Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 33
VIÐ BJOÐUM ÞAÐ BEZTA y*fUj4fan*Ur> Kynníð yður þessar vönduðu myndavélar Þær henta jafnt byrjjendum snillingum GEVAFÓTÓ H.F. LÆKJARTORGI. EINKAUMBOÐ: SVEINN BJÖRNSSON & CO. GARÐASTRÆTI 35 - REYKJAVÍK. eyrar, stofnað 1906, sem varð hin- um yngri félögum fyrirmynd. Einn af stofnendum þess var íþrótta- garpurinn og glímukappinn Jóhann- es Jósefsson, sem enn er á lífi. Ungmennafélögin óttu mikinn þátt í að glæða áhuga á íþróttum, enda fór hann ört vaxandi á þessum ár- um. Tekið er að stunda knattspyrnu af kappi í kaupstöðunum, og glíma er iðkuð um land allt. íþróttafélög þióta upp og mynda með sér sam- band, Í.S.Í. árið 1912. Það ár taka íslendingar þátt í Olympíuleikun- um í Stokkhólmi. Skátahreyfingin hefst einnig árið 1912, og skáta- höfðingi er Axel Tulinius, sem einn- ig er fyrsti forseti Í.S.Í. Þrátt fyrir hin nýju félög eru þó stúkur góð- templara enn ein af sterkustu fél- agasamtökum í landinu. Starfsemi þeirra setur mjög svip á þetta tíma- bil. Árið 1909 eru sett iög um al- gert áfengisbann á íslandi, en þau gengu ekki í gildi fyrr en í árs- byrjun 1915. Þetta algera áfengis- bann var í gildi til 1922, en allan þann tíma stóð mikill styrr um bann- lögin. Skáld fyrir austan haf og vestan. Gömlu þjóðskáldin, Gröndal, Steingrímur og Þorsteinn, hverfa af sviðinu, en Matthías situr enn á Sigurhæðum á Akureyri sem viður- kenndur skáldajöfur íslendinga. Einar Benediktsson hlýtur alþjóðar- hylli, þó að hann dveljist löngum erlendis á þessu tímabili. í skáld- sögum og smásögum gnæfir Einar Hjörleifsson Kvaran hæst, og hann fæst einnig við leikritagerð. En skáldskapur þessa gamla Brandes- sinna og forvígismanns raunsæis- stefnunnar tekur að breytast, þeg- ar árin færast yfir hann. Hann er orðinn sannfærður og ákafur spír- itisti, og hin nýja lífsskoðun setur æ meir svip á skáldskap hans. Norð- lenzkur alþýðumaður, Guðmundur Magnússon, sem ritar undir nafn- inu Jón Trausti, hlýtur miklar vin- sældir, einkum fyrir skáldsögur sín- ar, en einnig fyrir smásögur og Ijóð. Það verður þjóðarsorg, þegar hann deyr á bezta aldri úr spönsku- veikinni, 1918. Norðlenzkur bóndi, Guðmundur Friðjónsson á Sandi vakti líka athygli með sögum og Ijóðum. Frá Danmörku berast fregn- ir um skáldfrægð Jóhanns Sigur- jónssonar frá Laxamýri, og sum leikrit hans fara sigurför um Evrópu. Vestan um haf berast Ijóð Kletta- f jallaskáldsins, Stephan G. Step- hanssonar, heim til Islands, og sum þeirra verða alþjóðareign. Honum er tekið með kostum og kynjum, þegar hann heimsækir ættjörðina eftir langa útivist árið 1917. Og fleiri vestur-íslenzk skáld. Káinn, Sig. Júl., Jóhannesson og Jóhann Magnús Bjarnason, eru mikið lesin hér heima. Og gaman þykir íslend- ingum að frétta að vestan um vís- indaafrek og heimsfrægð Vilhjálms Stefánssonar. Og nýjar bókmenntastefnur og ný skáld kveða sér hljóðs á íslandi. Nýrómantískra áhrifa fer að gæta i Ijóðagerðinni, til dæmis hjá Jó- hanni Gunnari Sigurðssyni og Jónasi Guðlaugssyni, sem báðir dóu ungir, hjá Guðmundi Guð- mundssyni skólaskáldi og Sigurði Sigurðssyni frá Arnarholti. Og í lok þessa tímabils koma fram á sviðið tveir ungir menn, sem áttu eftir að hafa stórkostleg áhrif á íslenzkar bókmenntir, Stefán frá Hvítadal og Þorbergur Þórðarson. Og nú kem- ur fram sá maður, sem um langan aldur átti eftir að vera stórveldi í (slenzku menningarlífi, Sigurður Nordal prófessor. Listamenn kveða sér hijóðs. Þessi ár, eru einnig grózku- skeið í íslenzkri myndlist. Fram á sviðið kemur Einar Jónsson myndhöggvari frá Galtafelli og listmálararnir Þórarinn B. Þor- láksson, Jóhannes Sveinsson Kjar- val, Ásgrímur Jónsson og Jón Stefánsson. í tónl istinni koma fram við hlið hinna eldri tón- skálda Sveinbjarnar Sveinbjörns- sonar og Helga Helgasonar þeir Jón Laxdal, Bjarni Þorsteinsson, Árni Thorsteinsson, Sigfús Einars- son, Friðrik Bjarnason og Sig- valdi Kaldalóns. Og á stríðs- árunum er ungur maður frá Stokkseyri, Páll ísólfsson við tón- listarnám í Leipzig, sonur tón- VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.