Vikan

Eksemplar

Vikan - 05.08.1965, Side 28

Vikan - 05.08.1965, Side 28
Framhald af bls. 17. greifa, slóst í hóp með Collin, bryta markgreifans, og saman sóttu þeir um að fá tvo sous á ekru af öllu óbyggðu landi milli Meudon, skammt frá Saint-Cloud í þorpinu Chagny, skammt frá Versölum. Þetta var góð hugmynd, því núna, þegar konungurinn hefur valið þennan stað fyrir höllina sina, vilja allir kaupa land hér. Og hvernig fóru þeir að þessu? Mademoiselle de la Valliére skrifaði upp á reikn- inginn og konungurinn samþykkti hann undir eins. Hann hefur aldrei neitað henni um neitt. Þingið neyddist til að samþykkja samninginn. Þessir tveir litlu aumingjar enda með því að eiga fullar kistur af gulli. Og hjákonan hefur einkennilega tilhneigingu til að vera góða huldu- mærin fyrir þjónana sína. Hún neitar þeim aldrei um neitt. Svo tók kónginum að leiðast þessi hjörð af umsækjendum, sem hún kynnti fyrir honum. Sá, sem mest ber á, er hennar eigin bróðir, markgreifinn, hann er alltaf að sækja um einhvern fjandann. Þú ættir að spyrja hann ráða. Hann gæti gefið þér góð ráð, ekki hvað sízt ef honum er ekki alveg sama um þig, eins og mér hefur sýnzt, og meðan þú biður, getur vel verið að ég geti kynnt þig fyrir drottningunni. Þú getur taiað við hana. Kannske þú gætir vakið áhuga hennar. — Það er einmitt það, sem þú gætir gert, sagði Angelique áköf. — Og ég skal lofa þér því, að ég skal reyna að finna eitthvað í „peninga- kistunum mínum“, sem getur glatt söðlasmiðinn þinn. Marquise de Montespan reyndi ekki að dylja ánægju sína. — Sam- þykkt. Þú ert engill! Og þú værir erkiengill, ef þú gætir útvegað mér páfagauk, einn af þessum stóru, austrænu sem þú flytur inn, þú veizt einn af þessum með rauðu og grænu fjöðrunum. Ó, hvað það væri gaman! 4 KAFLI Þegar dagaði, teygði Madame de Montespan úr sér og geispaði. Þær Angelique höfðu haldið áfram að spjalla saman vítt og breitt, því að það var svo þröngt í herberginu, að þær gátu ekki lagzt fyrir og hvílt sig. Bak við rekkjutjöldin heyrðu þau tvo líkama bylta sér, geispa og svo heyrðist værðarlegt muldur. — Ég get ímyndað mér, að það sé komin tími til að fara niður, sagði Athénais. — Drottningin er í þann veginn að senda eftir hirð- meyjunum. Ég vil verða ein af þeim fyrstu til að svara, svo ég geti farið til morgunmessu með henni. Ætlarðu að koma líka? — Kannske þetta sé ekki sem verstur tími til að kynna mig fyrir drottningunni. — Nei, það væri betra að þú biðir, þangað til við komum aftur frá kapellunni. Þú getur beðið í ganginum, en fyrst verð ég að sýna Þér beztu staðina, sem hægt er að sjá konunginn og drottninguna frá og ef mögulegt er, að láta Þau sjá þig. Það getur orðið dálítið erfitt. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? I»a® cr alltaf sami Icikurinn í hennl Ynd- isfriS okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góðum verðlaunum'handa þeim, sem gctur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fcktkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandlnn er auðvitað Sælgætisgcrð- in Nói. Nafn Heimlil örkln er á bis. Siðast cr dre'gið var hiaut vcrðiaunin: ÁSTA JÓNASDÓTTIR, Gunnursbraut 28, Reykjavík. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 31. tbl. Komdu með mér. Ég ætla að sýna Þér lítið herbergi skammt frá íbúð drottningarinnar, þar sem hirðmeyjarnar laga sig til og koma saman. Hefurðu nokkuð til að vera i nema þessi reiðföt? — Já, í töskunni minni. Ég verð að ná í þjóninn minn, svo hann geti sótt töskuna inn í herbergi eiginmanns míns. — Vertu í einhverju einföldu í morgunmálið. Eftir morgunmessu tekur konungurinn á móti umsækjendunum og heldur síðan fund með ráðherrum sínum. 1 kvöld hugsa ég að sýndur verði leikur og svo verð- ur ball á eftir. Þá geturðu dregið fram bestu gimsteinana þína. En nú skulum við halda af stað. Loftið úti fyrir var kalt og rakt. Madame de Montespan trítlaði niður stigana án þess að taka eftir dragsúgnum, sem straukst um fal- legar, naktar axlir hennar. — Er þér ekki kalt? spurði Angelique. Madame de Montespan yppti öxlum. Hún hafði öðlazt þolni her- mannsins við að sætta sig við allskonar óþægindi. Hita og kulda í her- bergjum, sem ýmist voru opin fyrir öllum vindum eða blaktandi heit af logum þúsunda kerta. Hún þoldi þreytuna af þvi að standa svo klukkustundum skipti, missa nætursvefninn, standa undir þungum búningnum hlöðnum af gimsteinum og skrauti. Sterk líkamsbygging, stöðug spenna og einkum og sér í lagi fíkn í skemmtanalifið hélt menntuðum konum á borð við hana gangandi. Án þess að þær vissu af, voru