Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 12
Snemma á öldinni: Dansað á peysufötum við undirleik lúðrasveitar við Þyril í Hvalfirði. Síðar á öldinni: Unglingar úr Reykjavík gera sér glað- an dag í Þjórsárdal um hvítasunnuhelgi. Áhugi fyr- ir saklausum skemmtunum hefur farið heldur minnk- andi eftir því sem á öldina leið. ísland hefur ekki orðið stórvcldi í kvikmyndaiðnað- inum á 20. öld, en tímamót f sögu íslenzkra kvikmynda markar Saga Borgarættar- innar 1919 og 79 af stöðinni árið 19G2. Eins og sjá má, er um að ræða minnkandi notkun á fatnaði í íslenzk- um kvikmyndum. VIKAN 25. tbl. Beethoven og Schubert eða Ibsen og Björnsson. Á stöku stað sjást myndir af Georg Brandes, en mörgum þykir það bera vott um heldur ískyggilegt innræti að hafa slíkar myndir í húsum sínum. Sixpensarar og vaSmálsföt. Sveitafólkið gengur enn að lang mestu leyti i vað- málsfötum og með skinnskó, það er ekki fyrr en um 1920, að gúmmískórnir fara að leysa skinnskóna af hólmi í sveitunum. Alþýðan í kaupstöðunum gengur eirmig oftast enn í vaðmálsfötum og með skinnskó, en fína fólkið þar er oft farið að ganga í klæðum úr útlendum efnum og á stígvélaskóm. Meiri hluti kven- fólks í kaupstöðum gengur enn á íslenzkum búningi, en margar konur sjást þá ó ,,dönskum búningi", eink- um fína fólkið. Allt kvenfólk á dönskum búningi geng- ur með hatta, það þykir ekki sæma að konur séu ber- hofðaðar á götum úti, þær bregða að minnsta kosti klúti yfir höfuðið, ef þær fara út. Ýmsar af hinum fínu stúlkum í kaupstöðunum hafa verið stofupíur í Kaupmannahöfn, og það er stundum talsverður völl- ur á þeim, þegar þær koma heim aftur. Karlmenn úr alþýðustétt bera flestir derhúfur eða sixpensara sem eru kallaðir enskar húfur. Fínni karlmenn eru yfirleitt með harða hatta, og sumir ganga alltaf með pípu- hatta. Ollum fínni mönnum þykir sjálfsagt að eiga pípuhatta til að bera við jarðarfarir og önnur hátíð- leg tækifæri. Berhöfðaðir menn sjást sjaldan í kaup- stöðunum, og það þykir bera vott um sérvizku að ganga berhöfðaður. Slíkir menn eru ekki eins og „fólk er flest", og sumir horfa á þá með hæðnisglotti eða góðlátlegri meðaumkvun. Drykkjuskapur er talsvert mikill víða í kaupstöð- unum. Brennivín fæst keypt í mörgum búðum. Flest þorp eiga einn eða fleiri drykkjuræfla, sem setja svip á bæinn. Margir sveitamenn drekka sig fulla í kaup- staðarferðum og stundum í brúðkaupsveizlum, erfi- drykkjum eða í réttum. Þó hefur dregið nokkuð úr drykkjuskapnum, síðan hin skipulagða bindindishreyf- ing hófst í landinu á áratugnum milli 1880 og 1890. Stúkur eru orðnar margar. Flestir fullorðnir karlmenn taka í nefið eða tyggja skro. Margir í kaupstöðunum hafa þó snúið sér að reyktóbakinu og reykja pípur eða vindla. Sumir karlmenn og einstaka konur reykja sígarettur, sem farið var að nota út í Evrópu um 1860. Heldur þykir það óviðeigandi, að kvenfólk reyki, en fínt, að það drekki púns eða létt vín í hófi. Bændaþjóðfélagið líður undir lok. Islenzka þjóðin er um síðustu aldamót enn að langmestuleyti bændaþjóð. Um 80% af þjóðinni búa í sveitum (nú um 17%). Og íslenzki landbún- Akureyri. Danski fáninn blaktir við hún í danskasta bæ á Islandi snemma á 20. öld. Nafn verzlunarinnar er danskt: Gudmanns Efterfölgers verzlun. Nú eru þessi dönsku áhrif löngu fyrir bí, en ]>6 sér l>eirra enn stað á Akureyri, þar sem þau birtast í meiri snyrtimennsku, fallegri görðum og betri frágangi utanhúss en dæmi eru úr öðrum kaup- stöðum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.