Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 15
ar gera, og hafði eftir, bæði í gamni og alvöru: — Fallbyssu- guð, fyrirgefðu mér og leyfðu mér að taka þessi blóm, sem hjarta mitt þráir. —■ Það var rétt. Annars hefði frjósemisguðinn getað reiðzt þér og neitað að lofa þér að eignast börn. Langar þig ekki til að eignast börn síðar meir? spurði faðir hennar. — Nei, ég ætla að pipra, svar- aði Jeff. Þögul gengu þau síðasta spöl- inn að stóra, opna bílnum, sem beið þeirra. Hann hjálpaði henni inn, sagði fáein orð á malajísku við bílstjórann og svo lögðu þau af stað. Jeff leit um öxl til virk- isins. Faðir hennar leit í sömu átt og andvarpaði. — Það er fallegt í tunglsljósi, finnst þér það ekki? Það er gott, að þessi staður hefur að minnsta kosti ekki breytzt. Að öðru leyti er Sebang allt öðru vísi nú en fyrir þrjátíu árum. Það er vafa- samt að heimsækja fortíð sína. Hann þagnaði hugsi, og þau héldu áfram. Við og við bað Halden ekilinn að stanza og leit hálf ruglaður á hús, á virðuleg- ar línur gamals trés, á skorpn- aða moldarbingina í kinverska kirkjugarðinum og litlu niður- níddu kirkjuna í útjaðri borgar- innar. Hann hristi höfuðið ang- urvær. — Þetta virðist allt svo miklu minna, og allt öðru vísi, sagði hann. Jeff fann til meðaumkvunar, hann var svo einmana. — Hefur þú hitt eitthvað af þínum gömlu vinum? spurði hún kurteislega. ■— Nei, þeir virðast allir vera hrokknir upp af klakknum. Sá eini gamli, sem ég f ann, var Lung Te, trésmiðurinn. Hann smíðaði fyrir mig stóla, þegar ég var ung- ur. Við röbbuðum saman áðan, það var bæði gaman og fræð- andi. Svo fór ég í klúbbinn og gerði Jan Foster skíthræddan. Hann er heybrók, og heybrækur eru hættulegar. Það eru alltaf heiglar. sem koma stórum styrj- öldum af stað. Manstu eftir Fost- er? Þú hittir hann einu sinni þegar hann var í fríi heima í Amsterdam. — Nei, ég man ekkert eftir honum. Fyrir mér eru allir plant- ekrumenn í fríi eins. Þeir eru of feitir og hafa of hátt og hegða sér ósiðlega, og þeir hafa maga- truflanir af of miklu bjórþambi. — Allir- spurði faðir hennar. — Já. Allir nema einn. Van Halden brosti. — Það er gaman að sjá, hvemig hver kyn- slóð eftir aðra álítur sig vera fyrstu kynslóðina, sem uppgötvar hina merkilegu staðreynd, eða þessa perpetum mobile: ástina. Og hve fjarstæðukennt þeim finnst það, þegar það kemst að raun um, að við, gamla fólkið, með okkar skorpna skinn, dauf augu og af sér gengin vöxt, við þekktum ástina líka. Finnst þér þetta ekki skrýtið, meisjie? Jeff yppti öxlum, en svaraði ekki. Vegurinn lá nú meðfram kof- um eyjarskeggja og lyktin af brennandi viði, af allskonar mat, af húsdýrum og blómum, um- lukti þau. Bambuskofarnir stóðu á háum staurum og lítill stigi lá upp að dyrunum; þeir voru eins og krypplingar á stultum. Tunglið og stjörnurnar spegluð- ust í litlu pollunum á milli hús- anna. Hópur af grimmdarlegum, geltandi, skinhoruðum hundum, þaut fram á götuna og elti bíl- inn, þar til hann beygði inn í kínverska hverfið. Flestar búðirnar þar,kedeh og toko, voru enn opnar og íbúar hverfisins voru á ferli í skini olíuljósanna. Klæðskerar, tágvef- arar, trésmiðir og yfirleitt allir iðnaðarmenn kusu að vinna á nóttinni. Letingjarnir sváfu eða reyktu á mottum á miðju stræt- inu, til þess að njóta sem bezt svala næturinnar. Ökumaðurinn varð að þeyta hornið án afláts til þess að komast áfram. Þau óku burt og héldu áfram eftir gömlu trjágöngunum, fram með mjóum læk. Hér voru engin hús, hér var svalara og dimmara og loftið þrungið ilmi af grasi og burkna. — Kyssti hann þig? spurði van Halden allt í einu. Þessi óvænta árás vakti Jeff upp af draumum hennar. — Heyrðu nú, pabbi... — Já, datt mér ekki í hug. Virkið er vinsælasti kossastaður- inn í Sebang. Þar átti ég fyrsta laumulega stefnumótið við Ther- esu. Það var undarlegt, að ganga upp stíginn einu sinni enn, fram hjá gömlu fallbyssunum. Það eru svipir á hverju horni þessarar borgar. Þú sérð þá ekki meisje, en ég sé þá! Brenti, sobat, stanz- aðu! Bíllinn nam staðar og fyrir framan þau var hvítt, lítið ein- býlishús. — Það hlýtur að vera hér, sem við bjuggum fyrst eftir brúð- kaupið, Theresa og ég, sagði Halden — Já þetta er sami stað- urinn, en húsið er nýtt. Haltu áfram, vinur, djalan. — Ég