Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 4
FRAMHALDSSAGA EFTIR VICKI BAUMI TEIKNINGl SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR 12. HLUTI 0 Pat lét hendurnar falla af stýrishjólinu. Viskí, var allt það sem hún gat hugsað. Hún sagði það ekki upphátt, en Jeff kom til hennar úr baksæt- inu og hélt flösku að vörum hennar. Anders brosti til hennar og fann til með henni. Hann losaði vinstri hönd sína úr hennar og tók út úr sér pípuna; þetta var hans aeviákvörðun og hann gat ekki valið nema á einn veg: — Elsku Jeff litli góði her- maðurinn minn, sagði hann. — Ég get ekki hætt við Lombok og þú veizt það. Ég get ekki hætt við hana, einmitt vegna þess að hún er erfitt starf og tilbreyt- ingarlaust starf og stundum jafn- vel dálítið hættulegt starf. Ein- hver verður að vinna þetta starf, vina mín. Einhver verður að gera það. En ef hver og einn ætti að þjóta burt um leið og erfiðara verður fyrir, hvar væri heimurinn þá staddur? Að við lifum ekki í hellum lengur og við étum ekki hvert annað eftir að lemja sundur hausana á hverju öðru með stórum steini — að við lifum í húsum, ökum bílum, höfum skóla og rann- sóknarstofnanir, menningu, list, bókmenntir og allt það — það er vegna þrárra, einfaldra manna af minni gerð, býst ég við. Ég fyrirlít orð, sem hljóma virðu- lega eins og „framsókn" og „mannkyn" og svoleiðis háttsett bla bla. Það er ekki það, sem ég er að reyna að segja. Það sem ég vil segja, er einfaldlega það, að einhver verður að gera skít- verkin og halda sig við þau. Heimurinn þarfnast ýmislegs, sem erfitt er að fá. Heimurinn þarfnast gúmmís, til dæmis, og einhver verður að vinna það. Mitt hlutskipti er að vinna gúmmíið, planta, gris]a og tappa af, planta og grisja og tappa af; og það er mitt starf. Jeff, vina mín, elsku litla vina mín. Þú myndir ekki vilja mig ef ég hlypi burt frá mínu starf i, aðeins vegna þess að fáeinir brjálaðir vesa- lingar kveikja í nokkrum gallon- um af olíu. Eða vegna þess að ég — vegna þess að ég er orðinn ást- fanginn af þér. Nei, Jeff, ef ég þekki þig nokkuð þá veit ég það að þú myndir ekki vilja mig, ef ég væri liðhlaupi. Þessi síðustu orð varð hann að kalla hástöf- um, vegna þess að þrumurnar komu svo þétt að það var ekkert hlé á milli. Bíllinn sveiflaðist hættulega til. — Róleg, Pat, róleg, sagði Anders og klappaði Pat á öxlina. Hún rétti bílinn af aftur og ók honum beint eftir ólgandi fljót- inu, sem hafði verið vegur. Hún hafði misst stjórnina eitf andar- tak, aðeins vegna þess að tárin skyggðu fyrir allt útsýni. Svo þannig er hann, hugsaði Pat og augu hennar störðu beint fram á fljótandi veginn og hendur hennar þrýstu stýrishjólið. Svo þannig er hinn raunverulegi herra Anderson. Hann talaði aldrei við mig á þennan hátt. Hann sagði aldrei alvarlegt orð við mig. Hann gerði að gamni sínu, já, hann sló mér gullhamra og stríddi mér, hann dansaði við mig, kyssti mig jafnvel — en það var ekki hann. Ég veit ekk- ert um hann. Kannske hann hafi haft rétt fyrir sér, kannske er ég ekki nógu hörð af mér fyrir mann eins og hann, Kannske fékk ég ekki nógu mikil vítamín eða eitthvað, þegar ég var barn, kannske er það það, sem gerir allan muninn milli hennar og mín. Kannske hann kærði sig ekkert um að ég bakaði handa honum vöfflur og þá hefði ég verið særð. Ég ætlaði að hengja upp falleg gluggatjöld í húsinu ^ VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.