Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 29
kom með fangið fullt af bögglum. Það fór henni vel, að hárið henn- ar fallega flagsaðist sitt á hvað um höfuð og herðar. Hún veitti strax athygli nýja liósahiálminum. Svipur hennar varð annarlegur og torráðinn. Hann átti enga ósk heitari en það boðaði ekki nýja styrjöld. Hann hafði skýr- ingar á reiðum höndum. — Liðsforingi, sem var hér eitt kvöldið, fékk þá fáránlegu hug- mynd, að nota hann fyrir höfuð- fat, seinna varð hann svo undir endanum á öðrum og þá voru dag- ar hans taldir, upplýsti Sandy. — Mér finnst hann yndislegur, sagði hún, en þér höfðuð ekki leyfi til að fara út. Læknirinn talaði um fimmtudag, en í dag er mánu- dagur. Bíðið augnablik, ég ætla að losa mig við bögglana. Hún gekk inn í svefnherbergi sitt, leysti þar utan af þeim, meðal annarra hvít- um pergament-liósahiálmi, en gekk svo kyrfilega frá honum inni í skáp. Nú ætla ég að útbúa okkur te- sopa, sagði frænkan er hún kom aftur. — Þér ættuð að koma fram ( eldhús og segia mér eitthvað af yður siálfum. — Já, sjálfsagt, sagði Sandy og ræskti sig. — Sem sagt ég hef dval- ið þarna fyrir austan, en kom hing- að í orlof til þess að . . . og nú rak hann í vörðurnar. Það var ekki verra en vant var. Og hún fór að skellihlæia. Það varð þó einmitt til þess að honum óx ásmeginn, og hóf aftur að segja frá fortíð sinni og fyrirætlunum af þeirri mælsku að honum fannst sjálfum nóg um. Er hann hafði lokið þessum ræðu- stúf sínum, sagði húm — Þér spurð- uð mig einu sinni, hvaða álit ég hefði á yður. Eg mun hafa svarað því til, að ég gerði mér enga grein fyrir því, en nú er ég kominn á þá skoðun, að þér séuð bezti strákur. Næsta föstudag var Sandy Pink- erton staddur í klúbbnum sínum og stóð þar frammi fyrir spegli og hnýtti hálsbindið sitt. — Þetta er annars ekki svo lítið ör, sem ég ber á enninu. Ég lít út eins og sannri stríðshetju sæmir. Það varð eitthvað undan að láta. — Hvernig skyldi Pétri verða við, er hann kem- ur. Lífið er allt óvæntir atburðir. Þar skiptast á skin og skúrir. Sandy hafði lokið hlutverki sínu, sem stofuþræll félaga síns, Péturs. Nú var hann orðinn fullgildur og viðurkenndur sem ágætur meðlim- ur fjölskyldu hans. Annáll aldarinnar Framhald af l)ls. 13. á engiaslætti er stundum ,,legið við", sofið í tialdi á þeim engjum, sem fjarlægastar eru, og það þykir skemmtileg tilbreyting. Útheyskap- urinn var þá margfalt mikilvægari en hann er nú, flestir bændur heyia meira af útheyi en töðu. Flestir bændur, að minnsta kosti hinir efn- aðari, taka fleira eða færra kaupa- fólk, sem oft er úr siávarþorpinu, og sveitafólkinu finnst kaupafólkið koma með andblæ úr hinum stóra heimi. Og stundum kemur með kaupafólkinu ástin og rómantíkin, oft skammvinn, en stundum ævi- löng. Svo kemur veturinn með skammdegi og kulda, og það er nóg að gera við gegningar í sveit- inni. Víðast hvar eru enn lesnir hús- lestrar á vetrum, og flestir nema einstaka óþekktarkrakkar, sitja andaktugir undir lestrinum, og þakka lesandanum hátíðlega fyrir lesturinn að honum loknum. Oft eru á kvöldvökunni lesnar fornsögur eða þá yngri bókmenntir. Sums staðar eru enn kveðnar rímur, en áhuginn á þeim er þó að fiara út. Vísir að stéttarfélögum. Félagslífið í sveitinni er fábreytt, ungmennafélögin eru ekki enn kom- in til sögunnar. En kirkjusókn er enn víða góð, og við kirkjuna ræða bændurnir landsins gagn og nauð- synjar. Og sveitaslúðrið lifir góðu lífi. Förumenn eru ekki enn horfn- ir, enn getur verið von á Símoni Dalaskáldi, Guðmundi dúllara og fleirum. — Við sjávarsíðuna er orð- in meiri breyting á atvinnuháttum. Enn er skútuöldin í blóma, og dug- legir sjómenn sækjast eftir að kom- ast í skiprúm á skútunum. Vélskip- in eru á næstu grösum, en ókom- in enn. Og enn stunda margir fisk- veiðar á opnum árabátum eins og forfeður þeirra hafa gert öld eftir öld. Það má segja, að með skútu- sjómönnunum hefjist íslenzka verka- lýðshreyfingin. A áratugnum fyrir aldamótin fara sjómenn að stofna með sér stéttarfélög, Bárufélögin. Það er nærri ótrúlegt, en enn er á lífi einn af framherjum þessara fyrstu íslenzku verkalýðssamtaka, Ottó N. Þorláksson. Um líkt leyti og siómenn, stofna prentarar með sér stéttarfélag. Eftir aldamótin koma fleiri hópar verkamanna á eftir. Iðnaður er lítill f landinu, nema heimilis- og handiðnaður, en á fyrstu árum nýju aldarinnar koma nokkur stærri iðnfyrirtæki. Samgöngur í landinu eru enn svipaðar því, sem þær hafa verið öld eftir öld. Hesturinn er enn helzta samgöngutækið, en reyndar fara menn einnig langar leiðir fótgang- andi. Vegirnir eru slóðar og troðn- ingar, og göturnar í kaupstöðunum eru stundum litlu betri. Þó er tekið að rofa fyrir nýrri öld í samgöngu- málum. Dálítið er farið að nota hest- vagna til flutninga. Og öld brúar- smíðanna er hafin. Hún hefst með smíði Ölfusárbrúarinnar um 1890, en þar var Tryggvi Gunnarsson for- göngumaður, eins og í svo mörg- um öðrum framfaramálum. Draumur um járnbrautarlest. Hafnarmannvirki eru enn lítil í landinu, Reykiavíkurhöfn er opin og farangur og farþegar úr stærri skipum er flutt á land á bátum. Fáeinir vitar eru komnir upp á ströndum landsins, hinn fyrsti var Reykjanesviti 1878. Nokkra fram- faramenn er farið að dreyma um Ilverfisgötu 18 — Sími 11632 ENSKIR 0G HOLLENZKIR SUMARKJOLAR, KVÖLDKJÖLAR 0G SAMKVÆMIS- KJÖLAR * Laugavegi 59. — Sími 18646. VIKAN 25. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.