Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 9
— Ég veit ekki hvernig hann komst inn. Hann var með lykla- hring hangandi á einum fingrin- um, þú veizt, svona lyklafesti úr litlum silfurkúlum. Ég býzt við að hann hafi opnað hurðina með einum þessara lykla. Hann var með minnisbók í höndunum, og fór að skrifa í hana. Ég spurði hvað hann vildi, en það var eins og að tala við vegginn. Svo spurði ég hver hann væri, en hann hélt bara áfram að skrifa, og gekk svo fram í andyrið og inn í svefn- herbergið. — Halló, þér þarna, hvert haldið þér eiginlega að þér séuð að fara? spurði ég. Og svo — svo teygði ég mig til að ná í handlegginn á honum, — og, — og höndin á mér fór beint í gegn- um hann. Henry horfði undrandi á hana, og setti glasið frá sér á borðið. Það litur út fyrir að þér sé alvara. Þú hlýtur að hafa hita. Þú hefur kannske fengið .. . — Það er alls ekkert að mér, sagði Deborah óþolinmóð. Og það var afturganga sem var hérna í eftirmiðdag, nákvæmlega tutt- ugu mínútum yfir þrjú. Ég sá hana alveg greinilega. — Það lítur út fyrir að þú sért utan við þig, og ég er ekkert hissa á því, sagði Henry. — En nú skulum við reyna að athuga þetta frá skynsamlegu sjónar- miði. Fyrst og fremst verðum við að ganga út frá því að þetta hafi verið maður. Hann getur hafa verið allt mögulegt, til dæmis brunaeftirlitsmaður, sem hefir haft allsherjarlykil, og hann svo passað á okkar skrá. Þú veizt að þessháttar menn eru vanir að hafa svona lykil. Hann heyrði ekki í þér, vegna þess að hann var með allan hugann við það sem hann var að gera. Eða þá að hann hefir verið sendur til að sækja óborguð húsgögn fyrir ein- hvem. Hann hefur haldið að þú værir eigandinn, og hefir orðið hræddur um að þú réðist á hana og klóraðir úr honum augun, eða mölvaðir blómavasa á hausnum á honum. Það getur verið skýringin á því að hann þóttist ekki heyra hvað þú sagðir. — En það gefur enga skýringu á því að höndin á mér fór í gegn- um hann. Ég rétti handlegginn út fyrir framan hann, og hann gekk beint í gegnum hann. Hönd- in fór inn um brjóstið og út um bakið, rétt eins og að hann hefði verið sápukúla. — Ástin mín, þú ert bæði hrædd og utan við þig. Þú hefir bara ímyndað þér þetta, sagði Henry róandi. — Þetta hafa bara verið ofsjónir. Fullkomlega heil- brigt og normalt fólk sér stund- um sýnir. Hefi ég aldrei sagt þér frá því, þegar mér fannst ég draga á eftir mér heilan skáp. Það var þegar ég ók til Florida í einum áfanga. Það var allt svo raunverulegt, ég sá rifurnar á milli fjalanna og málaða aug- lýsingu um gerduft. -—• Já, en mín ofsjón ilmaði af talkúmpúðri og rakspíra, rétt eins og að hann væri að koma frá rakaranum, maldaði Deborah í móinn. — Já, og svo japlaði hann tyggigúmmí. Þetta hlýtur að hafa verið afturganga, skil- urðu það ekki? Henry hló. — Jæja, þá höfum við afturgöngu í húsinu. En þetta hefir verið allra skikkanlegasti draugur, hann reyndi ekki að gera þér neitt illt, var það? — Hann sagði ekki einu sinni bu-u? Við skulum skála fyrir honum. Deborah rétti vísifingur upp í loftið. — Uss . .. — Hvað er það? — Það er einhver í dagstof- unni. Ég heyri mannamál. — Ekki ég. Hún fölnaði. — Hann er kom- inn aftur! Guð minn góður, Henry, hann er kominn aftur! — Endemis vitleysa. Sittu kyrr, ég skal fara og athuga það. — Ég kem með þér. Með Henry í fararbroddi lædd- ust þau hljóðlega gegnum gang- inn og inn í dagstofuna. Rétt innan við opna útihurðina stóðu þrjár manneskjur, maðurinn í súkkulaðibrúnu fötunum, alveg eins og Deborah hafði lýst hon- um, ungur maður með óvenju loðnar augnabrúnir og á að gizka tvítug stúlka, í grænum tæki- færiskjól og hvítum skóm. — Þetta er húsið, sem mér finnst, að þið ættuð að kaupa, sagði litli maðurinn. — Tvö svefnherbergi, nýtízkulegt eld- hús. Það kostar tuttugu og þrjú þúsund og fimm hundruð dali. Bankinn er búinn að yfirtaka það, og ef þið getið borgað nokk- uð mikið út held ég að það væri hægt að fá það fyrir tuttugu og tvö. -— Nei, heyrið þið nú, tók Henry fram í, — þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. En þremmenningarnir tóku ekki minnsta mark á honum •— En húsgögnin? spurði unga konan. — Þau eru dásamleg. Og teppi út í öll horn. •— Já, er þetta ekki freistandi? Þybbni fasteignasalinn brosti. — Og allt er borgað. En það fæst ekki svo gott verð fyrir notuð húsgögn, og bankinn verður að selja þau. Ef þið bætið þúsund við þannin að tilboðið verði tutt- ugu og þrjú, fáið þið húsgögnin með. Það sparar ykkur mikla peninga. — Nei, vitið þið nú hvað., sagði Henry hátt og reiðilega. — Ég veit ekki hvað þið haldið að þið séuð, en þetta hús er alls ekki til sölu. Allt í einu hljóðaði Deborah, æddi út í gegnum ganginn og skellti hurðinni á eftir sér. Henry hikaði andartak, áður en hann Framhald á bls. 50. vex þvottalögur léttari uppþvottur, léttari hreingerning, léttara skap VIKAN 19. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.