Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 49
Einfaldur og léttur sumarkjóll... Framhald af bls. 46. Merkiö greinilega, fyrir sniö- saumum og saumförum með sníöa- hjóli og hvítum kalkipappír, eöa lykkjuþræöingu. ÞræbiÖ kjólinn saman og geriö nauösynlegar breytingar ef meö þarf. Saumiö sniðsauma og kjólinn saman. Jafniö saumförin og gangiö frd þeim meö víxlsaumi (Zig-Zag) saman eöa útflöttum. SaumiÖ rennilás í baksauminn. Sníöiö hálsmáls- og handvegs- fóöur eftir hálsmáli og handveg- um, eöa gang'iö frá meö skábönd- um. StingiÖ aö lokum 3—4 mm. frá brúnum til styrktar frá réttu. Festið skraut úr efninu, framan á kjólinn, sjá mynd. Þetta skraut má einnig festa meö hálsmáls- fóöri. Gjarnan má sauma litla hyrnu viö kjólinn úr munstruöum hluta efnisins eins og sést á myndinn'i. Hinum megin við hljóðmúrinn Framhald af bls. 27. Fyrirlestrarnir gpngþ mikiö til út á eitt: A8 skýra þær hætt- ur, sem eru því samfara aS ferð- ast i háloftunum. Og ég verð að segja, að ég hef minni á- huga fyrir háu flugi eftir en áður, þvi þarna eru greinilega mörg ljón á veginum. Þegar ég var yngri og í flug- deild i danska flotanum, var ég settur í þrýstijöfnunarklefa, en þar var aðeins tekið af okkur súrefni, sem svaraði til 23—24 þúsund feta hæðar, en núna vorum við settir í klefa þar sem loftslagið svaraði til 43 þúsund feta, en aðeins örstutta stund, því án súrefnis hefur enginn „nothæfa meðvitund“ (useful consciousness) lengur en 12 sek. i þeirri hæð. En á búningnum er eins konar súrefnis „vasapeli", og ef illa fer er súrefnisleiðslan tekin af geyminum, sem venju- lega er notaður, og sett á þenn- an „vasapela“. Þetta verður til dæmis að gera ef flugmaður þarf að skjóta sér út. Þegar þrýstingurinn fer af klefanum í þessari hæð, fylltist allt af gufu á augabragði, svo ekki sér handa skil. Þetta er töluvert áfall; á vissan hátt að- kenning að losti. Við skulum segja, að verið sé með 6—8 þús- und feta þrýsting í klcfanum, en svo skipt snögglega um, og komið með loftþrýsting sem svarar 30—40 þúsund fetum. Þá pressast þegar i stað út það litla, sem til er af lofti í lungunum,. Það er ekki hægt að halda niðri i sér andanum, það fer allt út. Lungun súrefnislaus. Viðkom- andi hefur fyrrgreindar 12 sek- úndur — hámark — til að skipta LILJLJU LILJU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð yfir á „vasapelann“, og þar af fara tvær, þrjár sekúndur i fyrstu viðbrögð. Svo er það, að eftir að komið er mjög hátt, ber- ast loftbólur í blóðinu upp í heilaun, því í þeim loftþrýstingi er hægt að sjóða egg við 37 gráðu hita. Þá sýður sem sagt blóðið, sé ekki notað auka súrefni, og það þýðir ekki að anda þvi að sér nema undir þrýstingi. Jæja, eftir þessa tilraun vorum við settir i þrýsting, sem svaraði um 30 þúsund fetum, og þar var aftur tekið af okkur súrefnið. Þá vorum við látnir skrifa og leysa verkefni. Við hlið mína var maður, sem með súrefni lék sér að því að reikna hvað sem var, en þegar hann hafði verið stutta stund í loftslagi, sem svarar 30 þúsund feta hæð, gat hann ekki lagt saman þrjá og fjóra. líg horfði á hann færa blýantinn upp á þrjá og aftur niður á fjóra, en honum var ómögulegt að fá út sjö. Hann gerði þrjár tilraunir, en gat aldrei komið þessum tölum sam- an. Þá setti ég súrefnisgrímuna á hann, því hann hafði tapað dómgreindinni. Það er einn þátt- urinn í áhrifum súrefnisleysis, að mönnum finnst allt vera í lagi og þeim líður svo dæma- laust vel, svona eins og þeir séu liálfir, og það er fyrsta hættu- merkið. Ýmislegt