Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 17
 fari allt vel, sagði Ryan. — Þá kom- umst við að minnsta kosti inn á sporið, sem liggur í norður. Aður en hann gat sagt fleira, birtist Orde móður og másandi i vagndyrunum. — Ryan ofursti, sagði hann and- stuttur. — Það eru tveir Þjóðveri- ar á leiðinni hingað. Þeir komu í bíl, sem stendur niðri á vegi. Ryan stökk til dyra. Tveir ein- kennisklæddir Þjóðverjar gengu beint yfir túnið gegnum miðjan fangahópinn. — Faðir, gefið Klement fyrir- mæli um að losa sig við þá eins fljótt og mögulegt er, sagði Ryan fljótmæltur. — Ef þeir spyrja ein- hvers, á hann að segja, að fang- arnir séu á leið til Mflanó til að vinna í verksmiðjunum þar og að við bíðum eftir skilaboðum um að fyrir hendi sé nægilega mikið af vörubílum, til að flytja þá burtu þegar við komum þangað. — Ég held að bezt væri að þagga beinlínis niður í þeim, sagði Finch- am. Ryan hristi höfuðið. Annar Þjóðverjinn var lautinant, hinn liðþjálfi. Lautinantinn var með sterklegan svíra og sverðsör í and- litinu. Liðþjálfinn var eldri með þreytuhrukkur í kringum augun og hæðnislegan svip. Hann var með járnkrossinn á brjóstinu. Það birti yfir lautinantinum, þeg- ar hann sá h:ð aríska andlit Ryans gafst upp og fór fram í vagninn, þar sem Klement hafði hlaðið upp ránsfeng sínum Eftir stundarkorn var hann orð- inn þreyttur á því og tók þess í stað að virða fyrir sér vagninn og íbúa hans með athugulum augum hermanns, sem á mikið undir því að kanna umhverfi sitt. Augnaráð hans nam staðar við Stein. — Soldat, sagði hann. Stein leit á hann. — Ja, Sie, sagði liðþjálfinn Hann benti á skó Steins. Þetta voiu brúnir omerískir gönguskór Ryan og hinir voru í svörtum, ensk- um skóm, sem þeir höfðu fengið í PG 202 og þeir voru mjög líkir þeim þýzku. Stein leit á skóna sína eins og þeir kæmu honum á óvart. Finch- am hagræddi sér örlítið og lagði höndina á hríðskotabyssuna, með- an hann beið merkis frá Ryan. Kle- ment fölnaði og vætti varirnar. Lautinantinn lai! orgilegur á lið- þjálfann. en fylgdi síðar. i ugna- ráði hans á skó Steins og hnyklaði brýrnar. — Amerikansche sagði Cost anzo og glotti. Svo rétti hann fram annan fót- inn: — Englisch, sagði hann svo. Hann rak höndina ofan í ,'rakka- vasa Steins og kom upp með Play- er'spakka. Hcnn bauð liðsfonngjan- um eina sígarettu og sagði síðan: hafa heilsað með nazistakveðju og „Heil Hitler", en Ryan og félagar hans tóku þátt í þvi með uppgerð- arákefð. Þegar þeir voru horfnir, stundi Stein hátt og lengi. — Þar skall hurð nærri hælum, sagði Fincham. Ryan sagði ekkert. Hann stóð í dyrunum og horfði á eftir Þjóðverj- unum, þar til þeir voru setztir inn í bílinn og lagðir af stað. Svo snéri hann sér að Costanzo. — Faðir, sagði hann. — Ef þér væruð ekki prestur, mynduð þér verða glansnúmer í hvaða leikflokki sem væri. Ryan og Costanzo settust niður til að búa til nýja talstöðvarskipun, sem þeir ætluðu að leggja fram á Ufficio Movimento í Mílanó. — Að þessu sinni er bezt, að við segjumst eiga að skila af okkur sendingu, í staðinn fyrir að taka á móti, sagði Ryan. — Við eigum að afhenda hana persónulega Grupp- enfuhrer Dietrich í Monza. — Mér er farið að þykja vænt um þennan Gruppenfuhrer Dietrich, sagði Fincham. — Það er eiginlega of góður karl til að vera þýzkur. Klukkan var rúmlega fjögur, þeg- ar Ryan lagði síðustu hönd á tal- stöðvarfyrirmælin og sagði Klement hvað hann ætti að segja í Mílanó. Majorinn hafði varla náð sér enn eftir heimsókn Þjóðverjanna og var óvenju svifaseinn. Umferðin um veginn óx stöð- vagnana og lokið þá inni. Hann gekk út á túnið, þar sem hópur Bosticks beið. — Jæja, drengir, sagði hann mjúklega. — Þið hljótið að hafa séð, þegar Bostick fór. Hvenær gerði hann það og hvaða leið fór hann? Enginn svaraði. Allir horfðu nið- ur fyrir tærnar á sér, sumir skömm- ustulegir, aðrir þrjózkulegir. — Við erum ekki í feluleik, herr- ar mínir, sagði Ryan. — Eftir fjöru- tíu mínútur verður eimreiðin kom- in hingað og ef við verðum að fara án hans, verður hann öryggi okk- ar stöðug ógnun. Fangarnir þögðu, en Orde tví- steig órólegur. Ryan horfði hörku- lega á hann. — Hann hvarf, þegar Þjóðverj- arnir tveir voru í vagninum ykkar, sir, sagði hann svo lágt að Ryan heyrði varla. — Sagði