Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 49
30T0NN Innritum afllt árið i SIGLINGAFRÆÐI er ein hinna fjölmörgu kennslugreina BRÉFASKÖLA SIS. Námsefniö er míðað við kröfur til 30 tonna prófs. 3 bréf — kennari: Jónas Sigurðsson, námsgjald kr. 350.00. Sjómenn — lærið hjá okkur. Fyllið út seðilinn hér að neðan og sendið hann til BRÉFASKÓLA SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Bréfaskóli SÍS Eg undirritaður óska að gerast nemandi í: Siglingafræði □ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr.___________ Heimilisfang lásnum á úlpunni sinni, en þetta stendur mörgum skólabörnum fyrir þrifum. Ef þau eru sjálf- bjarga, þá hafa þau meira sjálfs- traust. Hins vegar megum við ekki gera of miklar kröfur til litilla barna. Kröfur fullorðinna verða að vera i samræmi við þroska og hæfileika barnsins. Ef við gerum til þeirra ósanngjarnar kröfur þá gröfum við undan sjálfstrausti þeirra og öryggis- kennd. Mér er tamt að líta svo á að fyrstu árin sé e. t. v. það höfuðverkefni uppalandans að byggja smám saman upp örygg- iskennd barnsins. Heilbrigð ör- yggiskennd og eðlilegt sjálfs- traust eru hornsteinar að heil- brigðum persónuleika mannsins. Þessir hornsteinar eru að miklu leyti lagðir í bernsku. Við verðum að muna að barn- ið er fyrst og fremst tilfinninga- vera fyrstu árin. Líkamlegt og andlegt öryggi þess er nær al- gjörlega á valdi fullorðna fólks- ins. Móðurleg umhyggja er því jafn nauðsynleg öryggi barnsins og matur, loft og sólarljós er nauðsynlegt líkamanum. Smám saman hjálpar móðurin eða fóstran barninu til að hjálpa sér sjálft t. d. við að borða, klæða sig o. s. frv., eftir því sem barn- ið er fært um að gera — og við hvern sigur eykst sjálfstraust þess og öryggiskennd.“ „í námsskránni er líka minnzt á raddbeitingu. Er það gert til þess að þjálfa fóstrurnar í að hafa nógu hátt, svo þær geti yfirgnæft hávaðannn í börnun- um?“ „Nei, alveg þvert á móti. Það er staðreynd að fóstra eða móð- ir, sem lirópar eða'jafnvel æpir á börnin, liefur ekki eins mikið vald á börnum og sú, sem talai; rólega og hljóðlega við þau — en af festu. Hávaðinn gerir börn- iu lirædd og óróleg og skerðir vald fóstrunnar yfir barninu. Barnið finnur ósjálfrátt að fóstr- an hefur hvorki vald yfir sjálfri sér né barninu, og það leiðir til þess að barnið tekur minna mark á því sem hún segir, jafn- vel þótt hún æpi á það. Ég kom einu sinni á barnaheimili, þar sem allt var að hrynja úr hávaða frá fóstrunni, sem enga tilsögn hafði þá fengið í barnagæzlu. Hún ætlaði að hafa þann háttinn á að hún sat kyrr á stól úti í horni á stofunni, og reyndi svo að stjórna börnunum með þvi að hrópa til þeirra. Þar var allt í einum hrærigraut og enginn gengdi neinu, því enginn skildi neitt í hrópunum, né tók eftir þeim. Siðan var stúlkunni bent á, hversu skakkt hún færi að og hvernig farsælla væri að beita rödd sinni. Nú er mér sagt, að hún hafi gjörbreytzt og talar nú hægt og rólega við börnin, með undraverðum árangri. Af þessu mættu margar mæður læra nokk- uð.“ „Hvernig eru annars inntöku- skilyrði á skólann, frú VaIborg?“ „Skilyrðin eru fyrst og fremst þrjú. í fyrsta lagi þarf nemand- inn að vera 18 ára að aldri, minnst. í öðru lagi er þess kraf- izt að hún hafi lokið gagn- fræðaprófi eða landsprófi, — og í þriðja lagi að liún hafi unnið eitthvað á barnaheimili áður. Námstíminn er tvö ár — tveir vetur og eitt sumar. Yfir sumar- tímann er neminn við störf á barnaheimilum Sumargjafar í Reykjavik, og hefur þá laun. Skólagjaldið nemur eingöngu kostnaði vegna ýmis konar efn- iskaupa, t. d. varðandi föndur, leikfangagerð o. s. frv. Heimavist er engin, og nemar verða því að sjá sér fyrir fæði og húsnæði.“ G.K. Almælisterta 2 egg, 2 dl. sykur, 50 gr. brætt smjör eöa smjörlíki, 1 dl. mjólk eöa vatn, 3 dl. hveiti, 1 tsk. lyfti- duft, rifinn börkur af hálfri sítr- ónu eöa appelsínu. Fyllingin: Vanillukrem, jaröar- berjakrem eöa liraöfryst jaröar- ber eöa sulta. Skreyting: 2 dl. fjykkur rjómi, 1 matsk. vanillu- sykur, mistitur skrautsykur. Eggin og sykurinn þeytt vel saman þar til þaö er létt og livítt. Mjólkin eöa vatniö sjóöhitaö og smjöriö brcett þar í, en því er svo hellt yfir eggjablönduna og Hirært stööugt í á meöan. Blandiö lyftiduftinu og rifna berkinum i hveitiö, lielliö mjólkurblöndunrtíi í og hræriö þar til deigiö er jafnt. Hellt í vel smurt kringlótt mót, sem raspi hefur veriö stráö í. Bak- að í ca. 30 mín. viö 200 gr. hita. Kakan látin kólna og skorin í sundur, þannig aö úr veröi 3 botn- ar, en til þess þarf aö hafa vel beittan hníf. Setjið vanillukrem á einn botn- inn, en auöveldast er aö gera þaö úr búöingsdufti og blanda í þaö töluveröu af þeyttum rjóma, — en sé vanillukremiö heimagert, er þaö þannig: % bolli sykur, 5 matsk. hveiti, ’/i tsk. salt, 2 bollar mjólk, 2 egg eöa 4 eggjarauöur, rúm tsk. vanilludropar. Þurru efn- in hrærö út meö mjólkinni og soöin í vatnsbaöi í 10 mín. og hrœrt vel í á meöan. Hellt heitu vatni saman viö eggin, sem liafa veriö þeytt lauslega og soöiö áfram í pottinum ofan í vatni í aörar 2 min. og hrært vel í. Kælt og van- illunni bætt í. MeÖan þaö er heitt má setja 2 matskeiöar af góöu smjöri saman viö eöa bæta % bolla af þeyttum rjóma í kremiö kalt. Á sama hátt má gera jaröar- berjakrem, en sleppa þá vanillu- t VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.