Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 44
HÁRTOPPAR EINN ÚTVEGUM HÁRKOLLUR EFTIR MÁLI í ÖLLUM LITUM. STAKAR FLÉTTUR PEYSUFATAFLÉTTUR NYLONFLÉTTUR. TVEIR ÞRÍR - OG HÁRGREIÐSLAN ER FULLKOMIN G. M. búöín ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SÍMI 24626 i þér á fætur og komið með mér upp. Og segið ekki aukatekið orð, sem getur komið upp um það, að ég er ekki þýzkur. Pokarnir lyftust og Bostick settist upp, drepandi tittlinga móti vasa- I iósinu. — Þér getið farið til helvítis, von Ryan, sagði hann þri'ózkulega. — Ég fer ekki aftur upp í lestina og læt ekki taka mig þar eins og fugl í búri, nákvæmlega eins og f PG-202. Ryan stóð beint yfir honum, and- lit hans var eins og meitlað í stein. — A fætur, sagði hann. — Þeir þarna uppi vænta sér þess að ég drepi yður, og í raun og sannleika langar mig mest að gera það. — Þér getið ekki skotið mig og þér vitið það. Farið aftur upp í lestina yðar og lofið mér að fara. Ég get séð um mig sjálfur. — Eimreiðin kemur á hverri stundu, sagði Ryan kuldalega. — Þegar lestin leggur af stað, verðið þér innanborðs. Hann beygði sig niður og kippti stóra manninum á fætur. Bostick sleit sig lausan og lyfti hnefunum. — Hver getur þvingað mig til þess, von Ryan? Ryan sló. Hríðskotabyssan rann niður eftir handlegg hans og skall í gólfið. Bostick hörfaði fáein skref aftur á bak en féll ekki. Hann náði aftur jafnvægi, beygði niður höfuðið og réðist á Ryan Atorkan ein í árásinni knúði Ryan upp að veggnum og vasaljósið rann úr hendi hans. Það valt yfir að veggn- um hinum megin og slokknaði á því. Eina birtan kom nú í gegnum lúguna í loftinu. Bostick hafði tekið utan um Ryan og þrýsti nú að eins og björn, sem kremur fórnarlamb sitt. En annar handleggur Ryans var laus. Hann þrýsti þumalfingrinum á barka Bosticks undir hökunni og þvingaði höfuð hans aftur á bak. Bostick slakaði á til að losna við þennan sársaukafulla þrýsting. Áð- ur en hann gat náð taki á Ryan aftur, sló sá síðarnefndi þrisvar og rak hann út á gólfið. En Bostick var ennþá á fótunum. Hann steig eitt skref aftur á bak til að búa sig und- ir að slá en áður en hann gæti lát- ið höggið ríða, sparkaði Ryan á sköflunginn á honum rétt fyrir neð- an hnéskelina og Bostick féll í gólf- ið með sársaukastunu. Hræðslulegt andlit Costanzos kom í Ijós uppi í lúgunni. — Alles ist under kontrol, másaði Ryan. Hann tók upp hríðskota- byssuna og snéri sér að Bostick, sem sat á gólfinu og hélt um aumt hnéð. — Ég skal reyna að útskýra fyrir yður hverju þér hafið valdið, sagði Ryan. — Ég veit að það er erfitt að koma yður í skilning um nokkurn skapaðan hlut, en þér verðið að reyna að skilja þetta. Uppi eru enn tveir úr okkar hópi í þýzkum ein- kennisbúningum. ftalarnir vita, að við höfum fundið yður. Við verð- um annaðhvort að fara með yður aftur upp að lestinni eða drepa yður. Annars er úti um okkur alla. — Þeir kjafta ekki, sagði Bostick. — Þeir eiga þá ósk heitasta, að við spjörum okkur. — Það er svikari í þorpinu, fífl- ið yðar. Hvernig haldið þér að við höfum fundið yður? Komið nú! Ég hef ekki tíma til að standa hér og rökræða við yður. Bostick reis á fætur með erfið- ismunum og .klöngraðist upp. Þeg ar upp kom, hrinti Ryan honum á fjóra fætur á gólfið fyrir framan fæturna á ítölunum þremur. Þeir forðuðu sér, allt of hræddir til þess að þora að draga andann. Ryan kippti Bostick á fætur og gaf hon- um löðrung til heiðurs Itölunum en hrinti honum síðan í fang Hedleys, sem ýtti honum af stað með vél- byssunni sinni. Síðan tók Ryan til óspilltra mál- anna, sparkaði í sundur vínkvartil- unum, sem heil voru, braut borðið niður í smámola, sló öll glösin nið- ur úr hillunum með hríðskotabyss- unni og sparkaði eldavélinni fram á gólf. Veitingamaðurinn horfði á eyðilegginguna með skelfingu. Þeg- ar Ryan hafði lokið sér af, lyfti hann vopninu og miðaði á veitinga- manninn. Veitingamaðurinn kastaði sér á gólfið, hélt niðri í sér andan- um og bjóst við því versta. Svo lét Ryan vopnið síga með fyrirlitlegu fnæsi og ýtti Bostick á undan sér gegnum dyrnar um leið og hann gaf Costanzo og Heldley merki um að fylgja eftir. Þeir sáu fólk í fel- um á bak við hálfopnar dyr og blakandi gluggatjöld. Þeir gengu þöglir í áttina að lestinni. Bostick stakk við. Þegar þeir komu út fyrir þorpið, sáu þeir að eimreiðin hafði verið spennt fyrir lestina. Bostick sagði ekkert, meðan þeir gengu yfir túnið, en á andliti hans var áhyggjusvipur. — Faðir, sagði hann að lokum. — Er raunverulega svikari þarna í þorpinu? — Já, sagði Costanzo. — Hann vildi fá laun fyrir að segja okkur hvar þú værir — Þá hefðu þeir náð í mig eða hvað? spurði Bostick í lágum rómi. Costanzo kinkaði kolli. Bostick varð kafrjóður og sneri sér að Ryan til að segja eitthvað, en ósvikin fyrirlitning á andliti Ry- ans kom í veg fyrir að af því yrði. Hann hélt áfram, haltrandi og nið- urlútur. Fincham beið eftir þeim ásamt hvassnefjuðum litlum ítala í ein- kennisbúningi lestarstjóra. — Sei zu honum, das wir ein fanga getekið höfum, sagði Ryan. — Und dass hann nicht mit ein Deutscher zu frekur sollen sein. Italinn varð auðmjúkur á svip- inn, þegar Costanzo hafði þýtt þessa ræðu. Hann nálgaðist Bostick, staðnæmdist um hálfan meter frá honum og starði framan í hann, um leið og hann hló kvikindislega. Allt í einu rétti hann honum rokna ££ VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.