Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 10
%'^J'!jSSl"‘jlllÍ >"§!' " •"••'"""""_LÁu ••***?:•■ J • •• • <Á h‘ ; _ mjÉHMá ■ Hið óbrúanlega djúp: Alþýðumaðurinn stendur álengdar og horfir öfundar- augum á fyrirmenn á Eyrarbakka drekka danskt öl. Myndin er tekin ná- lægt aldamótunum. Enda þótt fjöldi nýrra atvinnustétta hafi til orðið á öldinni og stéttarskipting aukizt, þá hefur í rauninni minnkað stórum bilið mllli hinnar svokölluðu alþýðu og embættismanna og annarra, sem mikils mega sín. ] : j.fijf, | Fyrri hluti VIKAN staldrar aðeins við, nú um þjóðhátíð- ardaginn, og rifjar upp helztu atburði hér á landi frá síðustu aldamótum, með aðstoð Ölafs Hanssonar menntaskólakennara, sem tók greinina saman. Framfarirnr á einum mannsaldri eru næstum ótrúlegar.... JQ VIKAN 25. tbl. Um aldamótin 1900 kváðu þjóðskáldin Einar Benediktsson og Hannes Hafstein alda- mótaljóð, sem íslenzku þjóðinni hafa orðið mjög svo minnisstæð. Einar segir meðal ann- . ars: Þó, fólk með eymd í arf smátt og þyrst við gnóttir lífsins linda, litla þjóð, sem geldur stórra synda, reistu í verki viljans merki — vilji er allt, sem þarf. Trúðu á sjálfs þín hönd, en undur eigi. Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi. Bókadraumnum böguglaumnum breyt í vöku og starf. Og Hannes segir: Aldar á morgni vöknum til að vinna vöknum og tygjumst, nóg er til að sinna. Hátt er að stefna, von við traust að tvinna takmark og heit og efndir saman þrinna. (slenzka þjóðin var um síðustu aldamót sannarlega fólk með eymd í arf. Hún hafði þolað „áþján, nauðir, svartadauða". I nærri tvær aldir hvíldi einokunarverzlunin eins og mara á þjóðinni, og erlendir valdsmenn höfðu mergsogið hana á marga vegu. A 19. öld- inni hafði að vísu margt færzt í framfara- átt. Alþingi var endurreist sem ráðgjafar- þing 1 843, og með stjórnarskránni 1 874 fékk það löggjafarvald og fjárforræði. Verzlunin var gefin algerlega frjáls 1854, en langt fram eftir öldinni var hún þó að miklu leyti í hönd- um danskra manna. Það, er ekki fyrr en um 1870, að (slendingar fara sjálfir að stofna meiriháttar verzlunarfélög fyrir forgöngu manna eins og Tryggva Gunnarssonar og Péturs Eggerz. Og eftir 1880 hefst samvinnu- hreyfingin. Um aldamótin 1900 er verzlun- in á góðum vegi með að komast í hendur íslendinga sjálfra. Og lífskjör almennings á íslandi skána dálítið síðari hluta 19. ald- ar, þrátt fyrir harðindi og hafísa. Á fyrri hluta aldarinnar var það ekki sjaldgæft, að fólk hér á landi dæi úr hungri eða, „félli úr ófeiti", eins og það var stundum orðað f opinberum skýrslum. Einn af fyrstu bílunum, sem til landsins kom á fyrsta áratug aldarinnar. Myndin cr tekin fyrir innan Beykja- vík. Lengra til hægri: Eftir sextíu ára reynslu af bflakstri: XJmferöamenning, sem á varla nokkurnstaðar sinn líka. Eftir að flugvélar komu til sögunnar, skipti minna máli þótt ísland væri „fjærst i eilífðar útsæ“, fátt hefur markað önnur eins tímamót fyrir þetta land. Hér er fyrsta flugvélin, sem lands- menn eignuðust, gömul her- flugvél úr fyrra stríðinu, scm Flugfélag íslands keypti. Flugvélin var keypt af Det Danske Luftfartsel- skab og var með 110 hest- afla hreyfil. Þá var enginn fslenzkur flugmaður til. Flugvélinni var fyrst flogið hér 3. sept. 1919.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.