Vikan


Vikan - 24.03.1966, Page 32

Vikan - 24.03.1966, Page 32
V * Gefjun-lounn Vortízkan glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Kirkjustræli. ■ ■ STJO RNUSPfl^^ Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Það verður ekki mikið um breytingar eða óvænta atburði. Þú verður vel upplagður og munt vinna verk þín vel. Líkur eru á ferðalagi, þó ekki löngu. Sýndu ættingjum þinum meiri áhuga. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Það skeður ekkert sem breytir högum þínum þó þú hafir fastlega vænzt þess. Þú skalt leggja þig fram við vinnuna og reyna að auka þekkingu þína. Þú skemmtir þér vel í kunningjahóp. ff Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þér berast óvæntar fréttir til eyrna sem koma þér í nokkurt uppnám. Ungur ættingi þinn hefur orðið fyrir óhappi og leitar til þín. Maður nokkur sem þú treystir á reynist ekki sá sem þú hélzt. # Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Nágranni þinn kemur þér til hjálpar. Þú hefur breytt til og ert mjög ánægður með orðinn hlut. Þú lendir í einhverjum töfum sem koma sér mjög illa. Inn- heimtumenn reynast ósveigjanlegir. f»r Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ógúst); Einhverjum samstarfsmanna þinna vex velgengni þín í augum. Þú gerir mjög góða hluti og heldur þig vel að þínu. Þú verður fyrir óvæntum fjárút- látum. Vertu heima á fimmtudagskvöld. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september):- Nú loksins geturðu hafizt handa af fullum krafti við verkefni sem þú hefur látið liggja niðri um langan tíma. Utanaðkomandi aðstæður valda því að frí- stundir 'þínar verða óvenjumargar. 4& Vogarmerkið (24. september — 23. október): Næstu dagar eru vel til þess fallnir að eiga við- skipti. Það mun liggja vel á þér og þú færð upp- örvun frá yfirmönnum þínum. Gerðu boð fyrir kunningja þína. Heillatala er sjö. é>> Drekamerkið (24. október — 22. nóvember); Vikan verður fremur hversdagsleg en þó muntu gera nokkuð sem þér verður lengi minnisstætt. Búðu þig vel undir starf þitt, þá muntu taka framförum. Haltu sambandi við kunningjana. ijL$» Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Þú gerir góða hluti og færð viðurkenningu. Þú lít- ur órómantískum augum á veröldina og getur þess- vegna farið á mis við ánægjulegar studnir. Hugs- aðu vel um þá sem næstir þér standa. £ Steingeitarmer.kið (22. desember — 20. janúar): Þú ert nokkuð uppstökkur og svartsýnn og ættir að vera sem mest með sjálfum þér svo aðrir fái ekki nóg af þér. Þú hefur augastað á hlut sem gefur góðan hagnað. Heillalitur er grænn. Aj5 Vatnsberamerkið (21. janúar — 19 febrúar): Þú kemst í góð sambönd. Maður nokkur kemur þér inn í umhverfi sem þú ert ekki öruggur um þig í. Þú verður, vegna ytri aðstæðna, að eyða nokkru fé. Þú munt skemmta þér mjög vel. Fiskamerkið (20. febrúar — 20 marz): Þú færð góð tækifæri sem þú skalt íhuga vel. Þú ert mjög þenkjandi yfir skyndustörfum þínum. Þú ert nokkuð óviss um þinn hag. Reyndur félagi gæti orðið til mikillar hjálpar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.