Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 32

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 32
SJÁLFVIRK AFFRYSTING. 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á FRYSTIKERFINU. 5 STÆRÐIR 4.8 cf-8.6 cf HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ZANUSSI KÆLISKÁPAR ERU HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Sökum anna heimafyrir geturðu ekki komið öllu því í verk sem þú hafðir hugsað þér. Dagarnir finnst þér fremur daufir og tilbreytingarlausir, en þú skalt ekki sýna á þér óþolinmæði því þetta er tímabundið ástand. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú notar tímann mjög vel og verður vel ágegnt. Þú færð óvænta hjálp frá ættingja þínum. Þú sinn- ir lítið félögum þínum og félagsskap ykkar. Gjaf- mildi þín má ekki ganga of langt. Happatala er 3. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú ert ergilegur yfir því að kunningi þinn fer sín- ar eigin götur en skeytir ekki um ráðleggingar þín- ar. Þú hefur áhyggjur út af ákveðnum afmælisdegi en þær eru sannarlega óþarfar. Um helgina lend- irðu í fjölmennum félagsskap. Krabbamcrkið (22. júní — 23. júlí): Þú ert alltof áhugasamur við öflun vissra verð- mæta. Ef þú tekur þig ekki til og slappar af, gæt- irðu misst af nokkru sem er ennþá dýrmætara. Þér mun vegna vel í samskiptum. þínum við ákveðinn Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Fyrir löngu gerðurðu ákveðinni persónu rangt til, það má vera að þú verðir var við að það er geymt en ekki gleymt. Þú stendur í einhverju braski senni- lega skiptum á einhverjum verðmætum hlutum. Meyjarmcrkið (24. ágúst — 23. september): Þú gerir upp á milli skyldmenna þinna meira en sanngjarnt má teljast. Varastu alla taugaspennu og óþarfa áreynzlu. Þér er ráðlegast að fara ekki á skemmtanir sem eru langt frá heimili þínu. m Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú hefur átt í basli með samastað og ert ekki full- komnlega ánægður með endalokin. Þú ættir að rækja fljöldskyldutengslin betur. Vertu ekki svo áhugasamur við starf þitt að þjú njótir ekki nauð- synlegrar hvíldar. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú átt eitthvað skemmtilegt í vændum og ert eftir- væntingarfullur. Dagarnir eru fremur rólegir og þú hefur nógan tíma til að sinna áhugamálum þínum, þér hættir til að láta þér ieiðast pínulítið. Bogmannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): Annríki þitt er nokkuð mikið, þú skalt minnka við þig verkefni þín þar sem þú berð alls ekki nóg úr býtum. Þú átt mjög skemmtilega daga í vændum ef þú tekur hlutunum skynsamlega. Þú færð góða gesti seinni part vikunnar. ©Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Samband þitt við ákveðna persónu er nokkuð vafa- samt, þú verður að taka þig á og sýna að þú hefur lært af þinni fyrri reynzlu. Kunningjakona þín reynir að hafa áhrif á þig. Notaðu frítímann vel með fjölskyldu þinni. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú hefur verið mjög duglegur og áhugasamur í að afla þér peninga. Sá félagsskapur sem þú skemmtir þér með er ekki samboðin þér, a.m.k. ættirðu að vera nokkuð vandlátari. Skelltu ekki skollaeyrum við góðum ráðleggingum. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú ert ekki sanngjarn við þá sem þú hefur samstarf við. Þú færð aldrei það bezta ef þú sýnir ekki sann- girni. Þú átt skemmtilega daga í vændum í þínu einkalífi. Líkur eru á stuttu ferðalagi. 32 VIKAN 1». tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.