Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 28
Gestur í íbúðinni Framhald af bls. 19. vændum í fyrsta skipti í lengri tíma friðsæla nótt. Hann sofnaði þeg- ar. Klukkan um tólf vaknaði hann við að allar turnklukkur Lundúna slógu, en um leið heyrir hann að lykli er snúið í útidyrahurðinni. Hvað er nú ó seyði, hugsaði hann með sér. Þetta hlýtur að vera Pét- ur, kominn aftur fyrr en ætlað var. Hann vatt sér fram úr rúminu og út í anddyrið. Honum bró heldur í brún við þó sýn er blasti við honum. Andspænis honum stóð hó og grönn ung stúlka, með kápu á handleggnum og ferðatösku í hendi. Hún var berhöfðuð, en dauf- an bjarma frá loftljósinu bar á gulllitað hárið. Hún stóð þarna graf- kyrr og horfði á hann ísköldu augnaráði. Hún hlýtur að hafa veitt athygli kínverska skrautvasanum er hann hafði ætlað að forða frá tor- tímingu og lagt við hliðina á drag- kistunni, því hún snarbeygði sig eftir því, mundaði það og einhenti því í höfuð honum. Það hitti hann beint í ennið. Hann lyppaðist niður á gólfið hálfmeðvitundarlaus. Hann sá allsstaðar stjörnur. Aldrei á ævi sirmi hafði hann séð slíkan aragrúa ai fallegum stjörn- um .Þær voru sítrónugular, smaragðgrænar og fjólubláar, sem sagt allir heimsins fegurstu litir birtust honum, þær lýstust og dóu út á víxl. Smátt og smátt fór að rofa til í kringum hann og þokunni tók að létta. Hann reyndi að gera sér grein fyrir atburðinum, en það var hon- um um megn, þar sem hann lá hálf rotaður í valnum. Valkyrjan stóð yfir honum, sjálfsagt sigri hrós- andi yfir þessu afreki sínu og misk- unnarlaus. Hann hafði löngun til að bera fram afsakanir og gefa skýringar á hérvistarveru sinni, en til þess var hann of máttfarinn. Taldi heppileg- ast í bili að loka augunum og segja ekki eitt einasta orð. Auðvitað hlaut þetta að vera ein af vinkonum Péturs, sem komizt hafði yfir útidyralykilinn og ætlaði að taka hús á honum um hánótt. Nú varð hann þess óljóst var, að hún var farin að þvo andlit hans og gera að sárum hans þarna á vígvellinum. Hún þreifaði eftir slagæðinni. Ef til vill gat hún upp- lýst hana um það sem hún vildi vita. Minnsta kosti sagði hún og var nú óblíð á manninn: — Hættið þessum leikaraskap. Þér hafið fulla meðvitund. Hvað eruð þér að aðhafast hér í íbúð- inni? Er þetta tilraun til innbrots eða annað enn verra? Hann lauk upp augunum, með hálfum huga samt og gat nú setzt upp og hallað sér að veggnum. Hann gerði tilraun til að hugsa málið. Hún hlyti að vera meira en lítið biluð að ímynda sér, að nokkur óivtlaus maður færi að fremja inn- brot á einum saman nærklæðun- um. En hann lét samt ekki þessar hugsanir sínar í Ijós, heldur spurði hann hana einfaldlega hvaða er- indi hún ætti hingað. — Eg, sagði hún, og nú sprakk blaðran. — Við hvað eigið þér, maður? Þetta er mín eigin íbúð. Hinn hræðilegi sannleikur var að birtast Sandy. Hann s,á ekkert ann- að en hyldýpið fram undan. Þessi „gamla skjóða", eins og Pétur kall- aði þessa frænku sína, hafði þá verið tómur tilbúningur, með öðr- um orðum haugalýgi. — Eruð þér þá þessi frænka Péturs? stundi hann upp með erfið- leikum. — Hvar er Pétur? spurði hún. — Fór í ferðalag í nokkra daga. — Og hver eruð þér, ef ég mætti spyrja? — Pinkerton, Pinkerton majór, og nú var hann farið að svima aftur. Hann heyrði óljóst einhverjar raddir. Það var talað í símann við sjúkrahúsið og beðið um sjúkra- rúm, en það var ekki fyrir hendi. Ungur maður með læknistösku var kominn á vettvang. — Þér hafið gefið honum einn vel útilátinn, varð honum að orðí. — Já, getur verið, en hvernig átti ég að vita hvernig á ferðum hans stæði hér, sagði hún við lækn- inn. — Eg verð víst neydd til að hafa hann hér, meðan hann er að jafna sig. Sandy var nú færður inn á legu- bekk í einni stofunni. Læknirinn gaf honum tvær töflur, en við það versnaði ástand hans um allan helming. Hann sá Claudiu í öllu og alls staðar. Honum fannst hún ganga fast fram í því að hann kæmi og borðaði með sér hádegis- verðinn. Hann var á stöðugum flótta um allt herbergið. — Hvað gengur eiginlega á? Viljið þér gjöra svo vel og halda yður á legubekknum, sagði frænka Péturs í dyragættinni. — Þetta end- ar með því að nágrannar mínir