Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 22
LEIKUR VIÐ DAUÐANN hann var í hringnum. — Og svo í hinzta sinn. Það var 16. mai 1920. Joselito var aðeins 25 ára gamall, hár og myndarlegur tatari. Nautið, sem hann átti að berjast við hét Bailador, lítið og slóttugt. Jose- lito sá strax að það var „burrici- ego“ — fjarsýnt, og sá aðeins það sem gerðist lengra í burtu, en var næstum blint á stuttu færi. Það var því mjög hættulegt, því það sá ekki rauða klæðið, sem önnur naut ráðast á, heldur aðeins einhverja þúst. Joselito vissi þvi að ekki þýddi að reyna að leika á það eins og venja var. Bailador lék sér að þvi að drepa fimm hesta áður en Jose- lito gekk að því með sverð og rautt klæði. Honum gekk prýði- lega lengi vel og lék sér við nautið svo áharfendur stóðu úr sætum sinum af hrifningu. Þá varð honum á skyssa. Hann ætlaði að laga tak sitt á sverðinu og gekk fimm metra aftur á bak frá nautinu. Þá var hann kominn í þá fjarlægð að nautið gat greinilega séð hann. Hann horfði á klæðið og var að laga það, þegar nautið réðist á hann. Á- horfendur hrópuðu og hann leit upp og sá nautið koma æðandi að sér. Enn var tími fyrir hann að vinda sér frá því. En enginn veit ástæðuna fyrir því að liann stóð grafkyrr. Kannske gleymdi hann því augnablik að nautið var fjarsýnt, kannske var hann of stoltur til að hlaupa undan. Á næsta augnabliki höfðu horn nautsins rifið hann á hol. Aðstoðarmenn hans ginntu nautið í burtu, en Joselito and- aðist nokkrum minútum síðar. En það eru ekki allir nauta- banar, sem hafa verið rifnir á hol af nautshornum. Jose de los Santos gekk dag einn inn á svæðið, stoltur og virðulegur, og átti að berjast við fyrsta naut dagsins. Þegar hann sá nautið koma hlaupandi, varð hann allt í einu svo óskiljanlega hræddur að hann sneri sér við og hljóp í ofboði að girðing- unni, stakk sér á hausinn yfir hana — féll á sitt eigið sverð og beið samstundis bana. Annar nautabani fékk horn í síðu sína. Sárið var ekki ban- vænt, svo hann var fluttur heim til sín. En af einhverjum ástæð- um hafði hann horn í síðu konu sinnar, og þau fóru að rífast. Hann þaut á fætur og ætlaði að berja kerlinguna, en hitti ekki, datt á gólfið, reif upp sárið — og dó. Annar nautabani, sem hafði barizt við 1000 naut, fékk sér fri dag nokkurn 1925, og fór til að horfa á nautaat. Rétt hjá hon- um sat fyllibytta, sem fór að sví- virða naut, nautabana og nauta- at í heild. Nautabaninn veitti manninum nokkrar áreiðanleg- ar upplýsingar um ætterni hans, uppeldi og blóðskyldu hans við hunda, og hélt síðan áfram að horfa á atið. Sá fulli sveiflaði flöskunni sinni þar til hún stað- næmdist á skalla nautabanans og sendi hann samstundis til feðra sinna. Dauðinn er ávallt nálægur á leikvanginum og jafnvel á áhorf. endapöllunum. Það er ótrúlegt hve margir áhorfendur liafa misst lífið, þegar sverð hafa komið fljúgandi frá leikvangin- um og beint á þá. Manolete hét heimsfrægur nautabani. Eitt sinn mistókst honum að reka sverðið á kaf í nautið, sem hrissti sig svo svérð- ið þaut með ógnar afli beint i áttina að gámalíi konu, sem sat framarlega á áhorfendabekkj- unum. Það var eins og ör hefði verið skotið að konunni, og ekk- ert virtist geta bjargað henni. Skyndilega stóð fullorðinn, hæg- gerður maðúr með gleraugu upp nokkuð frá konunni, henti sér að sverðinu og greip það berum höndum um hárbeitt sverðsblað- ið, og stöðvaði það á fluginu. Mannfjöldinn hrópaði og lét öll- um illum látum af hrifningu yfir hugrekki mannsins, þegar hann var borinn alblóðugur í liurtu, og Manolete tileinkaði lionum nautið, sem hann var að berjast við, en það þykir mik- ill heiður. Nokkrum mínútum síðar tókst öðru nauti að reka hornin í gegnum aðstoðarmann Manolet- og drepa hann, en konu nokk- urri í áhorfendahópnum varð svo mikið um að hún hné niður og var þegar látin úr hjarta- slagi. Það skeði á sama stað í fyrra, að naut tók mikið tilhlaup og réðist beint á girðínguna fyrir framan mannfjöldann, brauzt i gegnum liana og lenti í fanginu á leikaranum Orson Welles. Nautinu urðu fljótlega ljós mis- tökin, og það sneri við, en á leiðinni til baka særði það hættulega ljósmyndara, sem ætl- aði að taka mynd af atvikinu. Orson leit í kringum sig, yppti öxlum, burstaði rykið af bux- unum, tók sér stóran aukagúl- sopa úr vínflösku sinni og hélt áfram að horfa á bardagann. Það hefur oft komið fyrir að áhorfendur hafa beðið