Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 5
hans, en húri hafði taugar til að rífa þau niður og skera þau nið- ur í sárabindi og hann var hrif- inn af því. Nei, ég get ekki lifað á þessari djöfuls plantekru, ekki einu sinni með herra Anderson. Hugsið ykkur mig, akandi 5 gegnum þrumuveður. Mig, sem alltaf hef verið svo hrædd við þrumur. Ég myndi skríða upp í rúmið mitt og draga sængina upp yfir eyru. Svona stormur kernur ekki í Azusa. Ég er þreytt. Ég er hræðilega þreytt. Ég vil kom- ast heim til Bandaríkjanna og aldrei framar sjá bát eða lest á allri minni ævi. Ég er búin að fá nóg af ævintýrum. Hún hætti að hugsa og einbeitti sér með hverjum vöðva og taug að bílnum og veginum. — Þetta er ekki vegur þetta eru Niagara- fossarnir, muldraði hún beisk- lega þegar bíllinn ók niður að brúnni, sem lá yfir Kuriána. Rennblautar bremsurnar höfðu hætt að verka og Pat skipti ör- væntingarfull í annan gír og síð- an í fyrsta gír, til að reyna að draga úr rennsli bílsins. Bíllinn snérist, hjólin gripu ekki gljúpa, vota og leirkennda jörðina. Tré höfðu fallið yfir veginn en ein- hvernveginn heppnaðist henni að aka yfir þau. Því nær, sem þau komu að brúnni þeim mun hærra hafði vindurinn og veðrið. An- ders reis upp og reyndi að sjá í gegnum regnvegginn, sem um- kringdi þau eins og stór gluggi úr sandblásnu gleri. — Hægðu á þér, Pat. Hægðu á þér, öskraði hann í gegnum veðurgnýinn. — Ég get það ekki, bíllinn er bremsulaus, öskraði Pat til baka. — Hægðu á þér, hægðu á þér, í guðs bænum, öskraði hann aft- ur. Hún hafði ekkert vald á bíln- um, hann rann og þeyttist og snérist í gegnum öskrandi og streymandi, rennblautt víti. Hún vissi ekki hvað hún var að gera en hún greindi nýja hættu í áköfum hrópum Anders; hún gat ekki haldið bílnum, en henni heppnaðist að sveigja í áttina að bakka við hliðina á veginum. Þau óku á tré, það varð árekst- ur, svo grófust hjólin í jörðina, hægðu ferðina og bíllinn nam staðar. — Þetta var ljómandi, sagði Anders við Pat, þegar hún sneri skelfdu og örvæntingarfullu and- litinu að honum. — Þú ert stór- kostlegur ökumaður, Pat. Ég hugsa, að þú hafir bjargað lífum okkar allra. Wajang litli hafði brugðið blundi sínum við höggið og horfði óskýrum augum framan í kon- una sem hallaði sér yfir hann. Honum var mjög kalt og þó var honum mjög heitt, honum leið mjög illa. Hann horfði á Jeff, hann grét ekki eins og veikt barn, heldur var þögull eins og lítið dýr, sem þjáist. — Sofðu, litli prinsinn minn, hvíslaði hún að honum á malayisku eins og hún hafði heyrt móður hans gera. — Sofðu, litli prinsinn minn, á morgun skulum við fara á bas- arinn og kaupa nýjan, rauðan sarong, og nýjan fínan rýting og fleiri sígarettur en þú hefur fing- ur. Wajang hlustaði á þessi orð og lokaði augunum aftur og brosti. Því rýtingur gerir menn að karlmönnum og sígarettur eru það, sem litlum javönskum drengjum þykir mest varið í frá þeim degi, sem þeir eru vandir af brjósti. Anders hafði stokkið niður úr bílnum og öslaði áfram í gegnum rigninguna. Stúlkurnar sáu myrkrið gleypa hann eftir fáein skref og geislar aðalljósanna skullu á myrkrinu eins og vegg- ur, gerður úr harðara efni en vatni. Það hafði ekki komið nein þruma eða elding í nokkrar mín- útur en eitthvað small og hvæsti í myrkrinu rétt hjá þeim. An- ders kom aftur; hann skaut upp kollinum eins og sundmaður, sem kemur úr kafi. — Sjáðu nú til Pat, sagði hann og horfði beint framan í hana með einkennilegu brosi eins og hann vorkenndi henni, en vildi ekki láta það koma fram. — Það er eins og ég hélt. Brúin er far- in. Hún brotnar niður nokkrum sinnum á ári, meðan regntíminn stendur yfir. Áin hefur flætt og það er mikið af allskonar reka í henni. Það er ekkert sem við getum gert, annað en að aka í gegnum það allt saman. Ég hef gert það oft áður. Ef við bíðum versnar það aðeins. Viltu hætta á það? Pat svaraði ekki, en Jeff leit á veikt barnið í kjöltu sinni og kinkaði ákveðin kolli. -—- Við verðum að komast yfir, sagði hún ákveðin. — Wajang þarf að kom- ast til læknis. og faðir minn verð- ur ákaflega æstur ef við skjótum ekki upp kollinum á réttum tíma. Eða ertu of hrædd, Pat? Pat hló kuldalega: — Ég? sagði hún. — Nei, það hefur sína kosti að vera dóttir vöru- bílsjóra, þegar allt kemur til alls. Anders klöngraðist aftur upp í bílinn og settist í framsætið við hliðina á Pat. — Ég get ekki mikið gert með