Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 4

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 4
o DESty BLAK0 15. hluti Eftlr Peter O^Donald Hann leit framan í hana. Það var ekkert annað en tjóningarlaus heið- ríkja. Augun horfðu í gegnum hann eins og hann væri ósýnilegur. Þau voru tóm, ósjóandi. Nei, ekki tóm; aðeins full af slíkri kyrrð, að engu var líkara en að þau væru tóm. Þessi fullkomna fjarlægð frá hon- um vakti upp reiði hans. — Modesty! Röddin var snögg, en það kom ekkert viðbragð. Fóta- tak heyrðist frammi á ganginum. Willie Garvin kom inn, lagði hönd- ina á handlegg Hagans og sagði lágt; — Ekki núna. Eitt andartak streittist Hagan á móti, svo snerist hann á hæl, hristi hönd Willies af sér og gekk út úr herberginu. Um leið og hann fór niður stigann, heyrði hann Willie loka dyrum Modesty, áður en hann fylgdi honum eftir. Inni í setustofunni vék Hagan að hliðarborði og hellti sér í glas. Svo sneri hann sér við og leit á Willie. — Yoga, sagði hann lágt. — Yoga, ekki nema það þó. — Hversvegna ekki? Willie lét fallast í stól og lagði annan fótinn yfir armhvíluna. — Hversvegna? — Það hjálpar, það er þess- vegna. I fyrsta sinn sá Willie Hag- an illúðlegan. — Fyrir guðs skuld, Paul. Þú hlýtur að vitq fullvel, að ef þú ert með hugann fullan af ein- hverju, áður en þú kemst í krapp- an leik, ertu ekki nema hálfur mað- ur. —; Ég hef aldrei þurft að þefa að prönu, eða hvað það nú er, til að létta á huganum. Þarft þú þess? — Nej. Svipur Willies mýktist of- urlítið. — Við erum öðruvísi. Segðu mér, þegar við fórum til Pacco um nóttina, hugsaðirðu um allt það, sem gæti gerzt? Ekki að vera drep- inn — það er ekkert. Ég meina um misþyrmingu og afskræmingu — kannske að koma út með hálft and- litið skorið af, eða gamla gleði- strenginn sundurskotinn. — Hvern fjandann ertu að tala um? — Konur hafa öðruvísi ímyndun- arafl en við. Willie reis á fætur til að hella sér í glas. — Þær hafa meiri framsýni og gera sér betur grein fyrir því, sem getur gerzt. Við vitum, hvað getur komið fyrir, en við trúum því ekki. Kona getur séð það gerast, gagnvart henni sjálfri. Modesty þjálfar yoga til að þjálfa ímyndunaraflið. Hún veit, að ef hún kemst í krappan óundirbú- in leik er hún búin að vera. Hún hikar, deplar kannske augunum, þegar sízt skyldi, hörfar aðeins, verður hrædd við hníf eða frýs á byssugikknum. Þegar hún er ekki hrædd, veit hún, að hún hefur fimmtíu prósent meiri möguleika. Hagan starði hugsi á hann. A- stæðulaus reiði hans var nú horf- in. Það var eitthvað annað að brjótast hið innra með honum, en hann gat ekki gert sér grein fyrir því sem stóð. — Svo hún hefur lagt stund á yoga — fyrir þetta? spurði hann. — Já. En í rauninni hafði hún fundið sína eigin aðferð löngu fyr- ir það. Það kom af sjálfu sér. Hún hefur alltaf getað lokað huganum fyrir því, sem hún hefur viljað, en yoga gerir henni það auðveldara. Willie tæmdi glasið og lagði það frá sér. — Vissirðu, að henni hef- ur verið nauðgað tvisvar? — Hvað þá? — I fyrra skiptið, þegar hún var um það bil tólf ára. Það var eín- hver bóndi, skammt frá Baalbeck. Þegar hún gat ekki barizt lengur á móti, gerði hún sig meðvitund- arlausa. I seinna skiptið var hún tuttugu og tveggja ára, þá áttum við. í útistöðum í Beirut. — Það . . Það hefur ekki skemmt hana. Hagan sagði þetta fremur sem fullyrðingu en spurningu. — Hún gerði sig meðvitundar- lausa. Hún vissi aldrei neitt um það. Það er þesskonar, sem ég á við, félagi. Það er nokkuð, sem kemur aðeins fyrir konur. Slíkt kem- ur ekki fyrir okkur. Hann gekk yf- ir að glugganum og leit út. — Nema þú teljir Lárens gamla af Arabíu með, bætti hann við og var ekki laust' við, að hann fyndi til undrunar yfir þessari fáránlegu hugmynd sinni? — Hvað varð um manninn — þann seinni? — Ég fór á eftir honum seinna og gaf honum reisupassann. Willie skók höfuðið dapur í bragði: — Modesty tók mig aldeilis á beinið fyrir það. Hún sagðist ekki vilja, að ég tæki ónauðsynlega áhættu aðeins til að sinna persónulegum hefndum. Hún er ekki mikið fyrir hefndir og