hann hvert hann ætlaði að fara? — Hann sagðist ætla að fara heim að þorpinu þarna. Hann fékk þessa hugmynd, af því að þeir voru svo vingjarnlegir við okkur. Hann hélt, að þeir myndu vilja fela hann, þangað til myrkrið skylli á. — Þér megið fara, lautinant, sagði Ryan. — En látið yður ekki detta í hug, að ég muni klappa yð- ur á öxlina fyrir það, sem þér hefð- uð átt að gera, meðan enn var tími til að stöðva Bostick. iRAÐ I FIUTNINGAŒSr og hann ætlaði að fara að ávarpa hann, þegar honum varð Ijóst, að þarna var einnig majór í spilinu. Hann heilsaði Klement með hæla- skell og framréttum handlegg. Lið- þjálfinn gerði eins, en var ekki eins fljótur og lautinantinn. Ryan og Fircham heilsuðu oð herrnannasið og bak við þá voru Costanzo og jafnvel Stein, sem hafði verið vak- inn af Ijúfum blundi, og var enn miög svefndrukkinn. Klement, sem óttaðist að eitthvað myndi ganga úrskeiðis var mjög taugaóstyrkur og var ómjúkur á manninn við lautinantinn. Fincham settist niður við talstöðina og lét sem hann væri eitthvað að braska við hana en hafði hríðskotabyss- una stöðugt tilbúna. Ryan stóð ská- hallt fyrir aftan Klement, eins og hann væri reiðubúinn að fram- kvæma þær fyrirskipanir, sem koma liðsforingjanna gæti gefið tilefni til. Stein snuðraði í dóti Klements. Þar sem allir aðrir voru uppteknir tók liðþjálfinn að tala við Costanzo. Hann treysti framburði sínum ekki nógu vel, og svaraði aðeins með því að rymja eitthvað og með eins- atkvæðis orðum. þar til Iiðþjálfinn — Auch ennlische. Liðsforinginn þáði eina sígarettu og tuldraði eitthvað. Þótt Ryon skildi ekki orðin var hann ekki í neinum vafa um, hvað liðþjálfinn væri að segja. Að sumir hefðu lag á að koma sér fyrir, meðan aðrir sæju um að berjast. Ryan hafði allt of oft heyrt ameríska hermenn segja eitthvað þessu líkt, til að hann væri í vafa um innihald orðanna. Constanzo snéri sér að Klement. — Jawohl herr Kommandant, sagði hann eins og hann væri að svara ósagðri skipun. Hann dró fram tvo vínbrúsa og setti þá á borðið. — Genug, herr Kommendant? spurði hann. Klement hrukkaði ennið. Svo skildist honum allt í einu, til hvers var ætlazt af honum og sagði: — Ja, ja. Gut, gut. Hann benti lautinantinum á flösk- urnar. — Danke, herr Major, sagði lauti- nantinn ákafar. — lch trinke auf ihrde Gesundheit. Hann sagði liðþjálfanum að taka vínbrúsana og síðan lögðu þeir af stað niður að veginum, eftir að ugt og flestir bílanna hægðu ferð- ina meðan farþegarnir horfðu á þessa einkennilegu sjón, tún þar sem mörg hundruð menn í fram- andi einkennisbúningum lágu, stóðu eða gengu um. — Nú verðum við að koma þeim i vagnana, sagði Ryan. — Eimreið- in hlýtur að verða hér eftir minna en klukkutíma. — Ef þessir djöfuls ítalir hafa ekki gleymt okkur, sagði Fincham. Ryan sagði: — Látið varðmennina telja þá saman. Eg vil vera viss um, að hver sé á sínum stað. Fincham kom aftur eftir tuttugu mínútur með áhyggjusvlp á and- litinu. — Hvað er að? spurði Ryan. — Einn mann vantar. — Einn mann vantar? Vitið þér hver það er? — Já, Bostick. — Bostick! Ryan bölvaði. — Ég hefði átt að láta mér skiljast að þessi þverhaus mundi reyna . Hann leit á úrið sitt. — Við höf- um þrjá stundarf jórðunga til að finna hann, sagði hann. — Yfir- lautinant, raðið mönnunum inn í Hann séri baki við þeim og fór. Þeir stcðu skömmustulegir eftir. — Hypjið ykkur svo inn í vagn- ana, bölvaðir flatfæturnir ykkar, sagði Fincham. I fylgd með Costanzo og Hedley lautinanti, ungum manni með gult hár og rósrauðar kinnar, flýtti Ryan sér yfir akurinn niður að þorpinu. Hann nam eitt andartak staðar hjá fanganum í þýzka ein- kennisbúningnum, sem átti að vera vörður fyrir þennan hóp. — Hvað heitið þér? spurði hann. — Albert Logan, sir. Lautinant Logan. — Lautinant Logan, þér hafið lát- ið mann sleppa. Farið heim að vagninum yðar og hafið fataskipti við mann, sem hægt er að treysta. — En, sir. . . . — Ég hef gefið yður fyrirmæli. Þér getið þakkað yðar sæla fyrir að ég hef ekki aðstöðu til að draga yður fyrir herrétt. Meðan þeir flýttu sér niður að þorpinu, gaf Ryan fyrirmæil. — Þegar við komum þangað verðum við að vera ruddalegir, sagði hann. — Þeir ætlast til þess. Framhald á bls. 41. \ VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.