þær næstum hetjur; næstum að Þær byðu kvalara sína vel- komna. Á allsleysisárunum hafði Angelique orðið sérstaklega næm fyrir kulda. I-Iún hélzt varla við án þess að hafa skikkju og átti mikið safn af þeim, mjög fallegum. Sú, sem hún var nú klædd, var ofinn úr ræm- um af flaueli og satíni, sem myndaði blágræna litasíhverfu. Madame de Montespan skildi hana eftir við innganginn inn í dans- salinn, þar sem svissnesku varðliðarnir stóðu eins og styttur. Höllin virtist enn i fastasvefni, jafnvel þótt bjart morgunljósið væri farið að seytla inn í dimma salina. Flest kertanna voru útbrunnin. —■ Nú skil ég þig eftir, hvíslaði Athénais, eins og hún hefði orðið snortin af þöglum hátíðleikanum, sem grúfði sig yfir salina, sem oft- ast voru fullir af háværri kátínu. — Þarna yfirfrá er búningsherbergið, þar sem þú hefur setzt, meðan þú bíður. Eftir stundarkorn munu hirð- mennirnir birtast, sem hjálpa konunginum á fætur. Hans hágöfgi fer snemma á fætur. Sjáumst síðar. Þegar Athénais fór opnaði Angelique dyrnar, sem vinkona hennar hafði bent henni á. Þetta voru næstum leynidyr, sléttar við vegginn með samskonar veggfóðri . — Ó fyrirgefið! sagði hún og lokaði dyrunum í flýti. Hún hafði aldrei getað látið sér detta í hug að svona lítil kompa gæti innihaldið sófa, sem notaður væri til svo rómantískra þarfa. Einkennilegt, hugsaði hún. Mér hefði' aldrei dottið í hug að Madame Soubise hefði svona falleg brjóst. Af hverju felur hún þau svona vand- lega? Það ætti að vera óþarft að taka fram, að félagi hennar var ekki Monsieur de Soubise. Angelique var viss um það. 1 Versölum tók enginn til ótryggðar; og sannleikurinn var sá, að allur blíðskapur milli eig- inmanns og eiginkonu var álitinn mjög villimannlegur og smekklaus. Angelique átti engra kosta völ annarra en að ganga I gegnum þessa stóru, auðu sali. Hún nam staðar í súlnsalnum, sem svo var nefndur vegna þess, að tólf súlur héldu uppi loftinu. Það var orðið nógu bjart til að hún gæti dáðst að skreytingunni. Síðan hallaði hún sér upp að einum glugganum og horfði út; horfði á sólina dansa í ljósbroti gos- brunnanna, sem skreyttu hallargarðinn. — Má ég vita hugsanir yðar, Marquise, hvíslaði karlmannsrödd. Angelique brá jafn mikið og ef marmarastyttan fyrir framan hana hefði tekið til máls. — Segið mér drauma yðar, Marquise. — Hver.... Hver er það ? — Það er ég, Appollo, guð fegurðarinnar, sem þér hafið kosið að dvelja hjé þennan fagra morgun. Angelique greip andann á lofti. — Er yður kalt? Þér klæðist skikkju, en ég er allsnakinn. Því, eins og þér vitið, á marmaralíkami engan yl. Angelique gægðist á bak við styttuna. Hún sá ekkert, nema hrúgu af marglitum spjörum, liggjandi við fótstallinn. Þegar hún beygði sig niður og kom við hrúguna, þeyttist hún á fætur eins og óþægur krakki, snerist á hæli og lítið, kringlótt andlit, gægðist á hana innan úr djúpri hettu. — Barcarole! hrópaði Angelique. — Yður til þjónustu, Marquise des Anges. Dvergurinn drottningarinnar hneigði sig djúpt fyrir henni. Það var orðið langt síðan Angelique hafði séð hann. Hann kom virðulega fram, og Angelique sagði honum það. — Það er sagt, sagði Barcarole hreykinn, — að ef ég hefði réttan vöxt stæði ég fyllilega jafnfætis þesum fínu herrum, sem þramma hérna um. Ó, ef aðeins hin góða drottning okkar leyfði mér að klippa bjöllurnar af húfunni minni, myndi hún gera mig ákaflega hamingju- saman. En hún heldur því fram, að á Spáni hafi öll hirðfífl bjöllur, og ef hún heyrði þær ekki við og við klingja, myndi hún fyllast enn meiri heimþrá. Sem betur fer hafa ég og félagar mínir tveir, óvæntan liðsmann í konunginum. Hann þolir okkur ekki. Þegar hann kemur að hitta drottninguna, sleppir hann engu tækifæri til að reka okkur út með stafnum sínum. Við forðum okkur undan honum með allskonar kollhnísum og vitleysu, sem hristir bjöllurnar okkar endalaust. Þegar hann er djúpt niðursokkinn í persónulegar viðræður við drottning- una, hristum við okkur svo, að hann getur ekki heyrt hverju hún svarar og þá fer hann í fýlu. Að lokum tekur drottningin venjulega eftir því, andvarpar en segir aðeins, að ein af bjöllunum okkar hafi losnað og skipar okkur að fara og láta laga það. En bráðum reynum við að fá önnur réttindi.... — Og þau eru.... ? —■ Hárkolla, hvislaði Barcarole og ranghvolfdi í sér augunum svo aðeins hvítan sást. Angelique hló: — Þú ert aldeilis orðinn stór upp á þig, Monsieur Barcarole. — Ég vil komast áfram, komast langt í heiminum, sagði dvergurinn blátt áfram. 28 VIKAN 31. tbi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.