Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 21
 Nautið hleypur af öllu afli á rauða klæðið, sem Ordonez veifar fyrir framan það. Á síðasta augnabliki víkur hann sér undan, og nautið missir jafnvægið. Deyjandi nautabani bor- inn út af blóðvellinum. LEIKUR VID DAUDANN VITAÐ ER UM RÚMLEGA FJÖGUR HUNDRUÐ MANNS, SEM HAFA LÁTIÐ LÍFIÐ VIÐ NAUTAAT, OG ÁHORFENDUR ERU ALLS EKKI ÓHULT- IR HELDUR. Þeir, sem þola ekki a8 lesa um slíkt, ættu þegar i staö að fletta aftur i blaöið, og skoða heldur myndasögurnar. Við skulum byrja ofur varlega, og hefja frásögnina á kappanum Ordonez, sem nú mun vera fræg- astur lifandi nautabana. í raun- inni höfum við lítið af honum að segja, annað en birta tvær myndir af viðureign hans við bola, sem sýna ljóslega þá leikni og hugrekki, sem góður nauta- bani þarf að vera búinn. Önnur myndin sýnir livern- ig liann stendur þráðbeinn með aðra hönd á mjöðm, þegar naut- ið ræðst á hann með morð í huga. Hann sveiflar rauðu dul- unni til á siðasta augnabliki og lyftir hendinni yfir haus dýrs- ins, sem bjóst við að stinga hornunum i manninn, — en grípur í tómt og missir jafnvæg- ið. Hin myndin er tekin á þvi augnabliki er Ordonez stingur sverði sínu á kaf í lierðakamb nautsins, allt að hjarta og leggur það að velli á augnabliki. Mynd- in sýnir greinilega hugrekki mannsins, sem liefur ekki einu sinni fyrir þvi að víkja undan hornum nautsins. Svo viss er hann um að 'drepa dýrið, og svo válega leikur hann sér að dauðanum. Jafnvel þrautþjálfað- ir nautabanar liitta ekki alltaf á réttan stað með sverðinu, og þeim mistekst að stinga þvi á hol. Ef þeir hafa ekki vikið sér undan, er þeim bani vís. En Ordonez treystir á sjálfan sig og leggur allt á hættu. En jafnvel frægustu nautaban- ar eru ekki ávallt svona heppnir. Til eru heimildir um 404 menn, sem liafa beðið bana i nauta- liringnum, síðan 1747, þegar „picador“ að nafni Marcos Saez var drepinn i Sevilla. Af þessum 404 voru 153 „novilleros“, eða nýliðar í starfinu. 32 voru „banderillos“ og 60 „picadores“, sem báðir eru aðstoðarmenn nautabanans og undirbúa úr- slitaleik nautsins og nautaban- ans með því að særa það og æsa það upp. Fimm voru „rejonea- dores“, sem berjast á liestbaki við nautið, tveir voru grín-nauta- banar og einn „puntillero“ — maðurinn sem leggur síðustu hönd á verk og gengur úr skugga um að nautið sé dautt. Þegar litið er á þá staðreynd að allir nautabanar leika sér að dauðanum hvert sinn cr þeir ganga inn á leikvöllinn, þá er þetta ekki há tala. Næstum allir nautabanar særast á hverju ári, og mismunandi mikið. Hve oft eða mikið þeir særast, er ekkert merki um það hve góðir þeir eru í faginu. Belmonte, sennilega mesti nautabani sem nokkru sinni hefur verið uppi, var eitt sinn spurður live oft hann liefði særzt á þeim 25 árum, sem hann stóð fyrir framan hornin. Hann sagðist ekki vita það. „Tuttugu sinnum?“ var hann spurður. Hann hló. „Miklu oftar.“ „Fjörutíu,“ var sagt. „Fimm- tíu sinnum?“ Hann svaraði brosandi. „Si,“ sagði liann og brosti. „Fimmtíu. Það er skemmtileg tala!“ En það hefði þurft æfðan lækni til að telja örin á líkama hans. Einasti nautabaninn, sem liægt var að segja um að gæti keppt við Belmonte, hét Josel- ito, enda var hann stórkostleg- ur listamaður í þessari grein. Hann særðist aðeins tvisvar sinnum á þeim 16 árum sem Framhald á næstu siðu. VIKAN 25. tbl. 2\ f

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.