bera fram kvartanir. — Fyrirgefið stundi Sandy, um leið og hann lagðist fyrir á legu- bekkinn. — Það var Claudia, hún var rétt búin að klófesta mig. — Claudia? — Já, hún er ekkja, og vill kom- ast til Austurlanda. — Hamingjan góða! Hvað skyldi koma næst, muldraði hún um leið og hún lokaði hurðinni. Morguninn eftir færði hún hon- um kaffi, mjólk og smurt brauð. Hún spurði hann um líðanina, hvernig hann hefði sofið og hvort hann vanhagaði um eitthvað. Að öðru leyti var enginn vorkunnar- hreimur í röddinni. Er hann hafði neytt þessa og þakkað henni fyrir, kvaðst hann mundi klæða sig og flytja sig í klúbbinn sinn. Hann var auðmýkt- in uppmáluð. — Vitleysa, sagði hún, — þér farið ekki fet, eruð enginn mað- ur til þess ennþá. Enda kom það í Ijós, er hann settist fram á og gerði ítrekaðar tilraunir til að standa í fæturna. Hann varð að skríða aftur upp (. — Hvað eruð þið Pétur búnir að búa hér lengi? spurði hún og nú var eitthvað farinn að lækka í henni rostinn. — Nokkrar vikur, svaraði Sandy. — Hann sagði að þér hefðuð lánað sér íbúðina. — Einmitt það. Svo hann hélt því fram. Vitið þér hvar hann komst yfir útidyralykilinn? — Hef ekki hugmynd um það. — Svo hafið þið haft hér sam- kvæmi og . . . og kvenfólk? — Já, í tugatali, andvarpaði Sandy, — en þær voru ekkert á mínum snærum, flýtti hann sér að bæta við. — En Claudia, er hún undan- skilin? — Það var þannig, hálfstamaði hann, — hún þráir að komast til Austurlanda, og svo var það þessi hádegisverður. Hvaða dagur er annars í dag? — Laugardagur, svaraði hún. Honum virtist létta. — Þá er sú hættan liðin hjá. Það átti víst að ske í gær. — Þrátt fyrir það, að við virð- umst tala sömu tungu, skil ég hvorki upp né niður í þessu, sagði frænkan. — Ef ég hefði haft hugmynd um að þér væruð á næstu grösum, þá hefi ég vissulega tekið til höndum hér í íbúðinni. Eg var vanur að gera það, en orðinn bæði leiður og gramur við Pétur, sem ætíð kom sér hjá því. — A ég annars ekki að reyna að nálgast þessa Claudiu fyrir yður? spurði hún og leit um leið rann- sakandi á Sandy í legubekknum. — Nei, nei, í guðanna bænum gerið það ekki, sagði hann og sneri sér til veggjar. Nokkru síðar kom hún inn til Sandys og var þá með símskeyti. Það var frá Pétri svohljóðandi: — Verð aðra viku fjarverandi. Hann lætur ekki að sér hæða hugsaði Sandy, en undir niðri var hann ánægður með þessa ákvörðun Pét- urs. Hann hafði tekið saman í hug- anum frásögn og jafnframt skýr- ingar á því, hvers vegna hann hafði hafnað þarna á heimilinu, en hon- um fataðist illa orðlistin er hún stóð frammi fyrir honum. — Það eru sjálfsagt skrítnar hug- myndir, sem þér hafið um mig? — Já, það er ekki fjarri því. Tveim dögum síðar, er hann var kominn á fætur og fór að litast um í íbúðinni, sá hann, að hún hafði heldur betur breytt um svip. Þar var komin regla á allt, hver hlutur á sínum sfað. Þar var skál á borði með fallegum rósum og nú var auðséð að þær kunnu að meta umhverfið. Það var eitthvað ann- að en þegar hann og Pétur voru að hagræða þeim. Það eina sem minnti hann í fljótu bragði á dvöl þeirra Péturs á heimilinu var skermlausi lampinn. Það var einmitt hann sem vakti hjá honum hugmyndina. Frænkan hafði brugðið sér út einhverra erinda. Sandy notaði tækifærið og staulaðist niður þrep- in og veifaði ! leiguvagn. Karlmenn eru yfirleitt ekki neinir sérfræðing- ar í sambandi við val á Ijósahjálm- um, svo nú reið á að biðja af- greiðslustúlkuna að vera með í ráð- um. Þetta gekk að óskum. Hann var nýkominn heim og var að virða fyrir sér lampann með nýja Ijósahjálminum, en frænkan UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? ÞaS er alltaf sami lclkurlnn i hennl Ynd- fsfrfð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nöa einhvers staðar í blaðinu og heitir gððum verðlaunum'handa þeim, sem gctur fundið örkina. Verðlaunln eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfektl, og framleiðandinn er auðvitað SælgætisgerS- ln Nól. Nafn Heimlli Örkin er í bis. Siðast er dregiS var hlaut verSIaunin: Pálmi Jónsson, Sunnuveg 9, Selfossi. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 25. tbl. 2g VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.