Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 15
SR. FRIÐRIK FRIÐRIKSSON Hann fæddist á Hálsi í Svarfaðardal 25. mai 1868. Lagði stund á guðfræði í Kaupmanna- höfn og vígður aldamótaárið til prests. Þjón- aði í Reykjavík, á Akranesi og vestan hafs. Stofnaði K.F.U.M. Gerðist leiðtogi æskufólks áður en nokkur önnur samtök fyrir það voru til. Byggði starfsemi sína á kristinni trú og mannúðarhugsjón kristindómsins, en túlkaði manndóminn fyrir unglingunum sem hrein- lyndi, reglusemi, orðheldni og hjálpsemi. Tókst á tiltölulega skömmum tíma að gera K.F.U.M. að öflugum æskulýðsfélagsskap. Mikill áhrifamaður á ungt fólk. Ber hæst allra kirkjunnar manna á þessari öld. ÖLAFUR FRIÐRIKSSON Hann fæddist á Eskifirði 16. ágúst 1886. Hann kom fyrstur manna fram fyrir hönd stétta, sem voru að myndast, en máttu sín cinskis og hélt af inikilli einurð fram kröfum þcirra. Handa þessum stéttum, verkafólki og sjó- mönnum, krafðist Ólafur samningsréttar og viðkvæði hans var: „ísland er nógu rikt til þess að öllum geti liðið vel. Þessvegna er fátækt glæpur“. Á tiltölulega skömmum tíma tókst honum að cfla þetta fólk til samtaka, sem síðan leiddi til bctri lifskjara. Ólafur var forgöngumaður um stofnun Alþýðu- flokksins og Alþýðusambandsins. Átti sæti í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur, f stjórn Alþýðusambands fslands og í stjórn Verka- mannafélagsins Dagsbrún. Ritstjóri Alþýðu- blaðsins um þriggja ára bil. Mikili áhrifa- maður um verkalýðsmál á ísiandi og alla tíð staðfastur forsvarsmaður lítilmagnans í þjóð- félaginu. HVAÐATfU MENN VERÐSKULDA ÞANN HEIÐUR AÐ VERA KALL- AÐIR MENN ALDARINNAR FRAM- AR ÖÐRUM? ÞAÐ ERU ÞEIR, SEM MED ORÐUM SfNUM EÐA GJÖRÐUM HAFA MARKAÐ TfMA- MÓT OG HAFT AFGERANDI Á- HRIF Á LÍFSSKILYRÐI, AFKOMU OG JAFNVEL HUGSUNARHATT ALLS ALMENNINGS f LANDINU. HANNES HAFSTEIN Hann fæddist í Kaupmannahöfn 3. des. 1863. Fluttist til Borðeyrar við Hrútafjörð 4 unga aldri og hóf verzlunarnám. Gerðist ungur frumkvöðull í verzlun, útvegi og síðar í landbúnaði. Mestur framkvæmda- og um- svifamaður allra landsinanna á sínum tfma. Átti mikinn þátt í að móta nýja atvinnu- hætti á íslandi. Hóf stórfelldan verzlunar- rekstur og þilskipaútgerð í Reykjavik um aldamótin. Stofnandi þriggja togaraútgerðar- félaga, átti þátt í stofnun Eimskipafélags fs- lands, rak fyrsta stórbú á íslandi og var mik- ill framkvæmdamaður í jarðrækt. Hann fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal 1861. Var orðinn vinsælt Ijóðaskáld þegar á unga aldri og kynnti síðar undir hugsjónir aldamótamannanna mcð hvatningarljóðum, sem þjóðin lærði utanað. Fyrsti islenzki ráð- herrann og glæsilegur fulltrúi cmbættis- mannava.ldsins. Mikill áhrifamaður um mál- efni íslands bæði hér og í Danmörku. Mjög umdeildur á valdatíð sinni, enda umsvifa- mikill um nýjungar og framkvæmdir. ÖLAFUR THORS Hann fæddist í Borgarnesi 19. jan. 1892 og lézt um síðustu áramót. Valdist ungur til forustu i Sjálfstæðisflokknum og átti megin- þátt í þvi að hann varð fjölmennasti og á- hrifamesti stjórnmálaflokkur landsins. Al- þingismaður frá 1925 til dauðadags og oftar forsætisráðherra en nokkur annar íslending- ur. Gegndi fjölda annara embætta, gagn- kunnugur í völundarhúsi stjórnmálanna, hríf- andi persóna, harðskeyttur bardagamaður en mjög vinsæll, jafnvel meðal andstæðinga. Einn af slyngustu samningamönnum í sögu islenzkra stjórnmála. Vikan efndi til atkvæfiagreiðslu meðal 10 þjóS- kunnra manna og þeir vöidu samkvæmt ofansögðu þó tíu, sem helzt bæri þessi sæmd. Samtals dreifð- ust atkvæðin á 25 menn. THOR JENSEN VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.