Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 3

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 3
Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.). Blaðamenn: GuB- mundur Karlsson, Sigurður HreiSar. ÚtUtsteikning: Snorri Friðriksson. Auglýsingar: Ásta Bjarnadóttir. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 533. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingar- stjóri: Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 25. Áskrift- arverð er 300 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. ANNÁLL ALDARINNAR. Ólafur Hansson mennta- skólakennari rifjar upp helstu innlenda atburði síð- an um aldamót og lýsir þeirri þróun, sem ótt hefur sér stað ó undanförnum 65 árum. VIKAN hefur einnig leitað til ýmsra fróðra manna og beðið þá um að tilnefna þá 10 menn, sem mest áhrif hafa haft á íslenzkt þjóðlíf á þessum tíma . . Bls. 10 LEIKUR VIÐ DAUÐANN. Grein eftir GK um nautaat og þær hættur, sem þeim fylgja, bæði fyrir nauta- bana — og áhorfendur. Því miður treystum við okk- ur ekki til að birta nokkrar myndir, sem upphaf- lega áttu að fylgja greininni, af tillitsemi við les- endur, en þær sýndu of greinilega hvernig nautin geta stundum sigrað nautabanann......... Bls. 20 HINUM MEGIN VIÐ HLJÓÐMÚRINN. Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri flaug fyrir skömmu þotu með tvöföldum hljóðhraða, og lifði þá mörg taugaspenn- andi augnblik. Sigurður Hreiðar ræddi við hann um þetta ævintýri og með viðtalinu fylgja margar skemmtilegar og fróðlegar myndir .... Bls. 24 GESTUR í ÍBÚÐINNI. Mjög skemmtileg og nýstárleg smásaga — um ástir ..................... Bls. 18 FANGARÁÐ í FLUTNINGALEST. Framhaldssagan er nú orðin mjög spennandi og enginn má missa af þessum kafla ........................... Bls. 16 svo. . . erum við auðvitað með kvennaefni — „Síðan síðast" — og margt fleira að venju. ...... Þeir lesendur VIKUNNAR, sem í dag eru ekki komnir yfir fertugt, muna sennilega lítið um árin fyrir strið. Að vísu er ennþá til fólk, sem man vel fyrstu árin eftir aldamótin, en þeim fer óðum fækk- andi, sem hafa fylgst með þróun hér á landi síð- ustu 65 árin. Og sú þróun er sannast að segja stórkostleg, hvernig sem á það er litið — hvort sem mönnum finnst hafa miðað til hins verra eða betra. Um það FORSÍÐAN Það eru ekki ýkjamörg ár síðan þarfasti þjónn- inn var okkar helsta og einasta farartæki hér á landi, og á fyrstu árum aldarinnar var ekki einn einasti bíll til á landinu. Nú er svo komið að kaupstaðabúar fara um helg- ar á bílnum sínum upp í sveit, og litlu börnin gægj- ast forvitnilega út um gluggann og spyrja: „Hvaða dýr er þetta, mamma?" — þegar þau sjá hest. Myndirnar tvær sýna betur en margt annað þá breytingu, sem orðið hefur. Baltasar teiknaði hest- ana — því það er orðið erfitt að fá Ijósmyndir af þeim — en Kristján Magnússon tók myndina af umferðinni. ANNÁLL ALDARINNAR. Ólafur Hansson heldur á- fram að fræða okkur um atburði undanfarinna 65 ára, og þeir sem lesa fyrri hlutann ( þessu blaði, vilja áreiðanlega ekki sleppa seinni hlutanum. ÞAÐ VAR ERFITT FLUGTAK . . . VIKAN heimsækir Alfreð Elíasson, framkvæmdastjóra Loftleiða, þar sem hann býr í nýju einbýlishúsi á Arnarnesi. GK spurði en Kristján Magnússon tók myndir. PARTY '65. Eða „Geim um allan heim". Skemmti- leg og fróðleg myndafrásögn af unglingasamkvæm- um um víða veröld — líka á íslandi. LEYNDARDÓMAR MANNLAUSU SKIPANNA. Fyrsta frásögn af ævintýrum, sem skeð hafa í sambandi við mannlaus skipsflök, sem reika um öll heimsins höf. BÍLAPRÓFUN VIKUNNAR: VIKAN prófar Rambler Marlin. FRAMHALDSSAGAN Fangaráð ( flutningalest. SMÁSÖGUR. Tvær spennandi smásögur: „Eiginmað- ur tveggja kvenna" og „Stormurinn". kunna að vera skiptar skoðanir, eins og kemur fram í Ijóðlínum Jónasar: „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg . . . ?" Ólafur Hansson menntaskólakennari aðstoðar okkur í þessu blaði við að minnast liðinna tíma og glöggva okkur á þessari spurningu í greininni „Ann- áll aldarinnar". HÚMOR í VIKUBYRIUN TOLLUR 1 | STOPP, FRÖKEN, ÞETTA ER OF- GOTT TIL AÐ VERA SATT ÉG HEYRÐI SVO GREINI- LEGA AÐ ÞIÐ DRÖGUÐ tappa ur flösku: FYRIRGEFIÐ _ ÞÉR GETIÐ VlST EKKI SAGT MÉR HVORT MORGUN- LESTIN MUNI VERA FARIN FRAM HJÁ? í ÞESSARI VIKU í NÆSTA BLAÐI BRÉF FRÁ RITSTJÓRNINNI VIKAN 24. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.