Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 11
Bárujárnið heldur innreið sína: húsið Vesturgata 7 var fyrst klætt með bárujárni, en Reykjavík og aðrir íslenzkir kaupstaðir áttu það fyrir sér að verða safn báru- járnskumbalda. J' £, ........." 7 WMwW. ’■ ■■■• ' 'X ' II/il/3 IPÍPI : ' s s O 5 lilllÍliÍPIÍI ■ . ' : Olíulampinn og mynd af Kristjáni IX. Þetta skeður sjaííJan, þegar á öldina líður. Og þó er það svo um aldamótin, að mikill hluti þjóðarinnar berst í bökkum, hefur rétt til hnífs og skeiðar. Veruleg auðsöfnun meðal íslendinga er enn mjög fágæt, auð- ugustu menn íslendinga um aldamótin búa um margt við lakari lífskjör en þorri iðnlærðra verkamanna nú á dögum. Húsakynni þjóðarinnar eru frumstæð og lé- leg. í sveitunum setja torfbæirnir svip sinn á byggð- ina, timburhús vekja athygli þar sem þau sjást, og steinhús eru mjög sjaldgæf. Við sjávarsíðuna býr al- þýðan víðast hvar í torfbæum eða lélegum hjöllum, en efnaðra fólkið er farið að reisa sér timburhús og á stöku stað steinhús. Flest eru húsin smá, húsgögn fá- tækleg og þægindin af skornum skammti. Þó er olíu- lampinn yfirleitt búinn að leysa grútarlampann af hólmi, og lampaglösin, sem alltaf vilja vera að springa, eru eitt helzta áhyggjuefni húsmæðranna I sveitum og þorpum. Húsgögn fátæka fólksins eru oftast illa gerð- ir tréstólar og trébekkir. Húsgögn fína fólksins eru oft plusssófar og plussstólar og alþýðumaðurinn þorir varla að tylla sér á slík dýrindishúsgögn, þá að hann eigi þess kost. Yfir plusssófanum eru oft myndir af Kristjáni níunda eða Viktoríu Englandsdrottningu, og á stöku stað sjást myndir af Bismarck, Gladstone eða Napeleoni þriðja. Menningarbragur þykir að því að hafa á veggjum sínum myndir af Goethe og Schiller, VIKAN 25. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.