reyndar ég ekki held- ur, en ég gat ekki látið þennan andskota leika lausum hala og grobba af því, að hann hefði sof- ið hjá henni. Hagan starði ofan í glasið sitt. Allt í einu stirðnaði hann upp. Það sem hafði verið að brjótast hið innra með honum, skaut nú allt í einu upp kollinum. — í krappan leik, sagði hann og gekk yfir til Willies. — Tvisvar hefurðu sagt það. En við erum á dauðum enda hérna megin, svo hversvegna er hún að búa sig und- ir átök? — Þú verður að spyrja Modesty um það, sagði Willie kurteislega. — Hún er við stýrið í þessu starfi. — Er hún? Hagan heyrði sjá'fur illskuna í röddinni. Hann lagði frá sér glasið og gekk í gegnum eld- húsið og út í garðinn. Hann sett- ist á bekk í sólskininu og beið eft- ir því, að reiðin sjatnaði í honum og reyndi að rýna í sinn eigin huga. Hann fann heita sólina skína á sig, og hann hugsaði um málverkin sín og Modesty Blaise. Með vökul- um augum listamannshuga hans, minntist hann mjúkra, fíngerðra lín- anna í líkama hennar, fíngerðs hör- undsins og ylsins af henni, þegar hún hvíldi í örmum hans. Hann minntist hundrað smáatriða frá síð- ustu dögum,- hvernig hún hallaði höfðinu, þegar hún var að hugsa,- sjaldgæfa snögga brosið; hvernig hún ýtti hárlokk á sinn stað með úlnliðnum innanverðum; litlu vas- ana, sem stóðu í hverju herbergi, fullir af villtum blómum, sem hún hafði tínt. Allt í einu fannst honum fráleitt, að þetta gæti verið sama konan og Willie hefði talað um; konan, sem hafði rekið Kerfið, konan, sem aðeins fyrir fáeinum dögum hafði drepið mann með sínum eigin hönd- um á gamla markaðinum í Antibes,- sama konan, sem hafði sent hann og Willie til að drepa Pacco, og rekið þau öll þrjú undanfarna daga í miskunnarlausri leit að Gabríel, konan, sem var svo hörð og glögg og svo viss um sjálfa sig, að hún gat aldrei leikið aðra fiðlu. Honum fannst það ekki einung- is fáránlegt, það var allt í einu orðið óraunverulegt. Raunveruleik- inn lá í öðru; í yl huga hennar, ásamt líkama hennar. Aðeins þetta var mikilvægt; hún sjálf. Og átti að leggja þetta að veði fyrir tvo kassa af steinum? Eða fyrir Tarr- ant? Eða fyrir Abu-Tahir sjeik? Eða fyrir hvað? Vitfirringin í þessu skall á Hag- an eins og ískalt steypibað á sof- andi mann. Hann vissi nú, hvað Willie Garvin hafði verið að tala um, þegar hann hafði talað um ímyndunarafl, og það sem gæti gerzt, þegar byssurnar gyllu og hnífarnir blikuðu — það sem gæti gerzt gagnvart Modesty Blaise. Svitinn brauzt út á enni Hagans og allt í einu varð hann hræddur. Bjart tunglið reis yfir trén. Hag- an lokaði gluggahlerunum, kveikti á náttlampanum og fór úr inni- sloppnum. Tarrant átti að koma næsta dag. Hann hugsaði um það, meðan hann fór í náttbuxurnar og settist á rúm- stokkinn og tók hálfreykta sígarett- una upp úr öskubakkanum. Þetta hafði verið skrýtinn dag- ur. Modesty kom niður um fjögur- leytið. í augum Hagans var hún gerbreytt. Oll spennan, sem hafði verið umhverfis augu hennar var horfin, og það var einhver fersk- ur blær yfir henni. Hún minnti Hag- an á hnífsblað, vel mótað, hvass- brýnt og gljáfægt. Hún hafði farið í öðrum bílnum og komið aftur eftir tvær klukku- stundir. Til svars við spurningu Hag- ans hafði hún svarað: — O, ég var aðeins að líta eftir einkamálunum. Það sem eftir var dagsins hafði allt verið rótt. Ekkert hafði gerzt. Willie hafði verið önnum kafinn í sínu eigin herbergi mestan hluta tímans. Hagan drap í sígarettunni. Hann fann til í kjálkavöðvunum, hann spurði Modesty ekki fleiri spurn- inga vegna þess, að nú hafði hann tekið ákvörðun. Þegar hann tók upp náttjakkann, var bankað á dyrnar, þær opnuðust og Modesty var í dyr- unum. Hún var f inniskóm og inni- slopp úr þunnri bómull með föl- grænum og hvítum röndum. — Ég kom með kvöldhressingu handa okkur, sagði hún og gekk yfir herbergið til að leggja frá sér lítinn bakka með tveimur glösum. — Gin handa þér. Þetta gamla rauða handa mér. Hagan sá, að hún lokaði dyrun- um á eftir sér, um leið og hún kom inn. Hann kastaði náttjakkanum á 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.