bana, þegar naut hafa hlaupið inn á áhorfendasvæðið. Eitt frægasta dæmið skeði 1952 í Malaga. Boli stökk yfir girðinguna og stóð ráðþrota meðal áhorfenda, sem augnabliki áður höfðu æpt sig hása til að hæðast að ræfilsskap nautabananna. Nú höfðu þeir bolann beint fyrir framan sig og gátu tekið til eigin ráða. Þeir gerðu það ■— æ’ptu, görguðu, hrintu, lömdu, spörkuðu, klór- uðu og hárreyttu liver annan, til að komast sem fyrst út. Flest- ir komust undan, en einhver datt á vömbina og þeir sem komu æðandi á eftir, duttu auðvitað um hann þangað til dálagleg hrúga af sparkandi, æpandi og klórandi þjóðfélagsþegnum var komin á ganggólfið. Boli setti hausinn undir sig og bjóst til að stinga sér á næsta bossa, þeg- ar grannur, ungur maður í Ijós- um fötum birtist allt i einu fyrir aftan hann.. „Toro!“ hrópaði hann hátt og fyrirlitlega. En spænsku nautin tala bara spænsku og vita þvi að „toro“ þýðir „boli“. Og þeir ku vera ákaflega næmir fyrir liáði og storkun í spænskum nautabana- barka. En ungi maðurinn var einmitt einn þeirra frægasti, Luis Migu- el Dominguin, sem þarna var staddur sem áhorfandi. Boli snéri hausnum við, horfði rannsakandi á Dominguin, en sneri sér svo aftur að hrúgunni fyrir framan sig. Dominguin fór úr jakkanum og flengdi bolann með honum. Skepnan leit aftur á hann, en hélt samt upphaf- legri stefnu og mundaði nú hornin til að stinga þeim í kássuna. Dominguin greip til síðasta úrræðis síns, beygði sig áfram, greip um halann á bola og kippti hraustlega i. Og nú var bolanum nóg boð- ið. Slíkt lætur enginn boli bjóða sér, ef hann hefur snefil af virð- ingu fyrir sjálfum sér, og hann sneri sér snöggt við, bölvaði hraustlega og réðist óður af reiði á þennan dóna. Hann geyst- ist eftir ganginum eins og eim- reið og réðist á manninn, en það einasta sem hornin hittu var ljósgrár jakki Dominguin. Það sem nú skeði, er sennilega einkennilegasta nautaat, sem sézt hefur. Dominguin beitti allri sinni kunnáttu og tækni til að narra bolann eftir ganginum, lét han stökkva á sig og vatt sér undan á síðasta augnabliki, framhjá áhorfendabekkjum, fyr- ir horn, í gegnum hlið, þar til hann loks lét bolann stökkva sótvondan á jakkann sinn, sem var í innganginum til leiksvæðis- is, og boli hentist þangað með jakkann á hornunum, en 12 þús- und áhorfendur æptu og liopp- uðu af hrifningu. Dominguin gerðist nautabani aðeins tíu ára gamall, og er hann einn sá heppnasti i sambandi við sár og meiðsl, því hann hefur aðeins særzt fjórum sinn- um. En dauðinn hefur ávallt verið honum nálægur. Hann var i hringnum þegar Manolete og Miura-boli drápu hver annan. Hann hefur séð novilleros fá nautshorn gegn um höfuðið, magann eða löppina og oftar en einu sinni hafa kynfæri kunn- ingja hans dinglað á nautshorn- um. Hann tekur því öllu með ró, að því undanteknu þegar Mano- lete beið bana, — og kennir sér um dauða hans. Manolete var 29 ára gamall, þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta að koma fram í nautahringnum, en setjast í helgan stein og keppast við að eyða þeim 150 milljón krónum, sem hann var búinn að vinna sér inn síðan hann byrjaði að bana bolum 13 ára gamall. Mano- lete var þekktur undir nafninu „Sorgmæddi riddarinn“ vegna þess hve alvarlegur hann var á- valt í starfinu, en heimsfrægur fyrir dirfsku og hugrekki. Dom- inguin var þá 21 árs, fullur sjálfstrausts og jafnvel montinn. Hann slorkaði Manolete opinber- lega með því að liann væri að hætta af því hann þyrði ekki að keppa við sig i leikni og dirfsku. Hann lét skína í að Manolete berðist aðeins við smábola og hefði misst kjarkinn. Blöðin tóku agnið upp og gerðu eins mikið úr því og þau gátu. Þetta dugði. Manolete var of stoltur til að taka þegjandi við slíkum móðg- unum. Hann sagðist mundu berjast eitt sumar í viðbót og keppa við Dominguin hvar sem væri, hvenær sem væri og með stærstu og hættulegustu naut- um, sem hægt væri að fá. í ágúst 1947 komu þeir báðir fram í Linares, á Spáni, og á móti þeim réðust Miura naut, hin frægu ógnvelcjandi „Dráps naut“. Þessar skepnur hafa drep- ið átta fræga nautabana, og eru svo grimm og hséttuleg að allir nautabanar á Spáni komu sér eitt sinn saman um að neita að berjast við þau, og það bann stóð yfir i mörg ár. Yiðureign þeirra þennan dag er fyrir löngu orðin fræg og nolckurskonar þjóðsaga á Spáni. Framhald á bls. 48. 22 VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.