Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 10
Hún er heims- fræg, en býr samt vi3 aumkunarverð lífskjör. Sjólf er hún sú eina af ótöld- um fjölda, sem ekki hefur grætt á Suzie Wong. 0 nxiðju sundinu sveigir ferjan aðeins á bakborða. Bak við skrautlegar hvítar lystisnekkjur, sem liggja við stjóra, sézt yfir í hið illræmda fá- tækrahverfi i Wanchai. Það er sá hluti Hong Kong sem er álitinn hættulegur á síðkvöldum. 1 þessu hverfi býr Suzie Wong, gleðikonan sem varð söguhetjan í metsölubók og á kviltmynda- tjaldinu. Við höfðum beðið í tvo klukkutíma á Lowoko, sóða- legum sjómannabar við Wanchai hafnarbakkann. Það hafði tekið okkur marga daga að undirbúa þetta viðtal og nú greip okkur einhver æsandi spenningur. Klukkan hálf tólf var hurðin opnuð mjög varlega. Lítil kínversk kona kom að borðinu til okkar. Hún var klædd hvítrósóttum kjól og hvítri útsaumaðri treyju. Hún ávarpaði okkur, rólegri vélrænni rödd á mállýzku, sem notuð er af barstúikum þarna: — Halló, hvernig hafið þið það? — Ég er Suzie Wong Árið 1955 skrifaði brezki rithöfundurinn Richard Mason söguna af Suzie Wong. Hún varð metsölubók og var þýdd á fjórtán tungumál. Upplagið komst upp í tvær milljónir eintaka. Sagan segir frá brezkum listamanni sem sezt að í Wan- chai og verður ástfanginn af gleðikonunni Suzie Wong. Þau giftast og hann tekur hana með sér til Englands. Sagan af Suzie Wong var gerð að söngleik, sem gekk í mörg ár á Broadway. Með stórkostlegu auglýsingaskrumi var hún kvikmynd- uð með William Holden og Nancy Kwan i aðalhlutverk- um. Það var Paramount sem bjó myndina til sýningar og kostaði miklu til. í Hong Kong fundu menn fljótt út hinn stórkostlega auglýsingarmátt myndarinnar. Þar áttu menn að upplifa þennan rómantíska ævintýraheim. — Komið og skoðið heimkynni Suzie Wong! — stóð í auglýsingapésum frá ferðaskrifstofum og allskonar fyrirtækjum sem lifðu á ferðamönnum. Peningakvörnin malaði líka drjúgt í sjálfu Wanchai hverfinu. Nafnið Suzie Wong var gulls ígildi. Þrir skemmtistaðir rifu niður nafnskilti sín og skiptu um nöfn. Einn staðurinn hét „Næturklúbbur Suzie Wong“, annar „Hótel Suzie Wong“ og sá þriðji „Suzie Wong Bar“. Nokkur hundruð barstúlkur í Hong Kong skiptu um nöfn og kölluðu sig Suzie Wong. Það var öruggt ráð til að margfalda umsetninguna. Peningaflóðið hélt áfram. Þeim sem högnuðust af nafn- inu Suzie Wong fjölgaði alltaf. Það var aðeins ein vera sem kom þessu máli við, sem ekki græddi einn einasta eyri á sögunni. JQ VIKAN 19. tbl. Konan sem horfir ó dóttur sína er gleSikona í Hongkong. Hún stundar vinnu ó sóðaleg- um bar og býr í fótækrahverfi. Óþekkt, nafnlaust mannflak? — Nei, allur heimurinn þekkir hana. Hollywood, Broadway og bókaútgefendur hafa grætt milljónir ó henni. Hún er lifandi furðusaga, sem fólk hefir séð í bíó og blaðaauglýsingum. — Hún heitir Chop U Tong, öðru nafni Suzie Wong. Margir hafa græff á því offfjár nema Suzie Wong sjálf Suzie Wong raun- veruleikans. Hún er ennþá gleðikona á sama barnum í Hong Kong, þar sem hún fyrir mörg- um árum hitti rit- höfundinn Richard Mason. Hann skrif- aði söguna af Suzie Wong. l>

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.