Vikan


Vikan - 05.05.1966, Page 50

Vikan - 05.05.1966, Page 50
- og flasan fev* LILJU LILUU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð ir mig á dýr og þar var ég án efa lengst frá siðmenningu Vest- urlanda. Við höfum líka farið gegnum frumskóga Afríku, og ég verð að segja það, að mér fannst einhver sérstök tign yfir sumum frumstæðum þjóðflokk- um þar. Það er t.d. ólíkt meiri reisn yfir höfðingja í frumstæðu þorpi inni í myrkviðum Afríku, en negra í hvítra manna fötum í Ameríku. — Eru ekki sumir Indíána- þjóðflokkarnir í Suður-Ameríku ennþá villtari og frumstæðari en negrarnir í frumskógum Afríku? — Jú, í Amasonlandinu eru þeir alveg kolviltir og ég verð að viðurkenna það, að ég var hrædd við þá. Það er eiginlega í einasta skiptið sem ég hef verið hrædd við fólk. Það var allt eitthvað svo óskaplegt og hroll- vekjandi þarna í Amasonland- inu og ólíkt óhugnanlegra að vera þar á ferð en jafnvel í villtustu frumskógum Afríku. Þar var ég aldrei hrædd. Mér hefur þótt einna minnst gaman að ferðast um Suður-Ameríku og sæi ekkert eftir því, þótt ég kæmi þar aldrei framar. — Hafa fleiri lönd verið þér ógeðfelld? — Við fórum til Rússlands 1958 og það var a.m.k. ekkert gaman í þeirri ferð. Mér leizt vel á fólkið, en mér leið illa að sjá kjör þess og lifnaðarhætti. — Mér skilst að þú hafir eitt- hvað reynt að koma íslandi að í þessum sjónvarpsþáttum gegn- um árin. — Jú það er rétt, við höfum oft tekið myndir á íslandi og fimmtán sinnum hefur ísland verið sýnt í hálftíma þáttum í sjónvarpinu. í þau tólf skipti, sem við höfum komið til ís- lands, höfum við alltaf tekið eitthvað. — Heldurðu að þessi kynning hafi vakið einhverja athygli á íslandi? — Mér þótti sérstaklega vænt um bréf sem ég fékk frá ís- lenzkri konu, búsettri í Ame- ríku undanfarin átján ár. Hún var að þakka mér fyrir þessa þætti og landkynninguna af þeim; nú sagðist hún eiga miklu hægara með að segja hvaðan hún væri, því nú könnuðust all- ir við ísland. — Nú segir þú að fólk sé öllu framhleypnara í Ameríku en við eigum að venjast hér. Mundi það geta komið fyTÍr, að fólk svifi á þig á götu eða hvar sem þú værir stödd til þess að þakka þér fyrir eða að tala um þættina þína við þig? — Ja, hvort það hefur komið fyrir. Það ávarpar mig bara sem gamla vinkonu og spyr hvort ég sé ekki Halla Linker. Maður er á vissan hátt búinn að vera í stofunni hjá þessu fólki árum saman og það þykist eiga í manni hvert bein. GS. ÝMSIR RETTIR KJÖT í KÁLI. Skcrið stórt hvítkálshöfuð í lengjur og setjið í pott með nógu af smjörlíki og iátið það malla þannig í eigin soði. Skerið á mcðan 1 kg. af lambakjöti í bita og steikið þá vel brúna á pönnu. Sctjið kálið og kjötið saman í cldfast fat og stráið salti á og setjið heil, svört piparkorn saman við. Hellið vatni á pönnuna, sem kjötið var stcikt í og látið það sjóða aðeins upp með súputening og hcllið yfir kjötið í fatinu. Látið lok á fatið og sjóðið inni í ofni í l/z — 1 tíma og ber- ið fram með soðnum kartöflum. LAXASALAT. 1 bolli soðinn lax f bitum, l/2 bolii nýir, skornir sveppir, 1 matsk. reykt, létt- steikt skinka í lengjum, 1 bolli góðar grænar baunir, 1 bolli spergilliöfuð, grænt salat, dill, egg og gúrka. Blandið öllu saman ncma salatblöðunum, sem lögð eru f hring og myndað með þeim eins konar hreiður fyrir salatið. Þetta er borið fram með rlstuðu brauðl. TÚNFISKSÚPA. 1 dós túnfiskur, 2 — 3 laukar, 1 pakki frosnar, grænar baunir, 1 — 2 fisksoðs- teningar, smjör, kartöflumósduft, timian, karrý, rjómi. Flysjið og skerið laukinn í þunnar sneiðar og sjóðið hann ljósbrúnan f smjöri eða smjörlíki, hellið 1 1. vatni yfir og teningunum og látið suðuna koma upp. Þeytið dálítið kartöfiumósduft út f súpuna, þannig að hún verði hæfilega þykk. Setjið baunirnar og túnfiskinn, sem brotinn hefur verið í bita, saman við og stráið timian og karrý út á eftir smekk. Síðast er slatta að þykkum rjóma hclit út í rétt áður en súpan er borin fram. SKINKA MEÐ FYLLTUM TÓMÖTUM. Leggið skinkusneiðar á græn salatblöð. Skcrið lok af tómötum, hæfilega þrosk- uðum, og skafið innihaldið úr þeim. Blandið saman góðri majonessósu, rjóma og rifinni piparrót og hráu, rifnu epli, svoiftið súru. Setjið þetta inn f tómatana (innihaldið má nota í aðra rétti) og loltiö á þá, en raðið þeim svo í kringum skinkusneiðarnar. Séu heitar kartöflur bornar með þessu, má hafa það til mið- degisverðar, annars sem smárétt. FISKBOLLUR f SPINATI. Kaupið spinat í dós, hitið það og látlð renna vel af þvf, kryddið með saltl og pipar og múskati. Flysjið og skcrið í sneiðar tvo lauka og steikið þá mjög ljós- brúna við hægan hita í smjörl eða smjörlfki. Harösjóðið tvö egg og saxið þau gróft. Setjið spínatið á fat, leggið heita fiskbollur ofan á og efst lauk með söx- uð eggin. Gott er að strá graslauk yfir, en soðnar kartöflur eru bornar með. SVEPPAFISKUR. Búið til sveppajafning úr sveppum soðnum í smjöri, hveiti stráð út á og jafnað upp með mjólk eða rjóma. Líka má kaupa sveppasúpu f dós, sem á að þynna út mcð vatni, til að gcra úr súpu, cn sé hún notuð sem jafningur, á að nota hana eins og hún er. Leggið sveppajafninginn á fiskflök, scm sett eru f eldfast mót og graslauk stráð yfir. Smjör- eða smjörlíkisbitar settlr ofan á hér og þar. Þckið fatið mcð málmpappír og bakið í ofni við 225 gr. hita í ca. 30 mín. Kartöflur borðaðar með og e.t.v. grænar baunir. RABARBARAHRÍSGRJÓN. Köld, laussoðin hrísgrjón, gjarnan afgangur, eru sett saman við þeyttan rjóma og kælt vel. Rabarbarakompott, líka vel kalt, er hcllt yfir grjónin og þetta verð- ur ágætur ábætisréttur. HAKKAB BUFF MEÐ SELLERÍSÓSU. Steikið gott hakkað kjöt í smjörl og berið þessa sósu mcð: Skerlð hálfa sellcrf- rót smátt og tvö súr epli og sjóðlð hvort tveggja í feiti, stráið á salti og pip- ar og hellið 2 — 3 dl. af rjóma yfir og látið suðuna koma upp. Berið kartöflur með. gQ VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.