Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 27
Súrcfnisgríman verður ekki valin af handahófi fremur en annað. Hana verður að máta af stakri kostgæfni, því ekki ríður svo lítið á, að hún standi sig. F 106 B Delta Dart. Þetta er vélin, sem Agnar flaug, og er hún í þann veginn að snerta í lendingu. ■ 11 Hlill v 't'* i.................'........I próf. Þá var ég settur í stól framan við töflu, líkasta skólatöflu, og á töflunni voru fjögur rauð ljós i lóðréttum röðum, sinn hvorum megin, en á milli þeirra var lítið, ferhyrnt op. Neðan á armhvilum stólanna voru hnappar, þrír hvorum megin, og stóðust á við vísi- fingur, löngutöng og baugfingur, þegar haldið var utan um arm- hvílurnar með þumalfingurna ofan á, i stefnu fram. Þetta voru rofar, sem áttu við ljósin á töflunni; fremsti hnappurinn hvorum megin við tilsvarandi efsta ljós og siðan aftur og niður eftir, en fyrir neðstu ljósin voru fótrofar. Siðan var kveikt á Ijósunum á föflunni, mjög ört og ókerfisbundið, og átti þá að slökkva þau jafnhraðan með hnöppunum á stólnum og fótrofunum. Eftir nokkra stund var svo sett á mig „extra load“, eða auka álag. Ég fékk hjálm á höfuðið og á mig var spenntur hljóðnemi, og nú átti ég að segja upphátt á hvaða ljósum ég slökkti, um leið og ég þrýsti á hnappana. Ég varð að segja þrjú orð, t. d. „Left Side Three“, eða „Right Side Two“, eftir þvi sem við átti, og þetta varð að vera greinilegt. En eftir smástund var ég farinn að hvísla þetta, því það sem sagt var bergmálaði aftur inni i hjálminum með einnar sek seinkun, þannig að þegar ég hafði slökkt „Left Side Three“ og sagt það kom á töfluna „Right Side Two“ en um leið glumdi „Left Side Three“ i hjálminum, og það var óneitanlega mjög trufl- andi. Að lokum var ég svo settur undir „yfirálag,“ eða „overload“. Þá voru ljósin eins og áður, en auk þeirra kom í gluggann á töfl- unni einn stafur i einu, aðeins stutta stund, og ég átti að nefna jafnóðum næst-næsta staf á undan þeim, sem í glugganum var hverju sinni. Við getum til dæmis sagt að stafaröðin hafi byrjað þannig: B 7 D 9 E. Ég átti að bíða mefðan B og 7 runnu framhjá, en þegar D kom á gluggann átti ég að segja B, við 9 og segja 7 og þanig koll af kolli, allt um leið og ég hamaðist við að slökkva Ijósin sem áður. Ég verð að viðurkenna, að fyrst i stað féll mér allur ketill 1 eld. Ég ætlaði hreinlega að gefast upp. En svo hleypti ég i mig hörku og ákvað að reyna eins og ég gæti. Ég setti á mig þrjá stafi og nefndi þá í réttri röð, þegar næstu þrir stafir birtust og hamaðist svo við að reyna að læra næstu þrjá í röð, og þannig koll af kolli. Þetta endaði þannig, að ég fékk nothæfa útkomu. Þessi skoðun var sem sagt ströng og erfið, en ég slapp vel út úr lienni og mér finnst, að menn ættu að fara í slíkar skoðanir við og við. Ef allt er í lagi, verður liðanin svo ágæt á eftir, •— ef eitt- hvað er i ólagi, er um að gera að fá bót á þvi. Til þess eru lækna- vísindin, að finna það sem að er og laga. Nú var ég búinn að fá passa upp á að ég þyldi jafnvel að fara út í geiminn, og var náttúrlega ósköp ánægður með það. Þegar þeir vinir mínir hjá flugmálastjórninni sögðu mér síðan að fara til Andre'ws Air Force Base og undirgangast þar einhverjar skoð- anir hélt ég að nóg væri að vísa til vottorðsins frá Lovelace Clinic.. En það brást. Ég varð að setjast á skólabekk á Andrews Air Force Base, hlusta þar á 16 fyrirlestra og horfa á 11 kvikmyndir, og fara þrisvar i það sem þeir kalla „Pressure Chamier Check“, eða loft- þrýstiklefa, þar sem loftinu er dælt út til að framkalla sama loft- þrýsting og í allt að 43 þúsund feta hæð. Að þessu loknu verður nemandinn síðan að undirgangast próf úr þvi, sem hann hefur heyrt og séð, og fá að minnsta kosti 7 af 10 mögulegum, til að kóm- ast í gegn. Það gekk allt saman. Framhald á bls. 49. VIKAN 25. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.