Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 36
cRABTREE jaröleikastraumsliði er fullkomin vttrn gegn fkveikju frá rafmagni. <as§> rafmagnsvfipup eru þekktap fyrir gæðl. smekklegt form og fallega liti. JOHAN RÖNNING H.F. - SKIPHOLTI 15 - SlMI 10632 og í sambandi við eflingu atvinnu- veganna f|ölgar í íslenzku verzlun- arstéttinni. Nýr banki. Búnaðar- bankinn, tekur til starfa 1929. Ár- ið 1930 er Islandsbanki hætt kom- inn fjárhagslega en er endurskipu- lagður sem Utvegsbanki Islands h.f. En ósköp var erfitt að slá íslenzka bankastjóra um víxla á kreppuár- unum. Stórstígar framfarir verða í raf- væðingu. 1821 er Elliðaárstöðin reist. Stærsta skrefið er þó, þegar virkjun Sogsins hefst 1937. Og 1939 tekur til starfa Laxárstöðin í Þing- eyjarsýslu. — Eimskipafélag Islands eignast fleiri Fossa. Skipaútgerð rík- isins er stofnuð til að annast strand- ferðir. Bílstjórar fara að verða a11- fjölmenn stétt. Vegir eru lagðir, en með frumstæðum tækjum, víðast fylgja akvegirnir gömlu hestaslóð- unum. 1929 ekur Þorkell Teitsson í Borgarnesi í bíl frá Borgarnesi til Akureyrar og vekur sú ferð mikla athygli. Margar ár eru nú brúaðar. Nokkur ný gistihús eru reist, flest lítil og harla frumstæð en 1930 tek- ur til starfa í Reykjavík stórt gisti- hús, Hótel Borg. Flogið með einn farþega. Og nýjasta samgöngutæknin, flugið, heldur innreið sína á Islandi. Sumarið 1919 er keypt flugvél til íslands. Hún hefir það aðalstarf að fljúga með farþega yfir Reykjavík, en hún rúmar nðeins einn farþega. Flugvöllurinn er í Vatnsmýrinni, og þar er reistur lítill flugskáli. Flug- vélin er í eign hins fyrsta Flugfél- ags íslands, sem Garðar Gíslason stjórnar. Ekki verður þó meira úr flugi á Islandi í þetta sinn. En 1924 gerast þau tíðindi, að flogið er í fyrsta sinn frá útlöndum til íslands. Þetta er amerísk flugvél í hnatt- flugi, og lendir hún fyrst í Horna- firði. Litlu síðar flýgur ítölsk flug- vél til landsins. 1930 flýgur þýzka loftfarið Graf Zepplin yfir Reykja- vík. Og 1933 kemur til Reykjavík- ur heill ítalskur flugfloti — 24 vél- ar — til íslands undir stjórn Balbos, flugmálaráðherra ítala. — íslend- ingar stofna aftur flugfélag fyrir atbeina hins mikla áhugamanns, Alexanders Jóhannessonar prófess- ors, árið 1928. Það heldur uppi farþega- og póstflugi til ýmissa staða á landinu. Flugvélar þess heita Súlan og Veiðibjallan. 1930 tekur til starfa hjá félaginu fyrsti íslenzki flugmaðurinn, Sigurður Jónsson. Félagið hættir störfum 1932. En 1938 er stofnað Flugfélag Islands, sem hefur starfað síðan. Það ár er haldinn hinn fyrsti flug- dagur á Islandi, á Sandskeiðinu. Flugið hér á landi er að missa nýjabrumið um 1940, en enn þyk- ir þó mörgum spennandi að fljúga. Niðurlag í næsta blaði. Hitabeltisnótt Framhald af bls. 5. legt væri. Hópur hinna innfæddu á hafnarbakkanum hafði beðið þar til hinir fyrstu þungu regn- dropar þutu gegnum loftið, og þá höfðu þeir farið, skellihlæjandi, í skjóli olíuborinna, kínverskra regnhlífa, stórra keladi laufa og skærlitra batiksjala, sem þeir héldu yfir höfðum sínum. Sum- ir hinna áköfustu og harðsvíruð- ustu fulltrúa staðarins urðu kyrr- ir um borð í skipinu og lögðu undir sig salinn, þar sem æðis- legur pókerleikur hafði hafizt og meira og meira var lagt und- ir. Klefaþjónarnir reyndu að bjarga einhverju af skreytingun- um, sem settar höfðu verið upp, en stormurinn var þeim sneggri. Áður en langt um leið var allt þilfarið dapurlegur staður leifa af kínverskum luktum, renn- blautum skrautpappír og öðru þvíumlíku. Mynheer Van Halden gaf frá sér djúpt þreytuandvarp, þegar hann teygði úr sér í kojunni sinni og lét undan hreyfingu skipsins. Hann var þreyttur, en hann gat ekki sofnað fyrr en Jeff var komin aftur. Þetta kvöld var einum of mikið fyrir okkur, sagði hann í uppgefnu hjarta sínu. Lít- ið glaðlegt lag kom blístrandi niður ganginn, það var eftir Moz- art úr Don Giovanni og aldrei þessu vant þótti Halden miður að hafa ekki tekið klefa út af fyrir sig. Hann lokaði augunum og lézt vera sofandi þegar Vand- engraf opnaði dyrnar og lædd- ist um. Vandengraf var tillits- samur maður og hann hætti að blístra þegar hann kom inn fyr- ir. Halden horfði á hann með hálflokuðum augum. Vanden- graf hafði látið úrklippubókina sína góðu ganga á milli íbúanna í Sebang og nú dró hann tin- kassann fram undan kojunni sinni og gekk vandlega frá þess- um dýrgrip fyrir nóttina. Svo rétti hann úr sér aftur, blístraði eitt stutt lag, mundi eftir klefa- félaga sínum og hætti aftur. — Verið ekki að hafa áhyggj- ur af dóttur yðar, Mynheer, sagði hann þótt Halden þættist vera sofandi. — Anderson kemur með hana aftur heilu og höldnu, þeg- ar stormurinn er liðinn hjá. Þér vitið hvað svona stormur geng- ur fljótt yfir á þessarri breiddar- gráðu. — Ég hef engar áhyggjur, g0 VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.