Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 16
FANR EFTIR DflVID WESTHEIMER 7. HLUTI voru skil milli vagnahópanna og þeir framtakssamari úr hópnum tóku að nólgast veginn við fjarri enda túnsins, þar sem félagar þeirra í varðmannabúningunum skipuðu þeim til baka. Nokkrir tóku að ef- ast um möguleikana til að fram- fylgja óeetlun Ryans og reyndu að tala félaga sína til að slást held- ur saman í hóp og yfirgefa lest- ina, þegar dimmt væri orðið. Fyrsta þakklætistilfinningin í garð Ryans, fyrir að hann tók lestina, tók að réna og nú minntu þeir sjálfa sig og hvern annan á, hvernig hann hafði látið snúa á sig í PG 202, og töldu sér trú um, að það yrði áreiðanlega sama uppi á teningn- um núna. Þegar Ryan vaknaði, sá hann undir eins að mennirnir voru orðn- ir óþolinmóðir. Hann skipaði tólf menn úr hverjum hópi til að ræsta vagnana og koma öllum birgðum vel fyrir. Þeim sem eftir voru á tún- inu, skipaði hann í hópa á ný. Klukkan þrjú vakti hann Cost- anzo og tók að ráðgast við hann og Fincham. — Ég held, að ef við aðeins get- um gabbað okkur í gegnum Monza, - Mér er fariS að þykja vænt um þennan Gruppenfiihrer Dietrich, sagði Fincham. - ÞaS er eiginlega of góSur karl til að vera þýzkur. Þegar þeir voru horfnir, lét Ryan bera út lífsnauðsynjarnar, sem til voru í vagni Klements, og leggja þær í bland við gjafir ítalanna. Síðan var öllu skipt í tuttugu og tvo jafna parta. Ryan gerði allt vínið upptækt og lét setja það inn í vagn Klements. Þegar því var lokið, klöngraðist hann aftur upp í vagninn þar sem Costanzo og Stein sváfu, en Fincham vakti. — Þér takið stjórnina, yfirlautin- ant, sagði Ryan. — Ef nokkuð ger- ist vekið þér mig. Hann teygði úr sér á svefnpok- anum og eftir fáeinar mínútur var hann í fasta svefni. Eftir hádegið svaf Fincham meðan Ryan vakti. Costanzo og Stein brugðu ekki blundi. Klement, sem nú var bú- inn að jafna sig eftir fylliríið, en varð stöðugt hræddari, reyndi að tala við Ryan á lélegri ensku. Hon- um fannst að Ryan tæki of mikla áhættu með því að lofa mönnun- um að halda kyrru fyrir úti á eng- inu. Fram á eftirmiðdaginn létu menn- irnir sér nægja að reykja, drekka, éta og sofa. Þeir rökuðu sig, þvoðu fæturna, löguðu sokkana sína eða tóku sér fyrir hendur að hita kaffi eða te og tala saman. Endrum og eins námu bílar stað- ar niðri á þjóðveginum. og farþeg- ar þeirra spurðust fyrir um hvað væri um að vera. En varðmennirn- ir í þýzku einkennisbúningunum gáfu þeim merki um að halda á- fram. Um klukkan tvö tóku fangarnir að vera óþolinmóðir. Þeir færðu sig nær hver öðrum þangað til ekki Ryan. Fincham. Costanzo. Klement. Stein. Jg VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.