þessarri ónýtu hendi, sagði hann og yppti öxl- um. — En ég skal sitja hérna hjá þér og hljálpa þér að stýra með þeirri, sem er í heilu lagi. Allt í lagi? Jeff, reyndu að halda þér og stráknum. Hægt, núna hægt. Svona förum við, róleg Pat, róleg, vertu ekki hrædd, þetta er bara smá aukanúmer. Aukanúmerið var rambandi, veltandi, hristandi flóki af reka- viði og föllnum trjám, stubbum, molum og bambusviðarflísum, sem voru í allt að tólf feta há- um hrúgum, þar sem brúin hafði verið áður. Milli hrúganna þeytt- ist áin áfram, dró með sér eina flísina þar og reif með sér laus- an trjástofn hér, þeytti fleiri kubbum í áttina að eyðilegging- arhrúgunum og hélt öllu á stöð- ugri, hægri en hringlaga hreyf- ingu. — Svona, sagði Anders og stýrði með vinstri hendi. — Sérðu Pat. Charley hefur skilið eftir einhvernskonar vörður handa okkur. Gamli, góði, Charl- ey! Svona krossið þið nú fing- urnar stúlkur. Ef þessi hrúga hrynur ekki næstu mínúturnar, er þetta hreinasti barnaleikur. Aðeins meira til hægri — reyndu að komast framhjá þessum stofni þarna —- og gefðu nú í eins og þú getur, reyndu ekki að horfa á neitt, gefðu í, beint áfram. Hef- ur þér nokkurntíma dottið í hug að vera línudansari, Pat? Nú færðu reynsluna. Aktu Studebak- er six eftir kaðli — bensín meira bensín! Svona, við erum komin yfir! Þetta var miklu verri draum- ur, en Pat hafði nokkurntíma dreymt á allri sinni ævi, og þó var hún vön andvökum og slæm- um martröðum, sem hún vakn- aði af æpandi og böðuð í svita. Síkvikur rekaviðurinn lét undan hjólunum og hrúgaðist upp fyr- ir framan þau. Anders talaði án afláts vegna þess, að hann hafði það á tilfinningunni, að það myndi líða yfir Pat um leið, og hann þagnaði. Hann talaði til að dylja hana verstu hættunni: að stofnarnir gætu hrúgazt upp og hrunið yfir þau. Síðustu metram- ir voru næstum stökk meðan tvö hjólin snerust í lausu lofti, án þess að hin næðu taki á gler- hálum bakkanum. Um leið og þau náðu bakkanum hinum meg- in, byrjaði öll hrúgan að hreyfast með sívaxandi hraða og nýjir hópar af fljótandi viði skutust fram úr myrkrinu, þaktir af hvítu, froðukenndu vatni árinn- ar. Bíllinn þaut áfram á bakkan- um hinummegin, vegna þess að Pat réði ekki við fótinn á bensín- gjöfinni. Hné hennar skulfu og hún réði ekki við fótleggina. Svo nam bíllinn staðar, skjálfandi eins og uppgefinn veðhlaupahest- ur. Pat lét hendurnar falla af stýrishjólinu. Viskí, var allt það sem hún gat hugsað. Hún sagði það ekki upphátt, en Jeff kom til hennar úr baksætinu og hélt flösku að vörum hennar. — Svona, Pat, gefstu ekki upp. — Drekktu, þú hefur gott af því. Pat tók gúlsopa af gininu, en það gerði henni ekkert gott. í rauninni hataði hún það, hún hataði lyktina og bragðið af því og hvernig það brenndi þurran háls hennar. Hún hristi höfuðið og litaðist um. Þrumurnar voru hættar og stormurinn var hjaðn- aður. Regnið varð minna og minna. Skyndilega lýsti tunglið að nýju, hvítt og hreint á ný- þvegnum himni. Þessi nótt hafði verið nóg til að gleyma því, að til væri nokkurt tungl. En þarna var það, kringlótt og mjúklegt, og horfði niður yfir trjátoppana, pálmalundina og rísakrana. Hver einasti regndropi breyttist í gim- stein og loftið var eins og silfur- mynztrað, eins og vefur úr álf- heimum. — Sagði ég ekki, að þetta væri aðeins aukanúmer! sagði Anders við Pat. Hún lokaði augunum. — Ég er alveg í rusli, svaraði hún. Anders lagði vinstri hönd sína yfir hægri hönd hennar, þar sem hún lá máttvana í kjöltu henn- ar. — Þakka þér fyrir, Pat, þú komst okkur heilu og höldnu í gegn, sagði hann. — Þú ert góð stúlka. — Já, ég veit það, herra And- erson. Gallinn er bara sá, að ég er ekki nógu góð, sagði Pat og tók um stýrishjólið aftur. Brottförin I Samkvæminu um borð í Tjalt^- ane var lokið. Þrumuveðrið hafði bundið enda á það fyrr en ætlað var, þar sem flestir gestanna þökkuðu fyrir sig, þegar skipið fór að hallast og velta í rótinu, þegar vindurinn tók að þjóta í reiðanum, eldingarnar lýstu upp skýin og þrumurnar gnæfðu yfir veizluglauminn. Sumir hinna næmari gesta, svo sem landstjóra- frúin og eiginmaður hennar höfðu þakkað kurteislega fyrir sig og farið, þegar þau urðu vör fyrstu merkja komandi storms. Sumir hinna reyndu að halda áfram að njóta þessarrar sjald- gæfu ánægju eins lengi og mögu- Framhald á bls. 3<i. VIKAN 25. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.