Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 2
FYRIR SJÓMENN - OG REYNDAR ALLA - AÐEINS ÞAÐ BEZTA! MUNIÐ EFTIR HINUM MARGFÖLDU PAPP- ÍRS- OG KOLASÍUM. EN BRAGÐIÐ BREGZT EKKI! Meira smjör í kúnni Einhver var að kvarta und- an því, að föðurlandskenndin, lókalpatríótisminn, væri sem sagt að hverfa á íslandi, og það þætti skömm að vinna föðurlandinu nokkurt gagn. Það kann að vera, að svo virðist á sumum sviðum, sem litlu máli skipta, en á öðr- um sviðum keyrir þessi patríót- ismi úr hófi. Ég tala ekki um þramm frá Keflavík eða annað brölt þeirra, sem vilja endilega og gegn flest- um afarkostum losna við Banda- ríkjamannagreyin, sem er hol- að niður innan girðingar á ljót- asta stað landsins og rugla sam- an afleiðingum sjónvarps al- mennt og þess sjónvarps, sem kemur frá þessum ijóta stað. Það sem mér er efst i huga er sú afturbeygða hugmynd að duhba svo og svo mikið upji á hina og þessa staði út á landi, aðeins vegna þess að þeir staðir gegndu áður fyrr miklu hlutverki í menningarsögu landsins eða jafnvel fyrir það eitt, að mikilmenni liafa fæðzt þar. Tökum til dæmis Skálliolt. Ivirkjan þar er ágæt, en liún er líka nóg. Þar var biskupssetur og mcnningarmiðstöð meðan öll viðhorf í landinu voru öðru vísi en nú er og fyrirsjáanlegt er næstu aldir. En látum fyrir alla muni þar við sitja og það er skömm til þess að vita, að þeir sem leggja fé í betl til Skál- holts, skuli fá ívilnun skatta og þyngja þar með álögurnar á þá, sem ekki geta — eða ekki vilja — láta sjóða í pottunum lijá Skálholtssjóði. En ekki skal þar við sitja. Virt- ir menn og dáðir framámenn ])jóðarinnar leggja til að flytja Alþing á Þingvöll. Nú segja þeir að góður vegur sé væntanlegur frá Reykjavík þangað austur og og vilja þvi flytja Alþingi þang- að. Og stofnaður hefur verið sjóð- ur til að endurlifga eyðistað af því að eitt mikilmenni íslands á síðari öldum var fætt þar. Hvernig væri að stofna menntamiðstöð í Drangey rf því að Grettir var drepinn þar? Eða liafrannsóknarmiðstöð á Breiðafirði undan Skor af þvi Eggert Ólafsson drukknaði þar? Eða færa AI])ingi austur að Bergþórshvoli af þvi Njáll var <* svo vitur? Eða setja upp vandað og nýtízkulegt tugtluis í Kirkju- bæ, til minningar um merkasta þjófnað íslendingasagnanna, þegar Haligerður lét þrælinn stela úr húrinu? Það verður endilega að setja nefnd i málin og efna þegar til samskota. SH

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.