Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 30
iárnbraut frá Reykjavík austur yfir fjall. í þeirra hópi er Valtýr Guð- mundsson, sem gefur tímariti sínu nafnið Eimreiðin. En draumarnir um járnbrautir á Islandi áttu ekki eft- ir að rætast. — Allmargir Islending- ar höfðu talað í síma um síðustu aldamót. Um 1890 var lagður sími milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og annar milli ísafjarðar og Hnífs- dals. En símakerfi um landið vantar alveg. Æðstur valdamaður á íslandi um aldamótin er landshöfðing- inn. Það embætti hafði verið stofnað 1873, þegar stiftam.t- mannsembættið var lagt niður. Landshöfðingi um aldamótin er Magnús Stephensen, aristókrat og sérkennilegur persónuleiki, oft kaldur og fálátur við stór- bokka, en Ijúfur og hýr við al- þýðuna. — Um eiginlega stjórn- málaflokka er varla að ræða. Að vísu höfðu á árunum fyrir alda- mótin myndazt eins konar stjórn- málasamtök kringum þá dr. Valtý Guðmundsson og Bene- dikt Sveinsson, en þau eru harla laus í reipunum. Stjórnmálabar- áttan ( landinu snýst að mestu leyti um sambandið við Dani, flest önnur mál hverfa í skugga sjálfstæðisbaráttunnar. Skólaskylda er ekki enn á íslandi. Þó er þjóðin læs og skrifandi og er það mest að þakka heimilunum, svo og kirkjunni, sem heimtar, að börn- in læri kver undir fermingu. Barna- skólar eru komnir í flestum kaup- stöðum og meiriháttar þorpum, en starfsemi sumra þeirra er í molum. Elztur þessara skóla er barnaskól- inn á Eyrarbakka, sem er stofnaður 1852. Sums staðar í sveitum er stopul farkennsla, sums staðar eng- in kennsla. Embættismenn og efn- aðir bændur ráða stundum til sín heimiliskennara. Gerðar hafa ver- ið tilraunir til að stofna lýðháskóla í anda Grundtvigs og Kolds fyrir norðan, og bar hér mest á skól- um Guðmundar Hjaltasonar, hins mikla hugsjónamanns, sem var persónulegur vinur Björnson og Ibsens. En féleysið var hér „Þránd- ur í Götu". Að Möðruvöllum í Hörg- árdal starfar gagnfræðaskóli og annar í Flensborg í Hafnarfirði, og starfrækir sá skóli stundum ksnnara- námskeið. Eiginlegur kennaraskóli er ekki til í landinu. í Reykjavík og Ytri-Ey í Húnavatnssýslu eru starfandi kvennaskólar. Á Stóra- Hrauni við Eyrarbakka er starfandi heyrnar og málleysingjaskóli séra Olafs Helgasonar, en fyrsti skól- inn af því tagi hér á landi var stofnaður af séra Páli Pálssyni á Þingmúla í Skriðdal 1865. Búnaðar- skólar eru á Hvanneyri, í Ólafsdal og á Hólum. Langmikilvægasti fram- haldsskólinn í landinu er Latínu- skólinn í Reykjavík. Enn setja skóla- piltar talsverðan svip á bæjarlífið í Reykjavík, en þó ekki í eins rík- um mæli og aldarfjórðungi fyrr. Háskóli er enginn í landinu, en prestaskóli og læknaskóli eru í Reykjavík. íslenzkir lögfræðingar sækja enn menntun sína til Kaup- mannahafnar. Glanstími þjóðskáldanna. Sterkustu félagasamtökin í land- inu er góðtemplarastúkurnar, sem hafa blómgazt mjög á árunum fyr- ir aldamótin. Stúkur eru í flestum meiri háttar þorpum. Þær halda uppi talsverðu félagsmálastarfi, og í stúkunum þjálfast margir í al- mennri þátttöku í opinberum mál- um. Nokkur blöð eru í landinu, en engin þeirra eru dagblöð. Tilraun Einars skálds Benediktssonar fáum árum áður til að koma á fót dag- blaði í Reykjavík fór út um þúfur. En Islendingar eiga elzta tímarit Norðurlanda, Skírni, sem fór að koma út 1827. Skáldin eru í há- vegum höfð, og þau ná betur til þjóðarinnar en þau gera yfirleitt nú á dögum. Fólk i öllum stéttum lærir jafnharðan utanbókar ný