Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 36
Winfher þríhiól - margar gerdir og stærðír Pósthólf 671. CERNITIN snyrtivörur Fagurt og heilbrigt hörund vekur hvarvetna athygli og aðdáun. CERNITIN-snyrti- efnin hafa þá kosti, sem hver kona hefur óskað eftir. Vegna óska margra er að koma á markaðinn CERNTIN-dagkrém sem húðin drekkur í sig. Verndar eðlilegan raka húðarinnar. Agætt undir púður. CERNITIN-næturkrém hefur djúpvirk áhrif á húðina. Styrkir þreytta og slappa húð. Vinnur gegn hrukkum. CERNITIN-Allroundkrém verndar húðina gegn veðri og vindi. Agætt öllum, sem stunda 'útilíf og sport. Allround og dagkrém er einnig notað á hendur og fætur. CERNITIN-andlitsvatn hreinsar — án þess að ræna húðina eðli- legri fitu og raka. CERNITIN-hreinsikrém er milt, en hreinsar betur en vatn og sápa. Oll stuðla þessi efni að því að viðhalda og endurvinna fegurð húðarinnar. CERNITIN-snyrtivörur vcrða eingöngu seld- ar í sérverzlunum og lyfjabúðum. CERNITIN fæst nú í: LAUGARNESS APOTEKI, KEFLAVÍKUR APOTEKI OG SILFURBÚÐINNI, VESTMANNAF.Y.I UM. Meðan CERNITIN-snyrtvörur fást ekgi 4 staðnum, má senda pantanir til umboðsins. skóna sína og velti þeim og strikaði ósýnileg strik á gólfið og það kom skeifa við munn- vikin. Páll setti á sig trefil og gekk til dyra. — Verður þú lengi? spurði Kolbrún. — Það er ekki gott að segja, þú skalt ekki bíða. — Nei, nei, ég meinti ])að ekki, sagði hún og það varð löng þögn. — Ætlar þú að labba? spurði hún enn. — Nei, ég hef ekki tíma, svar- aði hann. — Auðvitað ekki. — Þú villt kannske sitia hér eitthvað? spurði hann kjánalega. — Getur þú ekki verið hjá mér, bara pínulitla stund? — Ég er strax orðinn of seinn, þvi miður, það er ekki af því að -—- Nei, ég veit það, ég veit það, mig bara vantar þig svo mikið, ég er eitthvað svo ein- mana og, og. . — Já, en. .. . hann var kom- inn fram fyrir dyrnar. — Annað kvöld kannske? spurði hún og tárin runnu nið- ur kinnarnar. — Strákarnir verða i lista- salnum þá, ég er búinn að lofa þeim oð koma, var ég ekki bú- inn að segja þér það? — Nei, og þó, ég er líklega bara búin að gleyma þvi. — Ég hélt að ég hefði sagt þér það. — Kn sunnudagskvöld? — Þá byrjar námskeiðið hjá þeim ítalska, þú veist, vikunám- skeið á hverju kvöldi. Kolbrún þagði við en sagði svo vonleysislega: — Þú skalt ekki verða of seinn. — Nei, ég verð að fara, þú læsir þegar þú ferð, sagði Páll og horfði niður fyrir sig og v&r vandræðalegur. — Já. — Bless. — Bless. Sunnudagskvöld. Það liafði rignt og verið rok eins og i miðri vikunni og lauf- blaðaskaflar komnir víða við húshorn og i skotum og ræsum. Vindurinn blés af öskuhaug- unura og næddi um trésmiðjuna og Páll var í vinnustofu sinni og vann af kappi og klukkan geng- in i níu. Hann var byrjaður á nýrri mynd, og hafði breitt yfir þá stóru af Kolbrúnu og hún var þarna eins og risavofa, tómleg og allslaus. Listamaðurinn raulaði lag fyrir munni sér og vissi ekki af þvi sjálfur og stundum stanzaði hann og leit upp og lyktaði og þá bölvaði hann, jiví stofan var full af fnyk af haugunum. Hann þvingaði sig til að vera við starfið, og hugsaði ekki um fnykinn nema rétt öðru hvoru og þá bölvaði liann, en að lok- um hætti hann að finna lyktina og varð niðursokkinn i vinnu og heyrði ekki þegar fyrst var bankað þrjú högg, en næsta sinn heyrði liann það. —■ Kom inn, sönglaði hann. Dyrnar opnuðust hægt og Kolbrún birtist. Hún virtist hik- andi og skimaði um stofuna eins og liún ætti von á að ókunnugt fólk væri þar, en svo horfði hún á Pál og sagði: —■ Nei, þú ert þá lieima, ég liélt að þú værir alls ekki heima, komdu sæll. — Ert það þú? sagði Páll hljómlaust og sökkti sér dýpra niður í starfið. Ég trufla auðvitað, ég er að sækja ráptuðruna mína, ég hélt að þú værir í tíma. Hún er þarna, sagði Páll og sló hendinni hálfhring aftur fyrir sig, án þess að líta upp, og hann var ókurteis. — Já, ég veit, ég skal sækja hana, þú mátt ekki láta mig trufla þig. Hún gekk yfir herbergið og tók þar tuðruna sína. Hún var örugg í fasi og léttleiki í hreyf- ingum hennar. ■— Ég liélt að þú værir í tíma, stóð það ekki til? spurði hún kankvís. — Jú, ég er að fara. — Byrjuðu þeir svona seint? — Hálf tiu. —■ En klukkan er orðin liálf tíu. — Ha, er það, ég verð að þjóta, sagði Páll án þess að flýta sér mjög mikið, og fór úr sloppn- um og klæddi sig og hegðaði sér eins og liann væri einn í vinnustofunni og svo spurði liann, rétt eins og honum kæmi það ekkert við: — Nokkuð nýtt hjá þér? — Nei, ekki neitt merkilegt, hvernig var i gærkvöldi? svaraði Kolbrún. — Ágætt svo sem. — Er hann klár þessi Itali? — Já, hann er góður. — Ertu með nýja mynd þarna? spurði Kolbrún og gekk að borðinu þar sem Páll hafði verið að vinna. — Hugmynd ítalans. ■—- Auðvitað, það er náttúrlega allt ítalskt núna. Páll var nú fullklæddur og gekk í átt til dyra og endurtók spurninguna. — Ekkert að frétta hjá þér? — Frétta og frétta ekki. — Hvað meinar þú með því? — Þessi kvíði var ástæðulaus. Páll glennti upp augun og stóð kyrr talsverða stund, en Kol- brún skoðaði myndina róleg i fasi eins og ekkert væri á seyði. — Hvenær vissir þú það? — Þegar ég kom heim í fyrra- kvöld. Páll stóð kyrr og hugsaði hratt og hann skotraði til hennar aug- VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.