Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 29

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 29
Húsmæður! Gefið fjölskyldunni holla og góða fæðu Sðlufélag garðypkjumanna augunum yfir auglýsingarnar og sagði eitthvað á þá leið við Erm- inio frænda minn, að ekki sýnd- ist nú um auðugan garð að gresja; veitti því þá athygli, að hann tók ekkert eftir því, sem ég sagði heldur starði eins og dá- leiddur á Fiammettu. Hefurðu ekki séð hana Fiammettu? Haf- irðu ekki gert það, þá ættirðu að skreppa út á Piazza Mastai, og þá sérðu stóran blaðsöluturn, allan þakinn utan með dagblöð- um og vikuritum, og á honum er op, sem helzt minnir á leiksviðs- op, og þar er allt líka fullt af dagblöðum og vikuritum, en þar fyrir innan sérðu andlit ungrar konu, einstaklega frítt og sveig- mjúkt, í umgerð þykkra, Ijósra lolcka, en augun blá, nefið lítið og laglegt, varirnar rósrauðar. Semsagt, þetta andlit er áþekk- ast andliti á brúðum, þessum sem geta opnað augun, látið skína í litlar og hvítar tennur og sagt „pabbi“ og „mamma". Það er þó oft, að maður sér ekki í andlit Fiammettu, venjulega situr hún álút yfir einhverju vikuritinu; þar sem hún dvelzt alla daga innanum blöð og tíma- rit hefur hún vanizt á að lesa. En spyrjir þú um blað eða viku- rit, sem hún hefur ekki liggjandi inni hjá sér og veit að það hang- ir utan á turninum, þá er hún ekki sein á sér, skýzt afturábak út fyrir, og þá mun þig reka í rogastanz yfir því, að svona girnileg stúlka skuli geta falið yndisþokka sinn samanhnipruð á litlum stól innan um hlaða af blöðum og tímaritum. Því að Fi- ammetta er girnilega vaxin, þrýstin og fjaðurmögnuð, öld- ungis eins og falleg brúða, sem er öll svo snilldarlega mótuð, að hvergi sér vaxtargalla á örmum, öxlum, fótum eða um mjaðmir og svo framvegis. Hún ber af ungum stúlkum hún Fiammetta, hver skyldi ekki kannast við hana? Og hver skyldi ekki líka vita það, að hún hefur verið heitbundin Ettori árum saman, vínskenkjaranum í veitingastof- unni við Piazza Mastai, sem horft gat á unnustu sína gegnum glugg- ann allan daginn. Það veit hver maður, nema þa kannski na- ungar eins og Erminio frændi, sem er ókunnugur hérna í hverf- inu og á ekki einu sinni heima í Róm, heldur í Viterbo. Hvað um það, þegar ég sá að hann veitti orðum minum ekki minnstu athygli, heldur starði eins Og bergnuminn á Fiamm- ettu og ástríðan logaði 1 hverj- um andlitsdrætti, beit ég á vörina og sagði: „Fiammetta, má ég ekki kynna þig frænda mínum, honum Erminio.' Fiamm- etta var að hlaða dagblöðum í stafla inni í turninum, skauzt nú samt út og heilsaði Erminio með handabandi, brosti sínu blíðasta brosi og virti hann fyrir sér, gældi við hann með sínum bláu augum — en þetta er ekkert annað en kvenleg og ósjálfráð eggjun, sem allir vissu að Fia- mmetta beitti við hvaða karl- mann sem var, og allir voru fyrir löngu hættir að taka nokkurt mark á. En Erminio hafði ekki hugmynd um það og heillaðist samstundis, það leyndi sér svo sem ekki. Fiammetta lokaði nú turninum og beygði sig niður til að taka upp blöð, sem hún hafði bundið saman í knippi. Erminio var ekki seinn á sér. „Það er velkomið, að ég haldi á þessu fyrir þig, ef ég má,“ UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá NÓ A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar i blaðinu ob hcitir góðum verðlaunum handa þeim. sem getur fundlð örkina. Verðlaunin eru stór 'kon- fektkassi, fullur af bezta konfckti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgcrð- in Nói. Ilcimili Orkin er á bls. Siðast er dregið var hlaut verðlaunin: GUÐRÚN H. EIRÍKSDÓTTIR Meiðastöðum, Garði Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 27. tbl. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.