Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 7
hringinn? En tímamir breytast.
Áður fyrr tóku karlmenn virkan
þátt í uppeldinu og var það oft-
ast þeir er réðu hvað mestu um
börnin, en nú, þau börn sem eiga
feður, sjá þá sennilega sem
sjaldnast. Þarna kom þetta ber-
lega í ljós að þeir hafa engan
áhuga flestir hverjir fyrir böm-
um sínum, geta ekki einu sinni
séð af IV2 klst. eitt kvöld á ári,
til að yfirlíta vinnu barna sinna
eftir veturinn. Það er ekki að
furða þó börnin séu eins og þau
eru í dag, þar sem móðirin er
ein í því að vinna öll húsverk og
sér svo ein um uppeldi barnanna.
Þið á Vikunni, sem hafið látið
til ykkar taka í svo mörgu, ætt-
uð að hefja viðtöl við nokkra
feður um þessi mál. Ég er orðin
langorðari en ég ætlaði í fyrstu
og bið velvirðingar á því.
Ung húsmóðir.
Þetta er þörf hugvekja. Hvort-
tveggja mun vera, að heimilis-
feður leggja á sig óhæfilegan
vinnutíma (m.a. til að stanða
undir afborgunum af sjónvarps-
tækjum, gólfteppum og sóffa-
settum) og svo hitt, að það munu
vera talsverð brögð að því, að
menn ætli konunni sinni að hafa
veg og vanda af uppeldinu. Þeim
finnst að þeir eigi við nóg vanda-
mál að stríða utan heimilis og
finnst sanngjarnt að konan og
móðirin taki af þeim ómakiö með
bamauppcldið. En það er full-
víst, að þetta er háskaleg þróun,
því ekkert barn má fara á mis
við hina föðurlegu umhyggju.
Ef til vill verður eitthvað frek-
ar um þetta í Vikunni á næst-
unni.
VOND BÚÐ.
Kæri Póstur!
Ég er einn þeirra síðhærðu
skeggja, sem hef gaman af því í
tómstundum að bera liti á léreft,
og þarf því iðulega að leita til
þeirra verzlana, sem selja mál-
aravörur. Og það er ekki um auð-
ugan garð að gresja, mestan part
er það ein búð sem hefur þær
vörur, og á sumum sviðum hef-
ur hún einokunaraðstöðu. Og hún
misnotar hana hræðilega. Vöru-
valið er fátæklegt og verðið ofar
skýjunum, fyrir utan það, að af-
greiðslumennirnir eru svo geð-
vondir, að það er 'rétt á mörk-
unum að þeir henda manni ekki
út. Eina undantekningin af þessu
er sjálfur verzlunarstjórinn, en
hann fer í kaf undan fýlunni í
hinum. Ég vildi mælast til þess,
að forráðamenn þessarar verzlun-
ar gerðu gagngerða hreinsun
meðal starfsmanna sinna og hög-
uðu sér þannig gagnvart kúnn-
unum, að þeir kvíði ekki stöð-
ugt fyrir að koma þar inn fyrir
dyr — og ekki síður að þeir auki
vöruvalið og bæti það um allan
helming. Þá fyrst getur verzlun-
in staðið undir nafni sínu.
SSS
Þetta er ekki fyrsta bréfið, sem
við fáum með kvörtunum um eitt
og annað í þessari verzlun, þótt
það sé hið fyrsta, sem er svo
sómasamlega orðað, að það sé
prenthæft. Sem betur fer — ef
satt er sem bréfin segja — þarf
Pósturinn lítið að verzla þarna og
getur því ekki dæmt af eigin
raun, en ljótt er, ef satt er!
FLUGFREYJUMÁL.
Kæri Vika!
Nú langar mig að biðja þig að
hjálpa mér. Svo er mál með vexti
að ég hef mikinn áhuga á að
verða flugfreyja en ég hef bara
unglingapróf, get ég orðið flug-
freyja án þess að vera gagnfræð-
ingur ef ég kynni nú nokkur er-
lend tungumál.
Ég vona að þú svarir mér, svo
þakka ég þér allt gamalt og gott.
H. H.
Skilyrði til að koma til greina
sem flugfreyja eru að hafa gagn-
fræðapróf eða hliðstæða mennt-
un, en það þýðir að vera talandi
á einu Norðurlandamála og
ensku. Það að auki þarf umsækj-
andi að hafa aðlaðandi fram-
komu, vera snyrtileg með sig og
mátulega stór. Uppfylli hún þess-
ar aðalkröfur og svo nokkrar
minniháttar kröfur, fær hún að
taka þátt í námskeiði og undir-
gangast próf, sem síðan sker end-
anlega um, hvort hún getur orð-
ið flugfreyja. Og okkur er tjáð,
að iðulega komizt þær stúlkur í
gegn og verði mætar flugfreyjur,
sem koma persónulega til viðtals
hjá flugfélögunum, þótt prófaf-
rek þeirra séu svo takmörkuð, að
þeirra vegna einna hefðu þær
fengið afdráttarlausa neitun.
Hverfisgötu 50. — Sími 18830.
Einsmanns svefnsófi — lengd 185 cm — breidd 73
cm, sængurfatageymsla í baki. Stólar fóst í stil
við sófann. (Fjórar aðrar gerðir einnig til). Við
erum með mjög hentug húsgögn í litlar ibúðir og
einstaklingsherbergi. Athugið, flestar þær gerðir
af húsgögnum sem við höfum, eru aðeins fram-
leidd af okkur.
Húsgagnaverzlunín Sedrus
VIKAN 25. tbl. rj