Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 40
STENTOFON transistor innanhúskallkerfið auðveldar samstarf á vinnustöðum og skrifstofum, sparar tíma, peninga og fyrir- höfn, þar sem STENTOFON er tæki, þar sem einn getur talað við alla og allir við einn. STENTOFON-kalltækið er ódýrt. STENTOFON-kalltækið er fallegt. STENTOFON-kalltækið er endingargott. Allar nánari upplýsingar hjá umboðinu. GEORG ÁMUNDASON l CO. Frakkastíg 9. — Sími 15485. Getum útvegað hinar þekktu RCA bílatalstöðvar til notkunar fyrir leigubílastöðvar, vinnuvélaflokka, lögreglu- og slökkviliðs- bíla. Eru til afgreiðsu með 30, 60 og 100 Watta sendiorku, tíðni 148—174 m/c svið, fyrir 6 og 12 Volta straum. — Rafstraums- notkun mjög lág. - Stuttur afgreiðslutími. - Verð frá kr. 29 þús. Allar nánari upplýsingar hjá R.C.A.-umboðinu: GEORG ÁMUNDASON l C0. Frakkástíg 9. — Sími 15485. hjálpar yður að klifra upp á steininn og koma yður fyrir á bak við trjágreinar. Hann skilur yður eftir og fer yfir rjóðrið. Hann nemur staðar og litast vandlega um eftir hvert skref. Hann er eins og frumskógadýr sjálfur. Hann litast um og gef- ur yður merki. Þér veifið hand- leggnum, þér gefið merki til baka. Hann heldur áfram; þar sem rjóðrinu hallar niður að fen- inu gengur hann í hring Nú nem- ur hann staðar. Hann stirðnar í sporunum. — Þetta er skelfi- legt... Rödd Vandengraf var orðin skræk það fóru krampadrættir um líkama hans meðan hann lét út úr sér eitt og eitt orð með erfiðismunum, eins og eitthvert dularafl kreisti það upp úr hon- um. Halden kreisti drottninguna í greip sinni, hlustaði heillaður, næstum dáleiddur, ófær um að grípa fram í fyrir honum, ófær um að rjúfa töfrana. Hugsanir hans þutu á undan orðum hug- lesarans. Þau þutu aftur á bak inn í það liðna og sviðið, sem var að eilífu greypt í heila hans, stóð honum f> rir hugskotsjónum. ?inu sinni enn. — ... þarna er tígrisdýr — ég sé það — í rökkrinu — geitin var bundin við tré, en allt sem er eftir eru skinntætlur og haus- inn með homunum og ... And- erson hefur fundið lyktina af tígrisdýrinu — sekúndu eftir, að tígrisdýrið finnur lyktina af manninum. Skot... Hvað er þetta? skjótið þér ekki? Hvers- vegna skjótið þér ekki? Og nú — nú — tígrisdýrið urrar, ó, hann hniprar sig saman — hann er strik af gulli og svörtu .. ... Anderson skýtur — hann hittir ekki — hann tekur til fót- anna. — Hann æpir á yður að skjóta — hann ryðst yfir rjóðr- ið — hann kemst að tré — hann reynir að klifra upp stofninn — það er of seint. Skjótið, skjótið, Hendrik Mynheer Van Halden! Hversvegna skjótið þér ekki? Eitt stökk enn og það er endir- inn... Vandengraf starði á manninn, sem villidýrið reif í tættlur. Hann starði upp á steininn, þar sem Halden kraup með riffilinn reiddan, andlit hans var gríma, afskræmd af hræðilegu grettu- brosi. Svo glumdu við tvö skot og tígrisdýrið tók snöggann kipp, féll á hliðina og teygði úr sér yfir afskræmt fórnarlambið. Dökkar skellur komu í ljós á gráleitum botni rjóðursins. Þær dreifðust og losnuðu sundur ... þær breyttust enn i svart og hvítt skákborðið; það þaut enn í frum- skógargrasinu, svo hvarf það og skildi eftir skákmennina fyrir framan Vandengraf og hinum- megin við taflborðið sá hann and- lit Haldens, grett í sama grímu- lega, hræðilega brosinu. — Þér eigið leik, sagði Hald en, en rödd hans brast og menn- irnir tveir störðu hvor á annan í þögn, sem virtist hvorki eiga endi né takmörk. — Hvað kom nú fyrir mig? spurði Vandengraf að lokum og nuddaði á sér handarbakið, sem var rennvott af svita. — Vitið þér það ekki? spurði Halden og reyndi að vera ró- legur. — Annaðhvort félluð þér í dá — eða þá að þér fluttuð frábæran leikþátt mér til heið- urs. Vandengraf vísaði hugmynd- inni frá sér. — Dá? sagði hann og snerti rennvott enni sitt, gegn- blautan flibbann og strauk hend- inni yfir sokkin augu sín. — Dá? Ég hef aldrei trúað á dá. Ég hef séð marga menn falla í dá, en ég hef alltaf verið viss um að þeir væru að látast. Ég vona að ég falli aldrei í dá aft- ur. Það er hræðilegt. Halden fylgdist með honum með náinni athygli. Það lá við að hann vorkenndi honum. Hann reis á fætur, dró handklæði nið- ur af handklæðahenginu og fleygði því að uppgefnum, ör- magna huglesaranum. — Svona, þurrkið yður, sagði hann mjúklega. — Það hlýtur að vera merkileg reynsla fyrir mann, eins og kaldhæðinn og efnishugsandi og yður, að upp- götva að eitthvað er til í sálar- lífinu, sem enginn ræður við. — Mér líður eins og konu hlýt- ur að líða eftir fæðingu, sagði Vandengraf og nuddaði hálsinn og ennið með handklæðinu, en svitinn spratt út á honum jafn- harðan aftur. — Máttvana, allur þróttur horfinn. — Þér munið fljótlega gleyma því, sagði Halden og þreifaði fyr- ir sér. — Ég ímynda mér að þetta geti ekki verið mjög frábrugðið því að hafa háan hita og fá óráð. Þér hafið gleymt því um leið og þér eruð orðin frískur aftur. Vilj- ið þér hvíla yður núna — eða eigum við að ljúka við taflið? Vandengraf tók hrókinn milli fingranna og setti hann niður aftur. Hann leit snöggt á Hald- en: -— Þér virðist hafa orðið fyr- ir áfalli sjálfur, Mynheer, sagði hann. — Þér lítið út eins og mað- ur, sem hefur kurap. Kurap er sjúkdómur á þessum eyjum, sem kemur fram í stór- um fölum skellum á gulbrúnu hörundi eyjarskeggja. Halden leit snöggt yfir taflborðið í litla spegilinn. Já, hann leit út eins og maður, sem hafði kurap, hör- und hans, sem var sólbrúnt eftir þessa löngu sjóferð, var þakið stórum skellum, sem litu út eins og hvítir deplar á korti yfir ó- kannað land. — Þér ulluð mér taugaáfalli, Vandengraf, það er allt og sumt, sagði hann. — Svona, nú skulum við ljúka við taflið. Það mun — hvernig segið þér nú aftur? róa taugamar. VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.