kvæði eftir Matthías, Steingrím, Þor- stein og Hannes Hafstein. Benedikt Gröndal er énn á lífi, en er orðinn aldraður maður. Af rithöfundum í óbundnu máli er sennilega Einar Hjörleifsson áhrifamestur, og áttu þó áhrif hans eftir að verða meiri á fyrstu áratugum hinnar nýju ald- ar. Harka í stjórnmálum. Hinn 1. fébrúar 1904 gengur í gildi ný stjórnarskrá. Lands- höfðingjáembættið er lagt niður, en innlendur ráðherra, Hannes Hafstein, tekur við völdum. Með þessari skipan er þingræði leitt í lög á íslandi, því að ráðherr- ann verður að hafa stuðning meirihluta' þings. Hannes Haf- stein er hið mesta glæsimenni, hann nýtur almennrar hylli sem skáld og í þjóðmálunum hefur hann um sig sterkan og harð- s.núinn flokk, Heimastjórnar- flokkinn. En hann á einnig marga harða andstæðinga, sem flestir skipa sér í Sjálfstæðis- flokkinn undir forustu Björns Jónssonar og Skúla Thoroddsens. Nú fer einnig að bera á ungum og skeleggum baráttumönnum í sjálfstæðismálum þjóðarinnar, sem áttu eftir að koma mjög við sögu í stjórnmálum íslands, þeim Bjarna frá Vogi, Benedikt Sveins- syni yngra, Sigurði Eggerz og Gísla Sveinssyni. Stjórnmálabaráttan er ákaflega hörð í ráðherratíð Hannesar Haf- stein. Afar harðar deilur verða um símamálið, sem Hannes hafði for- göngu um. Andstæðingar hans héldu því fram, að loftskeytin væru framtíðin og voru því andvígir lagningu símalína um landið. Riðu bændur hundruðum saman til Reykjavíkur til að mótmæla sum- arið 1905. Hannes hafði þó sitt fram, og var tekið að leggja síma- línur um landið 1906 og sæsími lagður upp til Seyðisfjarðar. Frjálst fullvalda ríki. Árið 1907 kom Friðrik konungur áttundi í heimsókn til íslands með fríðu föruneyti og skipaði hann þá sambandslaganefnd til að semja frumvarp um stöðu íslands í ríkinu. Nefndin tók til starfa í Kaupmanna- höfn snemma árs 1908. Allir nefnd- armenn, nema Skúli Thoroddsen, urðu sammála um frumvarpið. (upp- kastið). Nú hófst harðasta kosninga- barátta, sem nokkru sinni hefur ver- ið háð á ísalndi. Svo fór, að and- stæðingar uppkastsins unnu mik- inn sigur, og var uppkastið með því úr sögunni. Hannes Hafstein sagði af sér ráðherraembætti snemma árs 1909, en Björn Jóns- son varð ráðherra. Harðar stjórn- máladeilur urðu einnig i tið Björns, einkum í sambandi við bankamálið, er Tryggva Gunnarssyni, banka- stjóra Landsbankans var vikið úr embætti. Fór svo, að flokkur Björns, Sjálfstæðisflokkurinn, riðlaðist, og Kristján Jónsson varð ráðherra 1911. Var mikil ringulreið á flokks- skipun hér á landi hin nætsu ár. Hannes Hafstein varð ráðherra aft- ur 1912—1914, en þá tók við Sig- urður Eggerz (1914—1915) og síð- an Einar Arnórsson (1915—1917). Einar var síðastur manna einn ráð- herra á íslandi. Heimstyrjöldin skapaði margvisleg vandamál, svo að stjórnarstörfin voru orðin ein- um manni ofviða. Hin fyrsta ríkis- stjórn á íslandi var mynduð í árs- byrjun 1917, og voru ráðherrarn- ir þrír. Fyrsti forsætisráðherra Is- lands var Jón Magnússon. í tíð þessarar stjórnar gengu sambands- lögin í gildi 1. desember 1918, en þá varð ísland frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Dan- mörku. Islendingar fögnuðu þess- um mikla sigri, en nokkuð skyggði það á gleði manna 1. desember 1918, að spánska veikin hafði þá nýlega geisað hér á landi og mörg hundruð manr.a höfðu dáið úr henni. Konur láta til sin taka. Um þessar mundir tekur flokka- skiptingin á íslandi að fá á sig nýj- an blæ. Stjórr.málin hætta að miklu leyti að snúast um baráttuna við Dani, en menn fara að skiptast í flokka eftir skoðunum á efnahags- og félagsmálum. 