fleira kemur fram, sem utanaðkomandi hefur ekki hugsað út í. Til dæmis er nauð- synlegt að fara i hreina súr- efnisöndun, sem tekur klukku- tíma, áður en farið er i svona mikla liæð, til þess að losna við köfnunarefni úr líkamanum, því annars koma afskaplegar kvalir í öll liðamót, aðallega þau stærstu, þannig að engu líkara er en sandur og jafnvel möl sé í hverjum lið, auk þess sem ým- is einkcnni súrefnisskorts gera vart við sig, svo sem náladofi, dofi í fótum, slæmur liósti og siðan verkur fyrir brjósti, and- köf, blinda, jafnvægisskynið raskast og heyrnin hverfur. Að lokum kemur svo sálarlegt lost, sem oft lagast ekki öðruvisi en með aðstoð sálfræðings. Loks er svo nemandanum kcnnt allt um það. iivernig eigi að komast úr vélinni í þessari hæð. Nú er flugmanninum alltaf skotið út úr vélinni í neyðar- tilfellum, með rakettuútbúnaði i sætinu: það er að segja að þvi er skotið upp úr vélinni, og að sjálfsögðu fer maðurinn fyrst í stað með stólnum niður, en losnar siðar við hann á álcveð- inn hátt og heldur áfram niður og nýtur þá góðs af súrefninu í pelanum, þar til komið er nið- ur í 1500 metra hæð, en þá á fallhlifin að opnast sjálfkrafa. Og allt annað að fara eftir því. f sambandi við þelta er mý- margt, sem þarf að muna. og þjálfun þarf að vera mikil i sambandi við þessi öryggistæki, þannig að það hvarflar að manni, að ef fullt öryggi ætti að vera fyrir flugfarþega í þessari hæð, kostaði það svo mikinn undirbúning, að engum dytti i lnig að fara. Og svona tæki verð- ur að sjálfsögðu að vera 100% öruggt. Nú, ýmislegt fleira mætti segja þér frá þessu námskeiði. En eftir á sá ég, að þetta var nauðsyn- legt, því mér hefði liðið liálfu verr, hefði ég ekki áður gengið í gegn 'um það. Svo kom að þvi að fara i sjálft flugið. Það stóð til að fara frá McGuire Air Force Base, sem er rétt suðaustan við New York- borg, en varð ekki af því, vegna þess að þá um morguninn var versta veður þar efra, en eitt- hvað skárra í Dover Air Force Base, og þangað flaug minn kol- lega með mig á einni af þotum tlugmálastjórnarinnar, N-l. Þá var þar kominn liershöfðinginn á McGuireflugstöðinni, sem er yfirmaður loftvarnadeildar bandariska flughersins á austur- ströndinni, auðvitað á sinni þotu, og tók á móti okkur. Næsta klukkustund fór i það, að heima- menn skýrðu frá varnarkerfi flughersins, og fékk ég smá tilsögn í meðferð sjálfrar vélar- innar, sem ég átti að fljúga í. Siðan var farið með mig i bún- ingsdeild flugstöðvarinnar og þar var ég færður úr öllu. Það var bókstaflega tind af mér hver einasta spjör, þar til ég var kviknakinn, en að því lolcnu var ég færður í sérstök nærföt og svo allan galla, þar til flug- búningurinn var kominn utan á mig alveg komplett, náttúrlega með fallhlíf og „survival kit“ (björgunarbagga). Það tók mest af klukkutíma að klæða mig i, máta súrefnisgrímu og fleira, þvi allt verður að falla mjög vel og vera þannig, að engin bilun geti komið fram. Og þá var loks komið að því að fara í loftið. Við vorum tveir flúgmáður og ég, nemaiidi. Ég liafði að sjálfsögðu einnig stýri. Flugmaðurinn byrjaði á að segja mér, að ég yrði að rífa vélina svo að segja beint upp. Venjulega er farið með jöfnum halla, og það hafa flestir séð, en þarna verður að fara svo bratt upp, að helzt líkist eld- flaug. Annars verður hraðinn svo mikill, að nefhjólið næst ekki upp, en það lokast á móti loftstraumnum. Við fórum upp i 43 þúsund vex þvottalögur léttari uppþvottur léttara skap VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.