hélt, að þið hefðuð bú- ið í Tanatua, sagði Jeff kurteis- lega, en bölvaði skugga Theresu með sjálfri sér. — Nei, það var ekki fyrr en seinna. Nú er bezt við förum til Oranjé Place. Mig langar að sýna þér, hvar ég hitti hana fyrst. —- Vissir þú, ag Anders er fæddur í Tanatua? Hann sagði mér það fyrst í kvöld. Hann tal- ar svo sjaldan um sjálfan sig. Hann er að sumu leyti ófram- færinn. Hann átti heima hjá for- eldrum sínum í Tanatua, þang- að til hann var fimm ára. — Einmitt, svaraði van Hald- en þreytulega. — Hann er þrítugur nú, svo þú hlýtur að hafa séð hann í Tanatua, þegar hann var lítill. Hann sagði mér, að pabbi hans hefði átt kaffiplantekru í Tana- tua. Kannske að þú hafir þekkt hann? — Getur vel verið. Nú skulum við koma út og ganga svolítið um. Það var hér, sem ég sá Ther- esu í fyrsta sinn. Komdu, við skulum ganga yfir blettinn. Það skiptir sér enginn af því. Sko, þetta hefur ekki breytzt. Ég kom til þess að kynna mig fyrir nýja sendiherranum — ég var send- ur hingað í viðskiptaerindum, og svitinn bogaði af mér í nýju, hvítu fötunum. Theresa tók á móti mér á svölunum og bað mig að bíða, faðir hennar væri rétt að koma. Svo spjallaði hún við mig þangað til hann kom. Hann var vanur að sitja á svölunum, klæddur aðeins í stuttbuxur, en hann vildi ekki gefa þessum unga manni slæmt fordæmi og fór þessvegna í einkennisbúninginn. Theresa var í hvítri blússu og hvítu, síðu pilsi, með svart belti með litlum, glitrandi rínarstein- um ... Jeff var allt annarsstaðar með hugann og endurminningar föð- ur hennar fóru inn um annað eyrað og út um hitt. Þetta var allt svo gamaldags og óskýrt, eins og gömlu myndirnar í fjöl- skyldualbúminu heima í Haag. Hún varð óþolinmóð; það var að- eins hálftími síðan hún skildi við Anders, en henni fannst það ei- lífð. Ég get ekki sleppt honum, hugsaði hún. — Pabbi, ég má ekki missa hann, heyrði hún sjálfa sig segja. Van Halden snöggþagnaði. -— Ég get ekki látið hann sigla sinn sjó. Ég hef aldrei gefizt upp við neitt, og ég kann ekki að gefast upp. Viltu hjálpa mér, pabbi? Þú hefur gefið mér þessa nótt, en það er ekki nóg. Þú veizt svo margt — veiztu ekki um ein- hverja leið? hélt hún örvænting- arfull áfram. Faðir hennar hristi höfuðið. — Nei, ég kann engin ráð, sagði hann eftir stutta stund. — Þú getur rekið hann. Þá yrði hann að hætta við Lombok og fara heim til Evrópu. — Hvers konar fordæða ert þú, Josephine? Viltu eyðileggja framtíð manns, til þess eins að þú getir fengið hann? Ég skal segja þér nokkuð: Ef ég ræki hann í dag, hefði hann ráðið sig í aðra plantekru á morgun. Þú þekkir ekki plantekrumenn. Ég þekki þá. — En pabbi... ■—■ Komdu, meisje, við skulum koma aftur upp í bílinn. — Nið- ur að skipinu, sagði hann við ökumanninn. — Já, ég þekki Anderson og hans manngerð, hélt Mynheer van Halden áfram, þegar bíllinn lagði af stað. —■ Ég þekkti föð- ur hans í Tanatua. Hann var bezti vinur minn. Að útliti var hann nákvæmlega eins og And- ers ungi er nú. Mér brá illilega, þegar ég sá Anders fyrst. Manstu eftir því? Hann kom inn í borð- salinn á Tjaldane. Þú veizt, að hjarta mitt hefur verið dálítið óstöðugt upp á síðkastið — það er ekkert hættulegt, held ég, bara taugarnar, en ég tók við- bragð, þegar borðstofudymar opnuðust og inn kom Anders Anderson — ég meina Anderson frá Tanatua. Jeff þreif um axlir föður síns. — Pabbi, af hverju sagðirðu mér ekki frá því? hrópaði hún upp. — Þú og þín leyndarmál, sagði hún ásakandi. — Hvers vegna sagðirðu Andy ekki frá því? Það hefði glatt hann svo mikið. Pabbi hans dó, þegar hann var smástrákur. Það hefði verið svo gaman fyrir hann að vita, að þú varst vinur föður hans. — Ég er ekki viss um það. Sjáðu til meisje, pabbi hans var bezti vinur minn — og kokkál- aði mig. Já, hann var elskhugi Theresu og ætlaði að taka hana frá mér. Hann var kvæntur sjálf- ur, og átti lítinn dreng, en hélt við konuna mína og hefði yfir- gefið fjölskyldu sína, hefði hann ekki dáið í tæka tíð. Konan hans vissi aldrei neitt um þetta. Ég geri ráð fyrir, að hún hafi gert mann sinn af hetju í huga litla drengsins. Segðu mér nú sjálf — hvað hefði ég nú 'átt að segja Anders? — Ó, var allt sem Jeff gat Framhald á bls. 41. VIKAN 19. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.