1916 var Fram- sóknarflokkurinn stofnaður og sama ár Alþýðuflokkurinn, sem allt fram til 1940 var í tengslum við Alþýðu- sambandið. íslenzku verkalýðs- hreyfingunni óx mjög fiskur um hrygg á tveimur fyrstu áratugum aldarinnar, og 1916 var Alþýðu- samband íslands stofnað. Nú taka menn eins og Ólafur Friðriksson og Jón Baldvinsson að boða sósíalist- ískar skoðanir, en raunar höfðu stöku menntamenn, einkum Þot- steinn Erlingsson, gert það fyrr. - Á þessu tímabili fengu íslenzkar konur pólitísk réttindi Kvenréttinda- hreyfingin í landinu var öflug und- ist forustu Bríetar Bjarnhéðinsdótt- ur og hún var ötullega studd af nokkrum stjórnmálamönnum, eink- um Skúla Thoroddsen. 1908 fengu konur hér á landi kosningarrétt til bæjar- og sveitarstjórna og 1915 til Alþingis. Engin kona var þó kjörin á þing fyrr en 1922 (Ingi- björg H. Bjarnason) Á þessum ár- um fóru konur hér á landi að sækja æðri skóla. Fyrsta konan, sem sat í Menntaskólanum í Reykjavík var Laufey Valdimarsdóttir dóttir Briet- ar Bjarnhéðinsdóttur. Hún varð stúdent 1910 (1897 hafði Elínborg Jakobsen lokið stúdentsprófi utan- skóla við Latínuskólann, en fyrsti íslenzki kvenstúdentinn mun vera Camilia Bjarnarson, sem tók stú- dentspróf í Kaupmannahöfn 1889). Þessir áratugir voru miklir breyt- ingatímar i íslenzku atvinnulífi, einkum í sjávarútveginum. Þar ryð- ur véltæknin sér til rúms, vélskip leysa skútur og áraskip af hólmi. 1904 fengu íslendingar sinn fyrsta togara, en tveimur árum áður var fyrsti vélbáturinn gerður út frá Vest- fjörðum. Síldveiðar verða æ mikil- vægari fyrir íslendinga, og Siglu- fjörður blómgast. Hann er stundum kallaður hin islenzka Klondyke, og þar má á sumrin líta menn af mörgu þjóðerni, en oftast eru Norðmenn fjölmennastir af útlendingum. Fjölgun við sjávarsiðuna. Hin nýja tækni við fiskveiðar flýtti mjög fyrir því, að þunga- miðja atvinnulifsins fluttist að sjávarsíðunni. Það fjölgar ört í kaupstöðunum, einkum Reykja- vfk. Vaxandi iðnaður á einnig sinn þátt í þessu. Og kaupstað- ig og þorp taka að skipta um svip, farið er að byggja stein- hús í stórum stfl, þó að enn sé mikið byggt úr timbri. Hin nýja byggingatækni fer nú einnig að setja sinn svip á sveitirnar, þar rísa steinhús og timburhús, þó að mikið sé enn eftir af torfbæj- um. Og ræktunin eykst í sveit- unum, þó að tæknin sé enn frum- stæð og margt í gamla horfinu. Hlöður leysa gömlu heygarðana af hólmi, fráfærum er víðast hvar hætt. Verzlun bænda færist æ meir til kaupfélaganna. Á stöku stað er farið að hita sveita- bæi upp með hveravatni. Braut- ryðjandi í þessu er hinn mikli völundur Erlendur Gunnarsson á Sturlureykjum. Menn fara að opna augun meir en áður fyrir hinum ónotuðu auðlindum ís- lands. Einar Benediktsson þreyt- ist ekki á að minna þjóðina á þær, einkum vatnsorkuna. Og á þessu tímabili byrjar vatns- orkan að fá hagnýta þýðingu. Fyrir aldamót hafði fjölhæfur gáfumaður, Frímann B. Arn- grímsson, lagt fram áætlanir um rafvæðingu hér á landi. Hann var of snemma á ferðinni, hon- um var tekið af fálæti og kulda og hann endaði sína daga sem sérvitringur á Akureyri, einmana og beiskur. En 1904 reisti Reyk- dal ( Hafnarfirði hina fyrstu vatnsaflsstöð hér á landi, og nokkrum árum síðar voru byggð- ar rafstöðvar á Seyðisfirði og Eskifirði. Elliðaárnar voru aftur á móti ekki virkjaðar fyrr en 1921. 0Q VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.