Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 39
Sílver Gillette raksturinn ■■ - aldrei geta gleymt. Sólin logaði yfir grassléttunni. Þröngi stígur- inn, sem var eins og græn göng í gegnum hörð, beitt, glitrandi blöð. Göngin lokuðust næstum yfir höfði hans, en þau náðu að- eins upp að öxlum Andersong. Nokkrar blóðsugur höfðu bitið sig fastar í hnésbætur Ander- sons; hann hafði séð þær, beygt sig niður og slitið þær af. Það var hlægilegt með tilliti til þess, sem gerðist á eftir. Anderson sneri sér að honum, brosti og sagði á dönsk.u: — Þakka þér fyr- ir, kæri vinur. Hann opnaði aug- un og sneri sér aftur að skák- inni. — Þér eigið leik, Vanden- graf, sagði hann fremur óþol- inmóður. Vandengraf starði á skákborðið með undarlegum svip. Hann hristi höfuðið eins og til þess að fæla frá sér mosk- ítóflugur: — Já, já, muldraði hann og færði biskupinn sinn, en taflmennirnir hurfu fyrir aug- um hans, þeir urðu óskýrari, næstum eins og mynd á kvik- myndatjaldi, þegar önnur kem- ur í staðinn. Hinn smásniðni sorg- arleikur taflsins hvarf burt og það sém Vandengraf sá í stað- inn var endalaus grassléttan, þar sem sólin brann uppi í himnin- um. Eftir stíg sem var líkastur göngum komu tveir menn, ann- ar hávaxinn og nokkrum skref- um á undan, hinn minni, rétt á eftir. Sá minni nam staðar, beygði sig niður og sleit nokkr- ar blóðsugur af fótum þess stærri. Sá stærri sneri sér við, brosti og sagði: —- Þekka þér fyrir, kæri vinur. Vandengraf heyrði þetta, dauft hljóð eins óg það kæmi í gegnum vatn. Um leið og hann sá, að þetta var Anderson kom Van Halden í gegnum grasið ... og þarna var taflborðið aftur. Halden færði drottningarpeðið. Hann horfði varlega á andlit hug- lesarans og spurði: — Hvað er að þér, Vandengraf? Ertu að sofna? Vandengraf hristi höfuðið .... langt á eftir þeim komu nokkr- ir innæfddir menn með spjót, í gegnum grasið, en þeir létu fjar- lægðina verða meiri og meiri. Loksins létu þeir fallast niður í skuggann af grasinu og létu hvítu mennina tvo halda áfram, nema tveir hinna innfæddu sem báru riffla eins og Anderson og Halden . ■ • __ Þér eigið leik, Vandengraf. þarna var stór steinn, þar sem stígurinn lá inn í frumskóg- inn og áður en mennirnir tveir hurfu inn í þykkt, grátt rökkr- ið, námu þeir aðeins staðar . .. og taflborðið var ennþá fjarlæg- ara fyrir augum huglesarans og hann færði riddarann með skjálf- andi fingrum. — Áfram, sagði Halden. ; __Áfram, sagði Halden við Anderson, sem beygði sig nið- ur til að rannsaka sporin á gang- Silver Gillette-þægilegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist stígnum, sem var ekki breiðari en fætur þeirra innfaéddu, sem höfðu troðið hinn niður í trjá- gróðurinn. Vandengraf sá háa manninn reisa sig upp og heyrði greinilega það sem hann sagði: — Þetta lítur illa út, Hendrik ... ... — Og hér, og hér, og hér. Og nú eigið þér leik, sagði Halden við Vandengraf. Huglesarinn barðist við að komast aftur út úr skóginum og að taflborðinu og færði biskupinn á E 3. •—- Eruð þér veikur? spurði Halden, en röddin kom til Vand- engraf úr mikilli fjarlægð. — Smá sólstunga, kannske, muldraði hann og svo hvolfdist frumskógurinn yfir hann aftur. Svitinn sprændi af enni hans og andardrátturinn kom með erfið- ismunum. Allt í einu ranghvolfd- ust í honum augun svo aðeins hvítan sást, eins og í deyjandi manni. — Vandengraf, kallaði Van Halden. Hann óttaðist að Vand- engraf fengi krampakast. — Það er næstum orðið al- myrkt, sagði Vandengraf og það lá við að hann hóstaði út úr sér orðunum. — Hann fer á und- an og þér farið á eftir. Hann nem- ur staðar undir stóru pandanus- tré og snertir stofninn. Það er eitthvað, sem ég ekki skil. Ég er ekki veiðimaður, en Anderson er það. Síðustu geislar sólarinnar eru orðnir skáhallir og nú eru þeir farnir. Hann fer á undan yður. Hann nemur staðar og kall- ar á þjónana. Það er ekkert svar. Hann vill helzt snúa við og fara aftur til baka Þér hvetjið hann til að halda áfram. Hann hlær og klappar yður á öxlina. Þarna eru þjónarnir; þeir vísa veginn með litlum gamaldags luktum. Svo tekur hann hnífinn og ryður sér braut inn í frumskóginn. Þér fylgið honum. Svo er hann kom- inn í lítið rjóður. Þar eru fáeinir steinar. Hann bendir á einn. Þjónarnir eru horfnir aftur. Hann VIKAN 25. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.