Vikan


Vikan - 05.05.1966, Síða 15

Vikan - 05.05.1966, Síða 15
Gtoro goioioo ót Það þótti ekki svo miklum tíðindum sæta, þegar Georg Harrison bítill gekk að eiga fröken Pattie Boyd. Þeir, sem gerzt hafa fylgzt með Bítl- unum, vissu, að þessi ráðahagur hafði lengi verið á döfinni. Fundum þeirra Georgs og Pattíar bar fyrst saman, þegar Bítlarnir unnu að fyrstu kvikmynd sinni. Eftir það sáust þau oft saman, myndir birtust af þeim í blöðum, en Georg lét ekkert uppi um það, hvort hann ætlaði að kvænast í bráð. Hins vegar lét hann oft að þvf liggja, að Pattí væri sú útvalda. Þau voru svo pússuð saman í kyrrþei á köldum janúardegi á þessu nýbyrjaða ári. í september sl. var Georg að því spurður sem oftar, hvort hann hygð- ist kvænast innan tíðar. Hann svaraði: — Eitt get ég sagt ykkur: Ég ætla ekki að láta mér lynda hlutskipti Elvisar og álíta að ég rýrni í áliti, ef ég kvænist áður en ég verð fer- tugur. Hverri ætla ég að kvænast? Nú, það hlýtur að liggja í augum uppi! Maður er ekki með stúlku inánuðum saman, nema því aðeins að einhver alvara sé á bak við það. En ég hef enga hugmynd um, hvenær það verður. Mér liggur ekkert á. Og Pattí liefur heldur ekki spurt mig! Víst er um það, að ég mundi ekki kæra mig um stúlku, sem væri sí og æ að suða um giftingu. — Við Pattí erum ekki trúlofuð. Hvaða gagn er líka að trúlofunum? Það er ekkert annað en dulbúin ábending til fólks um að fara nú að safna fyrir gjöfum. Og ekki vil ég sjá kirkjubrúðkaup — allt þetta stand með prestum og kjökrandi áhorfendum. Svo mörg voru þau orð. Giftingarathöfnin fór fram í Ráðhúsinu í Liverpool. Viðstaddir voru aðeins foreldrar ungu hjónanna, Bítlarnir og umboðsmaður þeirra. V_____________________________________________________________________J .Hverri ætla ég að kvænast? Nú, það hlýtur að liggja í augum uppi“! Lulu OU lífs- reulurnar Lulu — hin 18 ára gamla söngstjarna frá Glasgow seg- ist hafa þrjár höfuðreglur í lífi sínu sem skemmtikraftur. Númer eitt: „Ég legg eins mik- ið að mér við vinnu og ég mögulega get. Ef eitthvað bjátar á, vil ég heldur leggja mig alla fram en láta hugfall- ast“. Númer tvö: „Ég leitast alltaf við að þroska hæfileika mína sem skemmtikraftur. Það er ekki til neins að telja sér trú um að maður eigi eftir að senda frá sér metsöluplötur næstu tvö árin — eða næstu fimm árin. Mig langar til að læra leiklist og að dansa og umfram allt að syngja á ann- an og þroskaðri hátt en hing- að til“. Númer þrjú: „Mig iangar til að búa við þægindi og sjá eins mikið af veröldinni og ég mögulega get. Ég býst við, að það sé ekki nema sann- gjarnt, ef mér tekst að upp- fylla reglur númer eitt og tvö“. Sitthvað um söngvarann og lagasmiðinn Chris Andrews Sem söngvari er hann þegar þekktur víða um heim fyrir met- sölulögin sín „Yesterday Man“ og „Whom It Concerns". Sem lagasmiður græðir hann á tá og fingri, — ekki aðeins á lögunum, sem hann syngur sjálf- ur heldur ekki hvað sízt á hinum fallegu lögum, sem hann hefur samið fyrir aðra söngvara. Fyr- ir Sandie Shaw hefur hann til dæmis samið lögin „Girl Don't Come“, „Long Live Love“ og „Message Understood". Sem húsgagnaframleiðandi hef- ur hann einnig góðar tekjur. Fyr- ir aðeins tæpu ári keypti hann tvö húsgagnafyrirtæki í Ports- mouth, Englandi, sameinaði þau í eitt og opnaði verzlun — undir heitinu Mobilia. Hefur hann einkum skandinavísk húsgögn á boðstólum. Hann setti tæpar tvær milljónir ísl. króna í fyrirtækið. Hann brosir breitt, þegar hann er spurður, hvernig viðskiptin gangi. „Verzlunin hefur þegar gefið arð“, segir hann,“ og ég býst, við að opna nokkrar fleiri til viðbótar á næstunni“. Það verður því ekki annað sagt en að hinn ungi Chris Andr- ews hafi komið ár sinni vel fyr- ir borð, en hann er aðeins 23 ára. Fyrir um það bil fjórum ár- um átti hann tæpast til hnífs og skeiðar og átti í sífelldum erfið- leikum með að verða sér úti um vinnu. „Þetta voru oft hræðilegir tímar“, segir hann. „Ég var kvæntur þá og við hjónin bjugg- um í herbergiskytru í fátækra- hverfi í Notting Hill“. „Þegar maður á enga peninga, saknar maður þeirra heldur ekki“, segir hann. ,.En ég gæti ekki verið án þeirra nú. Þegar maður er bláfátækur, hugsar maður aðeins um að útvega fjöl- skyldu sinni mat. Það er ótrúlegt, hve fólk hjálpaði mér mikið í þá daga, en ég vildi nauðugur upplifa þessi ár aftur. Ef um- boðsmaður minn, Eve Taylor, hefði ekki komið mér á réttan kjöl, væri ég nú áreiðanlega eins fátækur og þá. Oft gaf hún mér peninga til þess að ég ætti fyrir hinu nauðsynlegasta.“ Um þetta leyti var Chris þekkt- ur sem Chris Ravel. Hann hafði hljómsveit sér til aðstoðar, sem hét „The Ravels". Á sama hátt og Bítlarnir komu fram í hinum fræga Star Club í Hamborg, lék Chris þar einnig á píanó ásamt Gerry and the Pacemak- ers. Þegar í þá daga vissu allar ensku hljómsveitirnar í Ham- borg, að Bítlarnir ættu eftir að sjá frægðarsól sína rísa upp. „Þegar við vorum búnir að spila í einhverjum klúbbnum, vorum við vanir að fara til Star Club til þess eins að heyra Bítlana spila. Eftir það fórum við allir saman á eina staðinn í Hamborg, þar sem hægt er að fá ósvikið enskt te og korn flakes. Yfir- leitt var þetta klukkan fjögur um hánótt — eftir að hafa spil- að stanzlaust klukkustundum saman, gat maður borðað allt. John Lennon var vanur að borða helmingi meira en við hinir“. Það var raunar í Hamborg, sem Chris kynntist eiginkonu sinni, Roswitu. Hann hitti hana kvöld eitt, þegar hún kom fram í Star Club. Þau létu pússa sig saman í Englandi en ákváðu síð- an að eyða hveitibrauðsdögunum í Þýzkalandi. f því skyni keypti Chris gamlan bíl fyrir tvö þús- und krónur. „Við komumst til Framhald á bls. 49. VIKAN 18. tbl. -Ji g

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.