginn sást í nánd. Hann fór aftur inn og sagði: — Djöfuls hálsinn á mér stend- ur yður til boða, herra yfirlautín- ant. I stað þess að svara, flissaði Fincham og beygði sig fram á við. Hann rétti handleggina lítið eitt út frá hliðunum og kreppti fingurna. Ryan, sem hafði þó nokkra reynslu ( slagsmálum, sá að Fincham hafði UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Ynd- isfrið okkar. Hún hcfur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir göðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgcrð- in Nói. s Nafn Helmlli Orkin er á bls. Síðast er dregiS var hlaut verSlaunin Gísli Geirsson, Þúfubarði 6, Hafnarfirði. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 19. tbl. gQ VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.